Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2007, Qupperneq 9
9
Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag íslands
Slökkviliðin fá fræðsluefni um
eldvarnir á erlendum tungumálum
Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Islands (EBI) hefur geflð út bæklinga
um grunnatriði eldvarna á sjö erlendum tungumálum, auk íslensku. EBI
býður slökkviliðum landsins bæklingana til notkunar án endurgjalds og eru
þeir þegar komnir í talsverða dreifmgu víða um land.
Efnið er ætlað innflytjendum og útlendingum sem búa og starfa hér
á landi um lengri og skemmri tíma. Bæklingarnir eru tveir og í þeim er
fjallað um reykskynjara, flótta úr brennandi íbúð, slökkvitæki og fleiri
grunnatriði eldvarna á heimilum.
Þá er fjallað um neyðarnúmerið, 112, og Hjálparsíma Rauða krossins en
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði áður gefið efnið út í samvinnu við 112
og Rauða kross Islands. Alþjóðahúsið þýddi efnið á ensku, pólsku, rússnesku,
litháísku, spænsku, tælensku og serbnesku.
EBI vill með útgáfu bæklinganna tryggja að stór slökkvilið sem smá geti
brugðist við breyttum aðstæðum og veitt nýjum íbúum sveitarfélaganna
upplýsingar sem stuðla að auknu öryggi þeirra.
Félagið er í sameign einstaklinga, fýrirtækja og sveitarfélaga. Einn helsti
tilgangur þess er að stuðla að eflingu brunavarna og slökkviliða og styðja
alhliða forvarnastarf í sveitarfélögum.
Fire Preparedness
Protecting lives, safeguarding health
Sistemas contra
incendios
Protegiendo la vida y la salud
miila\inuoF)SntJ
iwafmtjiJaa6irítiíia')‘B:5ema£cj‘iimw
Protivpozarne mere
Da bi se spasili zivoti i saéuvaio zdravlje
BRUNABÓT
Eldvarnir að vernda iif og heilsu
Instrukcje przeciwpozarowe majqce na celu ratowanie zycia i zdrowia ludzkiego
noxapHaa 6e3onacHOCTb : 3aUtMUtaeT >KM3Hb M 3fl0p0Bb6
Priesgaisriné apsauga gyvybei ir sveikatai uztikrinti
/ \ 1
'jebT 1 „1
1 r
BRUNABÓT
187 þúsund neyðarsímtöl til 112
Neyðarverðir 112 afgreiddu 186.929 neyðarsímtöl á árinu
2006 og fjölgaði neyðarsímtölum um fjögur prósent frá árinu á
undan. I meira en helmingi tilvika var leitað eftir aðstoð lögreglu
eða 109.331 sinnum (58%). Nær 29 þúsund erindi (15%) bár-
ust vegna sjúkraflutninga og fjölgaði þeim umtalsvert frá 2005.
Tæplega 18 þúsund erindi voru vegna slysa og aðstoðar lækna og
4.651 sinni var óskað eftir aðstoð slökkviliða. Heildarfjöldi inn-
hringinga í 112 á árinu var 263.430 og fjöldi SMS skeyta 261.
112 annast neyðarsímsvörun og boðun fyrir alla viðbragðs-
aðila vegna slysa, eldsvoða, afbrota, leitar, björgunar og nátt-
úruhamfara hvort sem er á landi, sjó eða í lofti. Auk þess annast
112 símsvörun fyrir barnaverndarnefndir landsins. Neyðarverð-
ir eru á vakt allan sólarhringinn, árið um kring.
Hlutverk neyðarvarða er að svara erindum á sem skemmstum
tíma, greina þau, boða viðeigandi viðbragðsaðila, veita hringj-
anda og viðbragðsaðilum þjónustu á meðan á útkalli og aðgerð-
um stendur og loks að gera skýrslu um atvikið.
Viðbragðsaðilar gera miklar kröfur til 112 og er stöðugt
unnið að því í samvinnu við þá að bæta þjónustuna og stytta
viðbragðstíma. Meðal svartími árið 2006 var 3,23 sekúndur og
styttist frá árinu á undan.
Neyðarsímtöl 2006
Tölur frá 2005 innan sviga.
Aðstoð lögreglu 109.331 (85.944)
Sjúkraflutningar 28.935 (22.910)
Annað 21.239 (54.710)
Slys 9.196 (4.165)
Aðstoð læknis 8.649 (2.992)
Aðstoð slökkviliðs 4.651 (4.536)
Aðstoð 2.165 (1.544)
Heimahlynning 1.139 (1.323)
Leit og björgun 1.081 (759)
Náttúra og veður 211 (91)
Barnaverndarmál 155 (561)
Flugslys 97 (49)
Mengun 57 (25)
Hafnavernd 21 (12)
Almenn neyðarþjónusta 2 (160)
Samtals 186.929 (179.781)
Slökkviliðsmaðurinn