Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Blaðsíða 21
Slökkviliðsmenn
frá Hellu og
Hvolsvelli á fundi
með LSS í sumar.
Frá vinstri: Guðni Gunnar
Kristinsson, Kristinn Gunnarsson,
Smári Sigurbjörnsson, Bjarni
Snorrason, Ólafur Hróbjartsson,
Böðvar Bjarnason, Guðmundur
Vignir Óskarsson, Birgir
Óskarsson, Gunnar Sveinsson,
Sigurður Magnússon og Tryggvi
Sigurður Bjarnason.
m' f . y'w' ■- f ■. ■ ' V
L H 1
'W‘[j; MBtt %5fr l.É
Nýr slökkviliðsstjóri á Vopnafirði
Það er vaxandi skilningur á mikilvægi uppbygg-
ingarinnar hér og sveitarstjórnin hefur samþykkt að
veija allt að 6 milljónum króna til bílakaupa, segir
Björn H. Sigurbjörnsson nýráðinn slökkviliðsstjóri
á Vopnafirði í spjalli við Slökkviliðismanninn.
Þann 1. maí s.l. lét Elvar Höjgaard af störfum sem
slökkviliðsstjóri Vopnafjarðar. Við starfinu tók Björn H.
Sigurbjörnsson.sem var varaslökkviliðsstjóri frá 1994
til 1997. Hann hóf störf hjá Slökkviliði Vopnafjarðar
árið 1986. Eiginkona Björns er Margrét Gunnarsdóttir
og eiga þau tvo syni, Elías og Bjarka. Hann hefur m.a.
sótt nokkur námskeið hjá Brunamálastofnun og verið á
yfirmannanámskeiði í Svíþjóð.
- í 14 manna Iiði okkar hér eru góðir menn, sterkur
liðsandi og áhugasamir slökkviliðismenn. Við þyrftum
helst að vera 16 til 18 í liðinu að mínu mati. Að ýmsu
Ieyti er tækjakostur góður. Við eigum æfingagám sem
við erum að búa út fyrir reykkafara og verður gámurinn
staðsettur við hliðina á slökkvistöðinni.
- Bílakostur liðsins er óviðunandi, Bedford 1962 og
Dodge Weabon 1954 árgerðin. Bílakostur stendur þó
mjög til bóta því samþykkt hefur verið að festa kaup á
notuðum bíl frá Þýskalandi eða Hollandi.
Björn H. Sigurbjörnsson slökkviliðsstjóri á Vopnafirði fyrirframan
bílakostinn í sumar.
TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF.
- Þegar mest á reynir!
SLÖKKVILIÐSMAÐURINN
21