Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Qupperneq 20

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Qupperneq 20
Baknefnd vegna samninga fyrir hlutastarfandi slökkviliðsmenn að störfum sl. vetur. Frá vinstri: Rúnar Helgason Brunavörnum Suðurnesja, Snorri Baldursson Slökkviliði Hveragerðis, Kristján K. Pétursson Brunavörnum Árnessýslu, Þráinn Ólafsson Slökkviliðinu Akranesi, Guðmundur Vignir Óskarsson og Ásmundur Jónsson Slökkviliðinu í Grindavík. Fréttir frá stjórn: Samnringur fyrir hlutastarfandi slökkviliðsmenn Þau tímamót urðu í nýafstaðinni samningagerð LSS og Launanefndar sveitarfélaga að kjör þeirra félagsmanna er hafa slökkvistörf ekki að aðalstarfi heldur sinna þeirn eingöngu sem aukastarfi (þ.e. slökkviliðsmenn hjá minni og meðalstórum slökkviliðum á landsbyggð) fengu sinn fyrsta formlega samning. Fram til þessa hefur svokölluð „Launatafla LSS“ gilt í flestum tilfellum fyrir þessa félagsmenn en mun nú aflögð um leið og samningsumboð þeirra sveitarfélaga er félagsmenn LSS tilheyra hefur verið staðfest. Launanefnd sveitarfélaga hefur nú sent öllum sveitarstjórnum nýja kjarasamninginn við LSS og munu nú aðilar vinna markvisst að því að sveitarstjórnir staðfesti hann sem allra fyrst. Mikilvægt er að slökkviliðsstjórar fylgi málinu einnig eftir heima í héraði og eru þeir sérstaklega hvattir til þess hér með. Kjör og allur aðbúnaður slökkviliðsmanna í hlutastörfum á landsbyggð er of víða óviðunandi. Þessi fyrsti samningur LSS fyrir þeirra hönd hefur bæði sína kosti og galla, þó mun fleiri kosti en er fyrst og fremst mikilvægt skref í þá átt að aðilar geti sameiginlega þróað þessi mál til betri vegar vonandi á sem allra skemmstum tíma. Helstu efnisatriði kjarasamningsins: Eingreiðslur til slökkviliðsstjóra skulu fara fram 1. júní ár hvert en heimilt er að semja um að þær fari fram mánaðarlega, lægsta eingreiðsla miðast við kr. 100.000, greiðsla vegna sérnáms 3%, sérstaklega greitt fyrir starf að eldvarnaeftirliti, varaslökkviliðsstjóri 50% af launum slökkviliðsstjóra, tímakaup miðast við yfirvinnukaup, yfirmenn skulu fá einkennisfatnað til afnota við skyldustörf, útkall miðast við 4 klst., tryggingarkafli kjarasamnings gildir fyrir hlutastarfandi slökkviliðsmenn, slökkviliðsmönnum séð fyrir hlífðar - og öryggisfatnaði, sérstaklega skal greitt fyrir það að bera boðtæki, orlof og lífeyrissjóðsiðgjald af öllum launum, aðstaða til líkamsþjálfunar veitt að kostnaðarlausu svo og aðgangur að sundstað verði því við komið, greitt er í starfsmenntunasjóð LSS. Að öðru leyti gilda ákvæði kjarasamnings slökkviliðsmanna í aðalstarfi þar sem það getur átt við. Slökkviliðið á Hvolsvelli Sameinað slökkvilið fyrir Rangárvallarsýslu í burðarliðnum Böðvar Bjarnason slökkviliðsstjóri á Hvolsvelli. Hugmyndir eru nú uppi um að átta hreppar í Rangárvallarsýslu sameinist um eitt slökkvilið fyrir sýsluna. Þessir hreppar eru: Hvolshreppur, Fljótshlíðarhreppur, V. og A. Eyjarfjallahreppar, V. Landeyjarhreppur og Holta og Landmannahreppur Slökkviliðsstjóri slökkviliðsins á Hvolvelli er Böðvar Bjarnason og er hann 35 ára gamall. Að sögn Böðvars var hann fyrst skráður í liðið árið 1982 en varð síðan slökkviliðsstjóri árið 1990 og hefur starfað sem slíkur síðan. í dag eru 15 menn skráðir í slökkviliðið, tólf af þeim bera síma- boðtæki liðsins, fimm þeirra geta unnið við reykköfun. Bifreiðakostur slökkviliðsins er Bedford árgerð 1962, Ford (Econaline) árg. 1977 og síðan Skanía tankbifreið með vatnstank er tekur 8.000 lítra. Að sögn Böðvars er orðið afar brýnt að endurnýja bíla- kostinn þar sem hann er kominn til ára sinna og jafnframt gera frekari endurbætur á starfi liðsins m.a. vegna stöðugt vaxandi krafna til þjónustu slökkviliðs. Með sameiningu hreppanna um eitt slökkvilið í Rangárvallarsýslu yrði stigið mikilvægt framfaraskref í þá átt að byggja markvist upp skilvirkari og betri þjónustu brunavarna í allri sýslunni. 20 SLOKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.