Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Blaðsíða 12
tökum, til þess að forðast eins og
kostur er árekstra. Umfram allt þarf að
fyrirbyggja óþarfa árekstra. Jafnframt
vill ráðuneytið gera kröfur um varnir
eins og þær gerast bestar. Umhverfis-
löggjöfin hér á landi er eins og annars
staðar spurningin um lífsstíl og því er
mjög mikilvægt að almenningur sé
reiðubúinn að tileinka sér þá hug-
myndafræði sem hún hvílir á. Það er
ljóst að það er tilgangslaust að setja
lög jafnvel þótt brýna nauðsyn beri til
ef almenningur er ekki reiðubúinn að
sætta sig við hana. Umhverfislöggjöf
er þess eðlis að hún snertir daglegt líf
manna í samfélaginu og fólk verður að
vera reiðubúið undir hana. Því er
hvers konar kynning nauðsynleg því
hafa verður áhrif á hugsunarhátt
almennings með beinum eða óbeinum
hætti.
- Smám saman eru að skapast ný
viðhorf til þessa málaflokks. Yfirvöld
taka þátt í alþjóðlegu samstarfi og
hægt og rólega fetum við svipaðar
leiðir og þjóðirnar sem við eigum í
samstarfi við og í sumum tilvikum
erum við jafnvel komin lengra og á ég
þar sérstaklega við mengun sjávar en
fátt ógnar meir lífsafkomu okkar en
slík mengun. Það þýðir ekkert fyrir
yfirvöld að ætla sér að gera minni
kröfur hér á landi. eins og sumir
virðast halda, en gerðar eru í
nágrannalöndunum. Það aiþjóða-
samstarf sem við tökum þátt í knýr
okkur til aðgerða og ef útaf er brugðið
er brugðist við með beinum sem
óbeinum hætti s.s. hótunum um máls-
sókn vegna þess að ekki er staðið við
samninga eða með því að ógna mörk-
uðum okkar erlendis. Að sjálfsögðu
koma mótmæli frá ýmsum hagsmuna-
aðilum þegar tekist er á við þessa hluti
í lögum en meginreglan verður að
gilda. Ef við ætlum okkur að vera með
þá verðum við einfaldlega að standa
okkur, það er ekki rekin nein undan-
látsstarfsemi hér á landi á þessu sviði.
Valdmörk ráðuneyta og
stofnana stundum óljós.
- Vissulega er stundum togstreita
um valdsmörk stofnana og ráðuneyta
en þó minni en áður þvf löggjöfin er
orðin skýrari. í tengslum við meng-
unaróhöpp er rétt að geta þess að
ábyrgðarmálin og tryggingarmálin eru
ófullnægjandi. Ekki er gerð krafa um
svokallað hlutlæga ábyrgð sem þekk-
ist víða annars staðar og leiðir þetta
því til þess að aðeins verður refsað
fyrir brot gegn umhverfislöggjöfinni
að fyrir liggi ásetningur. Þegar svo er
að lögum búið er viðbúið að menn
umgangist umhverfið án nægjanlegrar
tillitssemi.
- Að mínu viti þarf að festa í lög
ákvæði um hlutlæga ábyrgð í tengsl-
um við mengunaróhöpp þannig að
ekki þurfi að liggja fyrir saknæmt
athæfi til þess að til ábyrgðar komi. Til
þess að fylgja þessu eftir þarf að búa
þannig að tryggingarkerfinu að hlutað-
eigandi aðilar geti keypt sér tryggingu.
Þetta hefur verið gert í nágranna-
löndunum t.d. í Danmörku 1994. Það
er ljóst að það gætir tilhneigingar til
að hækka refsiramma vegna brota á
umhverfislöggjöfinni og segir það
kannski meira um málaflokkinn en
margt annað og þá þróun sem þar á
sér stað. Því er nauðsynlegt að lög-
reglan verði þjálfuð til þess að takast
á við brot gegn mengunarlöggjöfinni
og til þess þarf að sérþjálfaða lög-
reglumenn.
- í þessu tilviki vil ég benda á að
1994 var stofnuð sérstök deild innan
Kaupmannahafnarlögreglunnar,
svokölluð mengunarlögregludeild.
Hér á landi varða brot gegn umhverfis-
löggjöfinni í langflestum tilvikum
sektum og í örfáum tilvikum varð-
haldsvist eða fangelsi allt að 2 árum.
Þetta hefur að öllum líkindum leitt til
þess að ekki er mikill áhugi á að ákæra
í málum sem kærð hafa verið ekki síst
þegar haft er í huga að á borðum
ákæruvaldsins eru kærustaflar vegna
brota er varða hærri refsingu. Þessu
þarf nauðsynlega að breyta þannig að
brot á umhverfislöggjöfinni verði litin
sömu augum refsilega séð og önnur
brot gegn almannahagsmunum.
- Við erum á hraðleið inn í
samfélag þar sem við erum að fást við
hvers konar hættur og það hættur
sem steðja að okkur kannski nokkrum
árum ef ekki áratugum síðar enn að
nágrannaþjóðunum og þeim þjóðum
sem við erum í mestu samstarfi við.
Því er nauðsynlegt að læra af reynslu
þessara þjóða og færa umhverfis-
löggjöfina sem mest til samræmis við
það sem best gerist meðal annarra
þjóða.
Óskar Guðmundsson
1: vl
Fyrirliggjandi:
Brunahjól, brunaslöngur og
tengi í úrvali.
Sbarki hf.
Nýbýlavegi 22 - 200 Kópavogi
Sími 564 6499
Speki!
Þeir sem geta ekki gert
hlutina - kenna þá!
12
SLOKKVILIÐSMAÐURINN