Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Side 3

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Side 3
Arnþór Helgason: Að loknum aðalfundi Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands og aðdragandi hans mörkuðu að nokkru þáttaskil í starfsemi bandalagsins. Hinn 13. október fjölmenntu fatlaðir, stuðn- ingsmenn þeirra og aðstandendur á Austurvöll og héldu útifund þar sem bornar voru fram afdráttarlausar kröf- ur um úrbætur í húsnæðismálum fjölfatlaðs fólks og um kvöldið hófst síðan sameiginlegur fundur Öryrkja- bandalags Islands og Landssamtak- anna Þroskahjálpar. í ávörpum formanna beggja samtakanna var gert upp það samstarf sem nú hefur staðið um tveggja ára skeið og framkvæmd hinnar “félags- legu framkvæmdaáætlunar” sem sam- þykkt var á landsfundum beggja sam- takanna fyrir tveimur árum. Þá kom fram að stjórn Öryrkjabandalags Islands samþykkti á fundi sínum 3. október síðastliðinn að bjóða Þroska- hjálp aðild að bandalaginu með þeim réttindum sem því fylgja. Forystu- menn Þroskahjálpar gátu ekki fallist á þetta tilboð og urðu því formenn og varaformenn samtakanna sammála um að leggja fyrir aðalfundi þeirra tillögur um áframhaldandi samstarf. I þeim er gert ráð fyrir að samtökin skipti með sér kostnaði af sameigin- legum verkefnum, samvinnunefnd verði skipuð til tveggja ára, stofnaður verði starfshópur til að leita sam- eiginlegs lagagrundvallar fyrir hugs- anlegum samruna samtakanna og stofnaður verði náms- og ferðasjóður sem samtökin fjármagni. Tillögum þessum vísaði aðalfundur Öryrkja- bandalags Islands til aðildarfélaga þess. Sameiginlegur fundur sam- takanna beindi til aðalfunda þeirra tillögum í húsnæðismálum sem eru mjög stefnumótandi fyrir uppbygg- ingu sambýla og íbúðarhúsnæðis fyrir fatlaða á Islandi. Þar er gert ráð fyrir ákveðnu lágmarksrými fyrir hvem einstakling. Er það í fyrsta sinn sem Öryrkjabandalag Islands markar slíka heildarstefnu í húsnæðismálum fatlaðra. Þá voru samþykkt ný lög fyrir Öryrkjabandalag íslands og eru þau nýmæli helst að nú eru í lögunum sérstök ákvæði um framkvæmdaráð sem undirbýr mál fyrir stjómarfundi. Þótt valdsvið ráðsins sé nokkuð þröngt má gera ráð fyrir að það taki ríkan þátt í að móta stefnu bandalagsins og stuðli að betri undirbúningi málafyrir stjóm- arfundi. Þannig ætti að skapast mark- vissari umræða um þau mál sem stjóm fær til umfjöllunar hverju sinni. Þá voru þrengd skilyrði fyrir inngöngu félaga í Öryrkjabandalag Is- lands og þurfa viðkomandi samtök að vera landssamtök til þess að hljóta aðild að bandalaginu. Með þessum nýju lögum er lokið fyrsta áfanga end- urskoðunar laga bandalagsins. A næsta ári verður að kanna til þrautar á hvern hátt bandalagið getur orðið að virkum landssamtökum með því að auka áhrif landsbyggðarinnar á stjóm þess. Ymsar leiðir hafa verið ræddar í því sambandi, þar á meðal stofnun landshlutasamtaka um málefni fatl- aðra sem gætu átt beina eða óbeina aðild að Öryrkjabandalaginu. Nauð- synlegt er að skapa slík landshluta- samtök til þess að fatlaðir einstakl- ingar sem búa utan Reykjavfkur- svæðisins geti átt einhvern umræðu- vettvang fyrir málefni sín og hafi þannig meiri áhrif á stefnumótun í málefnum fatlaðra í hverju héraði. Þá er brýnt fyrir Öryrkjabandalag Islands að kanna á hvem hátt komið verði til móts við hagsmuni ýmissa smáhópa fatlaðra sem ekki geta myndað sérstök samtök vegna smæðar sinnar. Félagsmálráðherra hefur að undanfömu farið fram á að Öryrkja- bandalagið og Þroskahjálp skipi full- trúa í nokkrar nefndir sem fjalla um mál tengd fötluðum. Má nefna starfs- hóp um rekstrarkostnað stofnana, nefnd um atvinnumál fatlaðra og þriðju nefndinni er ætlað að endur- skoðað lög um málefni fatlaðra. Því má vænta nokkurra sviptinga um mál- efni fatlaðra á næsta ári og er brýnt að Öryrkjabandalagið sofni ekki á verð- inum heldur gæti hagsmuna fatlaðra í hvívetna. Með aðild bandalagsins að áður töldum nefndum opnast leið til þess að fjalla á ítarlegan hátt um tillög- ur nefndanna þegar á frumstigi þeirra. Ætti þetta að tryggja markvissari stefnumótun og hagsmunagæslu sam- takanna.__________________________ Sjá næstu síðu FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 3

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.