Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2007, Page 21
21
„Það var síðan gífurlega merkur
áfangi þegar lögum um bruna-
varnir var breytt 1994 og fest í
lög að starf slökkviliðsmanns
væri löggilt starfsheiti og til þess
að gegna því þyrfti tilskylda
menntun. Það hafði verið eitt af
okkar stærstu baráttumálum.“
á þróunina í menntun stéttarinnar. Það var
síðan gífurlega merkur áfangi þegar lögum
um brunavarnir var breytt 1994 og fest í
lög að starf slökkviliðsmanns væri löggilt
starfsheiti og til þess að gegna því þyrfti
tilskylda menntun. Það hafði verið eitt af
okkar stærstu baráttumálum, segir Guð-
mundur.
Sameinast um meginmálin
Margra merkra áfanga er að minnast þegar
litið er yfir farinn veg síðustu 15 ára. Einn
mesti ávinningurinn að mati Guðmundar
er að tekist hefur að gera LSS að baráttu-
tæki á landsvísu fyrir bæði slökkviliðs- og
sjúkraflutningamenn.
— Það má þakka þeirri samstöðu og ein-
drægni sem stéttin hefur sýnt, baklandið
hefur alltaf verið sterkt. Ef litið er til félags-
mála slökkviliða í öðrum löndum er óhætt
að segja að við séum í fararbroddi hvað
varðar réttindabaráttu og faglega ábyrgð.
Það hefur einmitt ævinlega verið kjarninn í
okkar starfi, að fella saman réttindabaráttu
og faglegar áherslur, að leggja metnað í að
bæta og auka þjónustuna jafnhliða kjara-
baráttunni. Eg vona að LSS lánist að hafa
þetta leiðarljós með sér inn í framtíðina. I
mínum huga er alveg ljóst að LSS er fjör-
egg stéttarinnar og til að varðveita það og
þróa verða menn að mínu viti að gæta þess
að sameinast um meginmálefnin en víkja
dægurþrasi til hliðar þegar á reynir. Það
held ég að okkur hafi tekist giftusamlega
á þeirri göngu sem ég fékk að leiða fyrsta
áratuginn eftir stofnun sambandsins og ég
vona að svo verði áfram um ókomna tíð,
segir Guðmundur Vignir.
Lít stoltur um öxl
Það dylst engum að Guðmundur Vignir
ber hag slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
manna mjög fyrir brjósti þótt hann hafi
sjálfur horfið til annarra starfa og verið
áhorfandi að þróun mála um skeið. Hann
segist líta stoltur um öxl þar sem hann situr
og rifjar upp feril sinn í réttinda- og kjara-
baráttunni.
- Eg sé ekki eftir neinu, síður en svo. Það
hreyfðist ekkert framávið baráttulaust og
stundum tefldum við á tæpasta vað í kröfu-
gerð okkar og baráttu. Oft var erfitt að
glíma við harðsnúið lið stjórnmálamanna
og embættismanna sem höfðu annara hags-
muna að gæta en við. En ég er sannfærður
um að viðsemjendur okkar hafi borið virð-
ingu fyrir okkur og okkar málstað.
— Það viðhorf sem ég tel að hafi skipt
einna mestu máli fyrir okkur var að sam-
eina faglegan áhuga og baráttu fyrir aukn-
um réttindum og betri kjörum. Ég vona
að stéttinni auðnist að halda áfram á sömu
braut. Við eigum að gera kröfur til okkar
sjálfra og sýna ábyrgð og alúð gagnvart
þeim sem njóta þjónustu okkar.
- Það sem heillaði mig einna mest í
störfum mínum að félagsmálum var að
finna fyrir vaxandi þekkingu og reynslu og
fmna að mín var þörf í þessari baráttu. Eg
gaf af mér og uppskar í vaxandi viðurkenn-
ingu og virðingu fyrir stéttinni, auk bættra
kjara. Ég tel að LSS, þetta fjöregg stétt-
arinnar, hafi verið í góðum höndum frá því
„Það viðhorf sem ég tel að hafi
skipt einna mestu máli fyrir
okkur var að sameina faglegan
áhuga og baráttu fyrir auknum
réttindum og betri kjörum. Ég
vona að stéttinni auðnist að halda
áfram á sömu braut. Við eigum
að gera kröfur til okkar sjálfra
og sýna ábyrgð og alúð gagnvart
þeim sem njóta þjónustu okkar.“
ég lét af störfum og tel að svo verði áfram
á meðan menn gleyma ekki að aðeins með
því að vera í fararbroddi faglega njótum
við stuðnings almennings. Það getur ekki
annað en leitt til réttmætra kjara fyrir þessi
mikilvægu störf, eins og vera ber, segir
Guðmundur Vignir.
Átta nýir sjúkrabílar
frá Rauða krossinum
Rauði krossinn keypti átta nýja sjúkra-
bíla á árinu 2006. Þeir eru komnir í
notkun hjá sex slökkviliðum. Tveir hafa
verið afhentir Slökkviliði höfuðborg-
arsvæðisins, tveir fóru til Brunavarna
Suðurnesja, einn til Slökkviliðs Akra-
ness, einn á Selfoss, einn til Isafjarðar og
einn bíll fór til Brunavarna Skagafjarð-
ar. Bílarnir eru allir af gerðinni Benz
Sprinter. Gert er ráð fyrir að nýjum
sjúkrabílum fjölgi talsvert á þessu ári en
Rauði krossinn á nú 77 sjúkrabíla sem
eru í rekstri um allt land.
GLOFAXIHF
ARMULA 42, 108 REYKJAVIK
SÍMAR 553 4236 & 553 5336
FAX 588 8336
Eldvörn er nauðsyn
ELDVARNARHURÐIR
Slökkviliðsmaðurinn