Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Side 27

Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Side 27
áður Ytri-Akraneshreppur, en er nú kaupstaður er ber nafnið Akranes. Árið 1889 eru 504 íbúar á Akranesi. Árið 1920 938 íbúar, árið 1950 3850 íbúar og 1980 eru íbúar 5200 í Akraneskaupstað. Þeim hefur fjölgað úr 4644 á þremur s.l. árum eða um 12%. Fjölgun þessi er allt að því fjórföld á við landsmeðaltal. Hvernig er svo Akranes í dag? ATVINNULÍF Sjávarútvegur og fiskvinnsla hefur lengst af verið aðalatvinnuvegur Akurnesinga. Á síðari árum hefur iðnaður og þjónusta aukist verulega og lætur nærri að atvinnulífmu megi skipta í þrjá jafna hluta. Fiskveiðar og fiskvinnslu, verslun og þjónustu, iðju og iðnað. FISKVEIÐAR OG FISKVINNSLA Fjögur frystihús starfa í bænum, fiskimjöls- verksmiðja og nokkur önnur fiskvinnslufyrir- Slökkvitæki Reykskynjarar Danfoss kranar Rör og fittings Verkfæri Vinnufatnaður Útgerðarvörur Veiðarfœraverzlun AX£I 5VHIM8iöKM-SSOM Slí. Hofnarbraut — Símar 1979 og 1131 — Akranesi tæki. Stærst er frystihús Haraldar Böðvarssonar. Fyrirtækið var stofnsett 1906. Hin eru frystihúsið Haförninn, fyrstihús Þórðar Óskarssonar og frystihúsið Heimaskagi. Þrír togarar eru gerðir út héðan: Haraldur Böðvarsson 2991, Krossvík 2961 og Óskar Magn- ússon 499 t. Einnig fískiskipin Bjarni Ólafsson 1024 t og Víkingur 1000 t og 9 bátar 100-500 t, auk um 60 minni báta og smábáta. Á s.l. ári var landað af sjávarafla alls 71.600 t. Vöruflutningar að meðtöldu hráefni til Sem- entsverksmiðju ríkisins nema um 370.000 tonn árlega. Auk þess eru talsverðir vöruflutningar með m/s Akraborg, sem flytur árlega liðlega 60.000 bíla og 200.000 farþega milli Reykjavíkur og Akraness. Stærsta iðnfyrirtækið er Sementsverksmiðja ríkisins, sem framleiðir um 120.000 t af sementi árlega og hefur 150 starfsmenn. Skipasmíðastöð Glerslípun Akraness hf. Vesturgötu 65 - Sími 2028 E inangrunargler Öryggisg/er Hamrað g/er Speg/agerð /nnrömmun SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 25

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.