Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Page 14

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Page 14
Brunamálaskólinn Reynt að styrkja starfið til framtíðar Sú skólanefnd sem skipuð var af stjórn Brunamálastofnunar í febrúar s.l. hefur nú komið saman fimm sinnum. Þar sem engin skólanefnd hafði starfað um nokkurt skeið var ákveðið að bæði aðal- og varamenn sæktu fundi hennar fram í maí. Nefndin hefur byggt starfið á því sem fyrri nefnd hafði þegar lagt drög að og einnig hafa námskeið fram til vors verið í samræmi við það sem skólastjóri Bruna- málaskólans hafði skipulagt. Starf nefndarinnar hefur því fyrst og fremst verið fólgið í því að styrkja skólastarfið til framtíðar og koma öllum samskiptamálum á hreint. Á sameiginlegum fundi nefndarinnar og brunamálastjóra 10. júní s.l. var farið yfir þau mál sem nefndin leggur áherslu á og var brunamálastjóri sammála þeim áherslum sem nefndin mun leggja fram til áramóta en það er: 1) Að skrifa námsvísa og útbúa kennsluefni. Birgir Finnsson ný- ráðinn varaslökkviliðsstjóri á Akureyri hefur verið fenginn til að sjá um gerð námsvísa og Jón Friðrik Jóhannsson varðstjóri í Slökkviliði Reykjavíkur, mun hafa yfirumsjón með gerð kennslu- efnis. Mun nefndin leita til slökkvi- liðsmanna og annarra sérfræðinga sem við á um sameiningu ein- stakra kafla. Þeir sem hafa áhuga á að koma að þeirri vinnu ættu endilega að hafa samband við skólastjóra, formann skólanefnd- arinnar eða Jón Friðrik. 2) Að koma gagnagrunni í lag um stöðu menntunnar slökkviliðs- manna hjá hinum ýmsu liðum. í því sambandi hefur slökkviliðs- stjórum verið sent dreifibréf með beiðni um upplýsingar. 3) Að fara ofan í þau námskeið sem nú eru í gangi og endurskipuleggja þau. Sérstaklega hefur verið rætt um að endurskipuleggja þurfi Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri f Reykjavík er formaður skólanefndar Brunamálaskólans. endurmenntunarnámskeið til réttinda fyrir eldri starfsmenn sem reglugerðin kveður á um. 4) Að skipuleggja og auglýsa ræki- lega námskeið næsta kennsluárs. í tengslum við það hefur nefndin auglýst sérstaklega eftir leið- beinendum til að kenna á nám- skeiðunum. Telur nefndin mikil- vægt að fá umsóknir utan af landi svo draga megi úr ferðakostnaði leiðbeinenda. Gerð hefur verið fjárhagsáætlun fyr- ir skólann sem nemur um 15 millj- ónum króna. Kemur í ljós við afgreiðslu fjárlaga í haust hvort hún verður samþykkt. Fjárveiting þessa árs var 8.3 milljónir. Markast starfið auðvitað af því fé sem til umráða verður. Ég hvet alla slökkviliðsmenn til að gefa skólastarfinu gaum, að sækja endurmenntunarnámskeiðin til rétt- inda og eins að sækja námskeið skól- ans. Starfsréttindi slökkviliðsmanna eru grundvöllur þess að byggja megi upp góð slökkvilið í landinu. F.h. skólanefndar Brunamálastofn- unar Hrólfur Jónsson, formaður. Kennsla og kynning á brunavörnum fer fram með margvíslegum hœtti um land allt. 14 SLOKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.