Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2007, Síða 6

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2007, Síða 6
6 LSS flytur og ræður nýjan framkvæmdastjóra Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fer í gegnum miklar skipulagsbreytingar á næstu vikum og mánuðum því fyrir dyrum standa flutningar og ráðning nýs framkvæmdastjóra. Þetta er gert samkvæmt samþykkt ársfundar sambandsins sem haldinn var í lok mars. Vernharð Guðnason, formaður LSS, segist vonast til að breytingarnar veiti sambandinu aukinn kraft og verði til þess að þjónusta við félagsmenn aukist. Gert er ráð fyrir að Vernharð fari í hlutastarf þegar nýr, löglærður framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn í fullt starf. - Við samþykktum á ársfundinum að flytja starfsemina úr Tjarnargötu í húsnæði Lögreglufélags Reykjavíkur að Brautarholti 30. Við leigjum þar gott húsnæði á 2. hæð. Þar eru þrjár skrif- stofur og fundaaðstaða og aðgengi allt mun betra en í Tjarnargöt- unni. A fyrstu hæð hússins er fundasalur fyrir 50-70 manns ásamt veitingaaðstöðu. Eftir flutningana getum við haft alla okkar starf- semi undir sama þaki því salurinn á fyrstu hæðinni rúmar vel full- trúaráðsfundi, ársfundi og landsþing okkar, segir Vernharð. Hann býst við að skrifstofa LSS verði opnuð á nýja staðnum mánudag- inn 2. júlí næstkomandi. Ársfundurinn samþykkti einnig að ráða lögfræðing í stöðu framkvæmdastjóra og segist Vernharð búast við að gengið verði frá ráðningu síðsumars. Formaðurinn fer þá að öllum líkindum í um 20 prósent starfshlutfall og sinnir þá í ríkari mæli starfi sínu sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá SHS. - Það má segja að með ráðningu framkvæmdastjóra færum við starfið yfir á annað stig því flest erindi sem okkur berast þurfa á einhvern hátt lögfræðilega meðferð. Hingað til höfum við leitað til lögfræðistofu úti í bæ með tilheyrandi kostnaði. Eg bind vonir við að þessar breytingar verði starfi okkar lyftistöng og komi félags- mönnum beint og óbeint til góða, segir Vernharð. 580 nemendur í Sjúkraflutningaskólanum í vetur Föstudaginn 1. júní 2007 fór útskrift nemenda Sjúkraflutn- ingaskólans fram við hátíðlega athöfn á FSA. Að þessu sinni útskrifuðust 41 sem lokið höfðu almennu námskeiði í sjúkra- flutningum. I ræðu skólastjóra, var meðal annars rakin starf- semi skólans á síðastliðnu skólaári og þar kom fram að 580 nemendur sóttu námskeið á vegum Sjúkraflutningaskólans veturinn 2006-2007. Námskeiðin voru haldin um allt land og fór staðsetningin eftir því hvar þörfin var fyrir námskeiðin. Skólaárið var viðburðaríkt að vanda og verkefnin mörg sem Sjúkraflutningaskólinn vann að. Eftir afhendingu sldrteina var öllum útskriharnemendum óskað velgengni í starfi og jafnframt voru þeir minntir á mikilvægi þess að stunda endur- og símenntun. Einnig þakkaði skólastjóri öllum leiðbeinendum og öðrum sem að starfinu hafa komið kærlega fyrir vel unnin störf. í lok athafnarinnar voru kynntar niðurstöður vefkönnunar sem fjallar um menntun og þjálfun sjúkraflutninga- manna. Einnig fluttu ávörp Sveinn Magnússon, fulltrúi stjórnar Sjúkraflutningaskólans, Stefnir Snorrason, fulltrúi leiðbeinanda, og Urður Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur og nýútskrifaður sjúkraflutningamaður frá Selfossi. SUT ehf / m:;ani iui öruggari framtíð umhverfistækni ehf - Fossnes A - 800 Selfoss - sími: 480 8050 - www.sut.is - sut@sut.is Villt þú skapa þínum slökkviliðs- mönnum öruggari og léttari vinnuaðstööu við slökkvistarf? ONE-SEVEN gerir það mögulegt. /Itingarkennd ONE-SEVEN sknin gerir kleyft að slökkva allar eröir bruna fljótt og örugglega, itns- og umhverfisskaöa. án one seven Við bjóðum mikiö úrval slökkvi og björgunarbúnaðs frá eftirtöldum fyrirtækjum: Gimaex, Marte, Riffaud, Gicar, Rechners, Litech, Weber Hydroulik, FTE, Liftservice, Vetter og Öko-Tech -------- Slökkvi

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.