Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Side 47

Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Side 47
^ökvaeldsneyti eða eldsneyti, sem breytist í vökva við venjulegt hitastig, gefur venjulega frá sér þykkan, svartan reyk. Olíur, tjara, lakk, sýróp, sykur, gúmmí, brennisteinn og áþekk efni §efa vanalega frá sér þykkan reyk í miklu magni. Opnun byggingar getur stuðlað að upphleðslu reyksins á svæðum, sem eldurinn hefur að öðru !eyti engin áhrif á. Ef eldur kemur upp í einum enda vistarveru og lóðrétt op er á hinum endanum verða reykur og lofttegundir að fara yfír alla vistarveruna til að sleppa út. Þannig getur öll vistarveran fyllst af reyk áður en hann birtist á efri h$ðunum, einkum ef eldurinn kemur upp í kjallara. Ef vindur stendur á hlið, þegar eldur hefst, getur hann myndað nægilegan þrýsting 'nni til að reykurinn og lofttegundirnar breiðist út Urn alla bygginguna. Sameiginleg tengsl við afastar byggingar geta orðið til þess að reykurinn ^irtist fyrr í þeim byggingum en þeirri, þar sem hann kom upp. 8. REYKSPRENGING Notkun orðsins „sprenging” er svo algeng, að venjuleg merking þess gefur ætíð í skyn skyndilega eða fyrirvaralausa útlausn orku. Sú staðreynd að sprenging er tengsl orsaka og afleiðinga er sjaldan tekin með í reikninginn, en það er frá sjónarhorni, sem slökkviliðsmenn verða að kynna sér sprengingar. I sérhæfðri merkingu er reyksprenging útlausn orku, sem myndast hefur við öra sýringu. Munurinn á eldi og sprengingu er fyrst og fremst fólginn í hraða orkuútlausnarinnar. Raunhæf aðferð til að skýra þennan mun er sú, að sprenging myndar afl, sem við útlausn veldur tjóni vegna þrýstikrafts orkunnar. Kraftur sprengingar er meira háður hraða orkuúr- lausnarinnar en magni þeirrar orku sem leysist út. Við bruna gufa upp eldfimar lofttegundir úr brennanlegu efni í eða nálægt eldinum. Þegar þessar eldsneytislofttegundir eru hitaðar upp að kveikimarki brenna þær, ef nægilegt súrefni er til staðar. Ef súrefnið er ónógt, geta óbrunnar lofttegundir safnast saman í „hólf’ um alla bygginguna eða fyllt hana alla. Slíkar aðstæður þarfnast aðeins aðstreymis nægilega fersks lofts á SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 45

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.