Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Blaðsíða 10

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Blaðsíða 10
Brunavarnir færast til umhverfisráðuneytisins Vantar löggjöf um varnir og viðbrögð við mengunaróhöppum. Nefnd um varnir og viðbrögð við mengunaróhöppum leggur til að sett verði samræmd löggjöf. Slökkviliðsmenn mega búast við auknum kröfum um þátttöku í mengunarvörunum. Brunavarnir færast frá félags- málaráðuneyti til umhverfisráðu- neytis um næstu áramót. Af því tilefni tók Slökkviliðsmaðurinn Ingi- mar Sigurðsson skrifstofustjóra í umhverfisráðuneytinu tali, en hann er einnig formaður nefndar sem ný- lega hefur lokið störfum og fjallaði um varnir og viðbrögð við mengunaróhöppum á landi. - Sífellt fleiri verkefni eru að fær- ast undir umhverfisráðuneytið. Það er í takt við breytta tíma. Út um allan heim er vaxandi vitund um umhverf- ismál að segja til sín í löggjöf og almenningur gerir kröfu um að í öllum athöfnum stjórnvalda sé tekið tiilit til umhverfisins. - Brunavarnir heyrðu áður undir félagsmálaráðuneytið. Samkvæmt breyttum lögum er ekki kveðið á um undir hvaða ráðuneyti málaflokkurinn skuli heyra en tekin hefur verið ákvörðun í ríkisstjórn um að bruna- varnir heyri undir umhverfisráðu- neytið frá og með næstu áramótum og þar með starfsemi Brunamálastofn- unar. í raun þýðir þetta að yfirstjórn og ábyrgð flyst milli ráðuneyta, það þykir enda í samræmi við þá við- horfsbreytingu sem orðið hefur á síðustu árum. Ekki síst í sambandi við mengunarvarnir og viðbrögð við mengunaróhöppum en þau tengjast brunavörnum hérlendis sem og annars staðar. Beðið með nýja stefnumótun - Brunamálastofnun er sú stofnun af hálfu ríkisins sem á að sjá um eftirlit með brunavörnum og brunamálum í landinu en sjálf framkvæmdin er á vegum sveitarfélaganna. Segja má að ástæða þess að málaflokkurinn flyst til umhverfisráðuneytis sé af tvennum toga. Annars vegar tengjast bruna- Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu varnir mjög skipulags- og byggingar- málum og hins vegar hefur stór hluti í framkvæmd mengunarvarna s.s. hreinsun flust yfir á slökkviliðin sem oft hafa þar að auki ein yfir að ráða tiltækum búnaði. - Á þessari stundu hefur um- hverfisráðuneytið ekki mótað stefnu í málaflokknum og bíður með stefnu- mörkum þar til málaflokkurinn er formlega komin í þess hendur og mun gera það í góðu samstarfi við bruna- málayfirvöld sveitarfélaganna sem og Brunamálastofnun. Reyndar má segja að hafin sé vinna er leitt gæti til stefnubreytinga en unnið er að gerð nýrra skipulags- og byggingarreglu- gerða sem samkvæmt nýsamþykktum skipulags- og byggingarlögum skulu öðlast gildi 1. janúar nk. Brunamála- stofnun tekur þátt í þessari vinnu Ef við œtlum okkur að vera með verðum við að standa okkur. Það er ekki rekin nein undanlátsstarfsemi hér á landi á þessu sviði. ásamt öðrum þ.e.a.s. umhverfisráðu- neytinu, Skipulagi ríkisins, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og öðrum aðilum er tengjast þessum málum. Sveitarfélögin of mörg - I dag eigum við við sama vanda að etja í þessum málaflokki eins og svo mörgum öðrum mikilvægum mála- flokkum sem sveitarfélögin sinna en þau eru alltof mörg og of smá. Að undanförnu hefur verið unnið að sameiningu sveitarfélaga og um- hverfisráðuneytið hefur reynt að leggja sitt af mörkunum þar, sérstak- lega með því að reyna að stuðla að sameiningu starfskrafta sveitar- félaganna um þau verkefni sem skyn- samlegt er að vinna á stærri svæðum. Eitt mikilvægasta atriðið til þess að sveitarfélögin geti sinnt þeim málum sem þeim er ætlað að sinna s.s. skipulags- og byggingarmálum, holl- ustuháttamálum, þ.á.m. mengunar- vörnum, og brunamálum er að rekst- urinn færist yfir í stærri einingar. Sveitarfélögin verða að hafa bolmagn til þess að geta sinnt þessum málum t.d. gripið inn í atburðarrás sem kann að kosta einhver fjárútlát. Það er borin von að lítil sveitarfélög geti gert slíkt. Vantar samræmda löggjöf um varnir og viðbrögð - í ráðherratíð Össurar Skarphéð- inssonar var skipuð nefnd til að gera tillögur um hvernig skyldi háttað vörnum og viðbrögðum við meng- unaróhöppum á landi. í þessari nefnd áttu sæti auk mín Guðmundur Vignir Óskarsson, formaður LSS, Gunnar Eydal frá Sambandi íslenskra sveitar- félaga, Hrólfur Jónsson slökkviliðs- stjóri, Sigurbjörg Sæmundsdóttir deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu og Þór Tómasson frá Hollustuvernd 10 SLOKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.