Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2007, Blaðsíða 8
8
Brunamálaskólinn fékk
aðstöðu á Miðnesheiðinni
Jónína Bjartmarz, þáverandi umhverfisráðherra, tók nýverið
formlega í notkun nýtt húsnæði Brunamálaskólans á gamla varn-
arsvæðinu á Miðnesheiði. Skólinn hefur ekki áður haft fast aðset-
ur. Björn Karlsson brunamálastjóri segist binda vonir við að nýja
húsnæðið verði starfseminni lyftistöng enda skipti hún miklu um
hvernig staðið er að eldvörnum, björgun og slökkvistarfi um allt
land og þar með öryggi landsmanna. Góð aðstaða er til bóklegrar
og verklegrar kennslu fyrir nemendur skólans sem eru árlega á
bilinu 200-300 talsins.
Húsnæðið er 400 fermetrar að stærð. Þar eru kennslustofur
og starfsaðstaða íyrir skólastjóra og kennara, auk 100 fermetra
aðstöðu til verklegrar kennslu. Að sögn Elísabetar Pálmadótt-
ur skólastjóra er góð aðstaða á svæðinu til að kenna reykköfun,
björgun úr bílflökum, neyðarakstur og fleira sem slökkviliðsmenn
læra á námskeiðum skólans.
Brunamálaskólinn hefur verið starfræktur á vegum Bruna-
málastofnunar frá stofnun hans árið 1994. Hlutverk skólans er
að veita slökkviliðsmönnum og eldvarnaeftirlitsmönnum um allt
land þá menntun, starfsþjálfun og endurmenntun sem nauðsyn-
leg er vegna starfa þeirra.
jónína Bjartmarz ávarpaði gesti og tók húsnœði Brunamálaskólans formlega
í notkun.
kkar abyrgð
Brunamálastofnun og slökkviliðin í
landinu stuðla að öryggi almennings
með öflugum eldvörnum og viðbrögðum
við eldsvoðum ogannarri vá. Þar skipta
líf og heilsa fólks mestu.
Almenningur væntir þess að slökkviliðin uppfylli ávallt fyllstu
kröfur um hæfni, þjálfun og búnað. Það er okkar ábyrgð að
standa undir þessum væntingum. Menntun og þjálfun eru lykill
aðárangri íslökkvistörfum. Brunamálaskólinn annastgrunn-,
framhalds- og endurmenntun íslenskra slökkviliðsmanna.
Er kominn tími á að þú setjist á skólabekk?
Kynntu þér starf og námskeið Bruna-
málaskólans á www.brunamal.is
og leitaðu nánari upplýsinga hjá
skólastjóra (elisabet@brunamal.is).
Brunamálastofnun
Skúlagata 21
101 Reykjavík
Sími 591 6000
Fax 591 6001
brunamal@brunamal.is
www.brunamal.is