Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1988, Side 9

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1988, Side 9
I brennidepli tók virkan þátt í ævintýrinu með fjár- magnsútvegun o.fl. Þeir Guðmundur og Ingvar féllu frá langt um aldur fram. Störf Öryrkjabandalags íslands hafa frá upphafi verið fyrirgreiðsla fyrir alla öryrkja sem leitað hafa til þess eftir því sem unnt hefur verið. Fyrstu árin var atvinnuútvegun fyrir öryrkja á vegum bandalagsins og vann Guðmundur Löve þar merkt brautryðjendastarf. Þessi starfsemi færðist síðan til Endurhæfingar- ráðs og þaðan til Reykjavíkurborgar. Þá var mikil vinna hjá bandalaginu í sam- bandi við úthlutun bifreiða til öryrkja. Öryrkjabandalagið vann það starf fyrir fjármálaráðuneytið um áratugaskeið eða núna til haustsins 1987, þegar sú starf- semi fluttist til Tryggingarstofnunar ríkisins. Öryrkjabandalagið hafði frá upphafi engan tekjustofn. En nú horfum við fram á bjartari tíma með tilkomu Islenskrar Getspár. Við hana eru miklar vonir bundnar. Starfsemi bandalagsins breytist hægt og hægt í þá átt að verða sá máttar- stólpi, sem aðildarfélögin geta treyst á enn meira en áður var. Það eru svo margir möguleikar sem hægt er að nýta, þegar peningar eru fyrir hendi — margir draumar sem hægt er að láta rætast. Einn af þeim draumum er þetta frétta- bréf sem nú er að koma út í fyrsta skipti. Um það hefur oft verið rætt og nú von- umst við til að hægt verði að halda því gangandi a.m.k. nokkrum sinnum á ári. — Þá viljum við gjarnan sjá hag félags- málanna meiri m.a. með því að halda félagsmálanámskeið. Við þurfum að styðja við bakið á og virkja unga fólkið, því þeirra er framtíðin. Ekki er hægt að neita því að sá draumur er ríkur í okkur, að sá dagur komi að nóg húsnæði verði á boðstólum fyrir öryrkja, að fólk þurfi ekki að bíða árum saman eftir úrlausn í þeim málum en sjálfsagt á sá draumur langt í land með að rætast en ekki má gefa upp vonina þó manni finnist oft að skammt miði. Samstarf Öryrkjabandalags íslands og Þroskahjálpar er nú á góðri þroskabraut. Þessi tvö stóru samtök hyggjast nú leggja sameiginlega hönd á plóg til að plægja þann akur, sem er að vísu ekki óplægður, en til þess að tún og akrar skili þeirri uppskeru sem verði landi og lýð til góðs má aldrei láta neitt tækifæri ónotað og ekki láta hina gullnu uppskeru renna úr greipum sér. Með ánægju minnumst við þeirrar samstöðu og samkenndar sem greip okkur öll á skammdegisvöku og kosningavöku. Hag og kjörum fatlaðra í framtíðinni er sjálfsagt best borgið með því að styðja þá sjálfa sem best í barátt- unni fyrir bættara mannlífi þeim til handa. Að sýna samstöðu hér eftir sem hingað til og gleyma ekki að það er ekki alltaf fjármagnið sem skilar mestu af félags- legum arði — þó fjármagn sé nauðsynlegt — heldur hitt að muna eftír manneskjunni sjálfri. Mörg eru þau mál sem koma til kasta stjórnar Ö.B.Í. að hafa af nokkur af- skipti, svo og hefur stjórnin frumkvæði að mörgu, sem efst er á baugi hverju sinni. Stiklað er á því stærsta svo og sagt í stuttu máli frá tíðindum daganna. Mörgum leikur eflaust forvitni á því að heyra hversu fram horfir hjá ræðarahóp Ö.B.Í. og Þroskahjálpar. Eins og fólk veit var þessum hóp komið á í framhaldi af landsþingum samtakanna í haust og sameiginlegri félagslegri framkvæmdaá- ætlun þeirra. Starfið hófst á nýju ári og í fáum orðum sagt hefur frábærlega rösklega verið róið af þeim Hrafni Sæmundssyni, Halldóru Sigurgeirsdóttur, Kristínu Jóns- dóttur, Magnúsi Þorgrímssyni og Sigrúnu Báru Friðfinnsdóttur. Ferskar hugmyndir og viss útfærsla á virku, lifandi starfi eru þar efst á baugi og munu kynntar síðar. Þessar hugmyndir eru nú í stöðugri vinnslu. Hér eru á ferð athyglisverðar tillögur og hið merkasta plagg nú þegar og hafa formenn og framkvæmdastjórar beggja bandalag- anna farið yfir tillögurnar og lýst yfir mikilli ánægju með gott og árangursríkt starf, sem þó er aðeins upphafsskref. Næst er svo að ráða stýrimann svokall- aðan og hefur það verið auglýst sem starf frá 1. mars. Ánægjulegasta staðreyndin er svo sú hversu hugmyndirnar fara saman hjá fulltrúum beggja samtaka og lofar það góðu um hið æskilega áframhald. Ö.B.Í. hefur ritað borgarráði bréf til umhugsunar þeim vísu mönnum, er þar ráða ríkjum. Þar fagnar stjórnin úrbótum þeim, er felast í auknum hitalögnum í gangstéttir borgarinnar. Jafnframt er bent á, hversu mikið er ógert, margra ára verk, er seint nái yfir öll svæði, er gangandi vegfarendur nota. Áskorun er um það, að borgaryfirvöld sjái til þess að gangstéttahreinsun sé ekki lakari en á akbrautum. Bent er á hinn mikla fjölda aldraðra og öryrkja, sem háður er almenningssamgöngum. Réttur þessa fólks er skýlaus. Sömuleiðis er þess farið á leit við borgaryfirvöld, að endur- skoðuð sé lögreglusamþykkt Reykjavík- ur og komið á nútímalegum vinnu- brögðum við snjóhreinsun. Bent er á erfiðleika hjólastólafólks sérstaklega. Svar er enn ekki komið. Mikið hefur verið spurt á skrifstofu Ö.B.Í um niðurfellingu þungaskatts af bifreiðum öryrkja þ.e. annars vegar þeirra sem komnir eru yfir 67 ára aldur, svo og öryrkja sem annað hvort eru á stofnunum eða fá ekki beinan örorkulíf- eyri eða örorkustyrk. Um fyrri hópinn, ellilífeyrisþega, er sá úrskurður kominn, að allir þeir, er njóta bensínpeninga fá niðurfellingu. Stjórn Ö.B.Í hefur ritað ráðuneytinu bréf út af hinum hópnum, vinsamlega hefur verið í leiðréttingu tekið og vænta menn jákvæðs úrskurðar sem allra fyrst. Stjórn Ö.B.Í hefur ótrauð haldið áfram baráttu sinni fyrir því að rétta hlut heyrnarskertra hjá ríkissjónvarpinu okk- ar. Fundað var með útvarpsstjóra fyrir jól og þung áhersla á það lögð, að fréttir yrðu fyrir heyrnarlausa á þeim tíma er hagstæður væri fyrir þá, svo þeir mættu þeirra njóta sem best, þ.e. í beinu sam- hengi við aðalfréttatíma sjónvarps klukk- an tuttugu. Sömuleiðis var ýtt á það rösklega, að fleira yrði gert af sjónvarps- ins hálfu, svo að þessi mikilvægi miðill gæti orðið þessum hóp meiri gleði- og fróðleiksgjafi. Hér væri í raun um einföld mannréttindi að ræða. Nýjustu fréttir eru þær að í útvarpsráði hafi málið verið tekið upp og það sam- þykkt að frá og með sumardagskrá næst skuli táknmálsfréttir vera á sínum rétta stað rétt fyrir átta á kvöldin. Er þessu virkilega vel fagnað. Stjórn Ö.B.Í svo og einstök aðildarfélög hafa látið til sín taka söluskatts- og tolla- mál varðandi hin fjölmörgu hjálpartæki fyrir fatlaða, en þar varð á verulegt rask við hina miklu uppstokkun á löggjöf um hvoru tveggja. Þar þarf sannarlega að taka af öll tví- mæli, að í engu sé unað við lakari hlut en áður gilti um þessi mikilvægu og nauðsyn- legu tæki. Verið er að garfa í þessum málum nú og fyrir liggur viljayfirlýsing formanns fjár- veitinganefndar svo og í raun ráðuneytis um að setið skuli við sama borð áfram þetta varðandi. Eftir því mun verða gengið, að allur vafi verði úr sögunni í þessu efni. Stjórn Ö.B.Í hefur fengið þrjár reglugerð- ir til umsagnar frá félagsmálaráðuneytinu. Fer talsverð vinna í að fara yfir og samræma sjónarmið manna, enda um við- kvæma og vandasama meðferð að ræða. Sérstök vinna hefur verið í gangi við umfjöllun um reglugerð um sambýli, en hinar reglugerðirnar eða réttara sagt reglugerðardrögin eru um leikfangasöfn og verndaða vinnustaði og þarf sér í lagi að huga vel að þeim síðartöldu. 9

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.