Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Page 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Page 6
Flett í gegnum fj árlagafrum v arp Fáum mun frumvarp til fjárlaga nú vera fagnaðarefni, enda ekki til þess nein efni. Fullljóst er hverjum sem vita vill, að ekki árar sem skyldi í íslenzkum þjóðarbúskap og því er von, að víða sjáist þess merki, ekki sízt í fjárlagagerð íslenzka ríkis- ins. Við þær aðstæður er vitaskuld enn meiri og ríkari þörf á að velja og hafna, velja hin óhjákvæmilegu verkefni, láta hitt bíða, sem að skaðlausu má bíða betri tíðar. Þar verður líka að taka mið af því hversu verðug verkefnin eru, hversu verðugt það fólk er sem þeirra á að njóta, hversu ástatt er fyrir þeim sem þurfa að vera í forgangi, hversu mann- gildi í merkingu sannri er í raun virt. Auðvitað lítum við hér fyrst og síðast á það fólk, sem stendur okkur næst í hug og hjarta, það gera raunar allir. Við þykjumst hins vegar ekki gera kröfur út í bláinn eða fyrir aðra en þá sem fulla þörf hafa fyrir það, að samfélagið komi til móts við þá. I því ljósi skoðum við fjár- lagafrumvarpið og reynum að vega og meta sem réttilegast hversu með ein- staka málaflokka er farið. Það er okkur augljóst, að nú er það viðbótarrekstur og fé til þess sem fyrst og síðast stendur á, þó ekki sé um neina rausn að ræða varðandi Framkvæmda- sjóð fatlaðra. Það sézt t.d. nú við yfir- lestur að ekki er á næsta ári veitt fjár- magn til rekstrar nema tveggja af þeim þremur sambýlum, sem þó tókst að veita fé til kaupa á, á þessu ári - 1989. Við segjum enn og aftur: Þessi málaflokkur er svo ungur sem slíkur, þróunin enn komin svo skammt á veg að hún blátt áfram verður að halda áfram. Stöðnun er alger dauðadómur; ef hægt verður svona harkalega á, er það hræðilega hættulegt, svo erfitt sem það verður að vinna upp það sem tapast og glatast máske gersamlega. Megum við enn árétta þá einföldu staðreynd, að þetta er þjóðfélagsleg nauðsyn, hagkvæmni fyrir heildina til framtíðar litið, að fara sem hraðast og bezt í uppbyggingu, ljúka henni svo, að aðeins verði um eðlilega endur- nýjun að ræða í áframhaldinu. Það er hart í ári, en okkur vantar þetta of sárlega til að unnt sé að ganga framhjá því í öllu baslinu. Afleiðingin verður bara enn alvarlegra basl síðar meir og basl er alltof vægt orð - neyðin er hvarvetna á næstu grösum og svo aum erum við ekki sem þjóð, þó yfir- fljótandi góðærið sé gengið hjá í bili, að við getum ekki vikið neyðinni frá náunganum - eða hvað? Því hvar erum við þá stödd á velferðarveginum. Nú er það svo, að þrátt fyrir sömu krónutölu til Framkvæmdasjóðs fatl- aðra og í fyrra, 201 milljón, sem var þá rúmlega 20%af heildinni, þá er prósentuhækkun málaflokksins í heild um 22% milli ára, en er almennt 18% yfir frumvarpið í heild sinni. Við höfum því örlítið forskot á ýmsa aðra, en ekki er það svo sem til að gera veður út af. En um algera stöðnun í rekstri er ekki unnt að tala, þó undurhægt sé nú gengið um gættir. Alvarlegasta staðreynd fjár- lagafrumvarps nú er sú að ekki er veitt rekstrarfé á næsta ári til þeirra þó fáu sambýla nýrra, sem Framkvæmda- sjóður fatlaðra veitti á þessu ári fé til kaupa á. Sambýlin voru nú ekki nema þrjú, en aðeins tvö fá rekstrarfjárveit- ingu og hvernig sem maður vill vera sanngjarn og taka tillit til erfiðra að- stæðna þá verður að segja hreint út: Þetta er ófyrirgefanlegt. Þetta verður að leiðrétta við fjárlagagerðina endan- 6 FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.