Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2007, Blaðsíða 23
23
- I hönnun álversins er gert ráð fyrir
ákveðnum brunakröfum sem að hluta
til eru uppfylltar með sólarhringsvakt
slökkviliðs. A lóðinni er mikill fjöldi vinn-
andi fólks og því skiptir máli að menn
bregðist fljótt við þar. I álverum eru starf-
andi slökkvilið sem sinna fyrsta viðbragði.
Stærstur hluti þeirra bruna sem geta orðið
í álverum krefst sérbúnaðar og sérþjálfaðra
manna. Þarna er unnið með bráðið ál og
málm sem krefst sérstakra viðbragða þar
sem hitinn er mjög mikill. Á álverslóðinni
er líka notuð mikil raforka og umhverfið
sérstakt þannig að þjálfa þarf sérstaklega
menn til að bregðast við þeim hættum
sem eru þarna til staðar, segir Guðmundur
Helgi.
Fjarðaál leggur slökkviliðinu til fimmtíu
manna lið í varateymi.
- Það fólk vinnur í álverinu og verður
þar á vöktum, en við höfum alltaf aðgang
að mönnum á hverri vakt í útkall, hvort
sem þau eru innan eða utan álverssvæð-
is. Um leið og útkall er í öryggismiðstöð-
inni hjá okkur, koma inn í stöðina menn
frá álverinu. Það fer svo eftir útkallinu
hversu margir það eru og að auki eigum
við aðgang að varaliðinu sem ekki er á vakt,
bæði okkar mönnum í atvinnuliðinu og
hlutastarfandi mönnum sem eru í álverslið-
inu. Þar að auki er svo stutt í hlutastarfandi
liðið á Fáskrúðsfirði en heldur lengra í liðin
á Norðfirði og Stöðvarfirði.
Ný slökkvistöð
Heimahöfn slökkviliðsins verður í örygg-
ismiðstöðinni á Hrauni, sem er rétt innan
við álverslóðina í Reyðarfirði. Hún er í
byggingu, en gert er ráð fyrir að hún verði
fokheld í júní og tekin formlega í notkun
í september. I henni verður ýmis aðstaða;
svefnherbergi, stofa, fundarsalur, íþróttasal-
ur og gufubað.
- Slökkviliðsmennirnir eru á tólf tíma
vöktum og alltaf tveir á hverri vakt. Við
bætist einn aukamaður á dagvakt, yfir-
mennirnir þrír eru á vakt yfir daginn svo
það eru alltaf sex á vakt á daginn. Á nótt-
unni eru tveir á vaktinni, segir Guðmund-
ur Helgi.
I öryggismiðstöðinni er einnig bíla-
geymsla fyrir tíu bifreiðar. I stöðina verð-
ur fluttur allur búnaður sem í dag er í
stöðvunum á Reyðarfirði og Eskifirði, auk
körfubíls sem keyptur var í fyrra og er núna
geymdur á Fáskrúðsfirði. Þarna verða því
þrír dælubílar, tækjabíll, tankbíll, stigabíll
og tveir sjúkrabílar sem Rauði krossinn á.
Margar umsóknir
Auglýst var eftir slökkviliðsmönnum í mars
og bárust alls 22 umsóknir um níu stöður.
- I liðinu eru slökkviliðsstjóri, aðstoðar-
slökkviliðsstjóri, forstöðumaður eldvarna-
eftirlits og síðan eru níu slöklcviliðsmenn
sem ganga vaktirnar. Umsóknirnar komu
af öllu landinu og var mikið verk að velja
úr þeim. Til að fá fastráðningu í atvinnu-
slökkvilið þarf umsækjandi að uppfylla skil-
yrði laga um iðnmenntun eða sambærilega
menntun. Hægt er að fá undanþágu tíma-
bundið til að afla þeirrar menntunar sem
upp á vantar. Þeir umsækjendur sem höfðu
hlotið löggildingu sem slökkviliðsmenn
voru ráðnir og einnig þeir sem uppfylltu
skilyrði um tilskylda menntun. Sex þeirra
sem ráðnir hafa verið eru með löggildingu
sem slökkviliðsmenn og sex eru með lög-
gildingu sem sjúkraflutningamenn.
- Við erum að hefja þjálfun liðsins.
Sjúkraflutningaskólinn er að koma með
grunnnámskeið fyrir þá starfsmenn sem
það eiga eftir og jafnframt munu sækja það
þeir aðilar sem í dag sjá um sjúkraflutn-
inga í Fjarðabyggð og verða væntanlega
okkar starfsmenn eftir 1. júlí. Þá erurn
við að hefja grunnþjálfun fyrir slökkvi-
liðsmenn en henni þurfa þeir að ljúka til
að fá inngöngu í atvinnumannanámið hjá
Brunamálastofnun. Þessari grunnþjálfun
verður lokið í ágúst en auk atvinnuliðsins
munu sækja það nám hlutastarfandi menn
frá Alcoa Fjarðaáli. Auk þess fá slökkvi-
liðsmenn þjálfun frá Alcoa Fjarðaáli til að
bregðast við brunum og öðrum hættum
innan álverslóðarinnar. Það er því mjög stíf
menntunartörn framundan hjá þeim sem
ráðnir hafa verið í slökkviliðið, segir Guð-
mundur Helgi.
Bakland í hlutastarfandi liðunum
Við stofnun nýja liðsins verða hlutastarfandi
slökkviliðin á Eskifirði og Reyðarfirði lögð
niður í núverandi mynd. Hlutastarfandi
slökkviliðsmenn á Norðfirði, Fáskrúðsfirði
og Stöðvarfirði heyra svo undir slökkvilið-
ið en starfa áfram með sama hætti og í dag.
Liðin mynda þó öll eina heild ásamt hluta-
starfandi liði álversins.
- Liðin á Eskifirði og Reyðarfirði hafa
unnið saman undanfarin ár. Á Fáskrúðs-
firði, Stöðvarfirði og Norðfirði verða áfram
hlutastarfandi lið. I þessum liðum eru alls
45 hlutastarfandi slökkviliðsmenn og í
álversliðinu verða þeir fimmtíu. Með þeim
tólf sem verða í atvinnuliðinu eigum við
því 107 trygga menn. Við bætast sjúkra-
flutningamenn, fjórir í Neskaupstað og
fjórir á Fáskrúðsfirði, svo alls verðum við
með 115 manna lið.
- I Oryggismiðstöðinni eru átta stöðu-
Fjarðadl leggur slökkviliðinu tilfimmtíu manna lið í varateymi.
Slökkviliðsmaðurinn