Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Page 18

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Page 18
Samstarfsverkefni LSS, Félags eldri borgara og VÍS Góður árangur Segir Ragnheiður Davíðsdóttir um reynsluna af kynningarkvöldum um forvarnir meðal eldri borgara. Vígreif í forvörn. Gunnar Hjaltested, frá VÍS, Oddur Hallgrímsson slökkviliðsmaður úr forvarnardeild LSS og Ragnheiður Davíðsdóttir forvarnarfulltrúi VÍS. - Þetta er meðal þess sem er einna skemmtilegast í starfi mínu, áheyr- endur eru þakklátir og skemmtilegir og ég er viss um að samstarfið skilar árangri, segir Ragnheiður Davíðsdóttir forvarnarfulltrúi VÍS sem hefur staðið að samstarfsverkefni um forvarnir meðal eldri borgara. Eftirspurn eftir þessari dagskrá er mjög mikil og þörfin reyndar brýn, segir Ragnheiður. Forvarnardagskrá VÍS, í samstarfi við Félag eldri borgara og Lands- samband slökkviliðsmanna hefur gengið afar vel. Dagskráin hefur verið flutt fyrir yfir 1000 eldri borgara. Frá LSS hefur Oddur Hallgrímsson verið aðal maður en auk hans eru fyrirlesarar þau Ragnheiður Davíðs- dóttir og Gunnar Hjaltested frá VÍS. Dagskráin tekur eina klukkustund og er þar fjallað um slysavarnir, innan húss og utan, brunavarnir, þjófavarnir, vatnstjónavarnir auk þess sem fræðsla er um tryggingamál gamla fólksins. Að lokinn formlegri kynningu er boðið upp á kaffi og meðlæti. - Við reynum að hafa kynninguna af léttara taginu, þannig að hún sé afþreying jafnframt því upplýsinga- gildi sem hún hefur. Margir í félags- miðstöðvum eldri borgara líta þannig Áhugasamir þátttakendur á forvarnarkvöldi. á kynninguna sem kærkomna tilbreyt- ingu. Auðvitað er ellin eðlilegt náttúru- lögmál og nauðsynlegt að fólk búi sig undir hana með margvíslegum hætti. Með aldrinum koma nýjar hættur til sögunnar sem fólk þarf að varast. Reynslan sýnir líka að hægt er að koma í veg fyrir ýmiss konar slys og tjón með því að sýna fyrirhyggju, t.d. með því að koma upp nauðsynlegum eldvarnarbúnaði og þjófavörnum. Margir hafa því notað tækifærið að afloknum fundum og pantað reyk- skynjara og gert aðrar ráðstafanir í öryggis- og tryggingamálum sínum. - Við höfum farið mjög víða með dagskrána í Reykjavík og nágranna- sveitarfélögum og höfum einnig nokk- uð farið út á land. En við eigum eftir að fara bæði vestur og austur um landið - og gerum vonandi víðreist næsta vetur, segir Ragnheiður Davíðsdóttir forvarnarfulltrúi. 18 SLOKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.