Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Síða 12

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Síða 12
Frá þingvettvangi samtakanna Frá útifundinum á Austurvelli. Sameiginlegt þing Þroskahjálpar og Öryrkjabandalagsins var sett föstudaginn 13. október kl. 20.30 í Borgartúni 6 Reykjavík. Magnús Kristinsson formaður Styrktarfélags vangefinna setti og stjómaði setningarathöfn. Sigrún Gestsdóttir söng í upphafi og í lokin nokkur lög eftir Sigursvein D. Kristinsson við undirleik Amar Magnússonar. Höfundur var sjálfur viðstaddur og hafði heldur ekki látið sig muna um það að koma í gönguna fyrr um daginn. Svavar Gestsson menntamálaráð- herra flutti ávarp og setti þingið form- lega. „I ærandi þjóðfélagsins erþörf að hnippa í okkur, svo við munum betur skyldur okkar“ var inntak upphafsorða hans en að öðru leyti fjallaði hann urn hin nýju lög framhaldsskólans, þar sem allir skyldu jafnir. Svavar greindi frá betri samtengingu við atvinnulífið og vinnustaðina samhliða skólanám- inu, sem nú væri verið að hrinda í framkvæmd. Þá rakti hann ýmis þau atriði sem unnið er að einmitt til að greiða fyrir framhaldsnámi fatlaðra sem bezt. Er augljóst, að þar er í mörgu vel að verki staðið og verulega hugað að jafnréttisþátttöku fatlaðra í fram- haldsskólanáminu s.s. raunar sjálfsagt er. Þá fluttu formenn beggja samtak- anna ávörp og varð báðum tíðrætt um samstarf samtakanna á tveimur um- liðnum árum svo og ekki síður hversu áfram mætti halda. Báðir voru þess reiðubúnir og töldu ávinning beggja ótvíræðan af samstarfinu, sem gerði þau styrkari sameiningaraðila út á við og treysti innviði beggja, ef af heil- indum væri gengið til leiks. Arnþór Helgason gekk mun lengra og kvað tilboð Öryrkjabandalagsins vera um fulla aðild Þroskahjálpar að bandalaginu með fullum réttindum í einu og öllu. Bæði ræddu þau sam- skipti við stjómvöld og Alþingi og kváðu aldrei meiri nauðsyn en nú að raða verkefnum í forgang eftir hvoru tveggja í senn: virðingu hvers málefnis og samfélagsins um leið og eins út frá þeirri víðfrægu velferðarstefnu, sem ævinlega væri á orði höfð og óneitan- lega væri grunneinkenni okkar samfélags. Ljóst var af máli beggja, að eitt brýnasta verkefnið er einmitt að treysta atfylgi ráðamanna við sjálf- sagðar kröfur fatlaðra. Nokkrir þingmenn vom viðstadd- ir svo og ráðherrar mennta- og félags- mála og var eyrum þeirra alla vega náð. Þessari setningarathöfn lauk svo með kaffidrykkju á ellefta tímanum. Daginn eftir hófst þingið svo að nýju með erindaflutningi og verður tæpt á nokkrum atriðum þeirra, en önnur birt hér í heild og fer það bæði eftir þýðingu þeirra og lengd einnig, hversu með er farið. Það var Hafliði Hjartarson, sem setti fundinn og greindi frá því að þau Hildigunnur Högnadóttir myndu stýra fundum dagsins. Ritarar voru þau Kristín Jónsdóttir og Kristján Sigurmundsson. Fyrst fluttu þeir Jóhann Guð- mundsson læknir og Sverrir Berg- mann læknir erindi um efnið: Réttar- öryggi og réttindagæzla. Jóhann lagði út af jafnréttishug- takinu. Lagagrunnur tryggður, en alltaf fyrirvari á efndunt. Rakti uppbyggingu kerfisins allt upp til æðsta valds félagsmálaráðuneytis. Meginatriðið það, að réttaröryggi fatlaðra - einkum þroskaheftra - væri ekki nógu tryggt og réttindagæzla með miklar brotalamir. Jóhann Pétur Sveinsson hefði verið í því verki að safna upplýsingum frá öðrum löndum. Greindi svo frá þingi NFPU um þessi málefni. Þar var í mikinn vizkubrunn að sækja og skýrsla þaðan af þinginu, var uppi- staða ræðu hans, en sú skýrsla lá ljósrituð fyrir fundinum síðar. Réttar- öryggi er fyrst og síðast siðferðilegt, en einnig lögfræðilegt. Var erindi Jóhanns og tilvitnanir hans í merkar framsögur á NFPU þingi, afar ágætt innlegg til fundarins. M.a. var fróðlegt að heyra frá dómstólaleiðinni, sem farin er í auknum mæli í Svíþjóð, til þess einfaldlega að fatlaðir nái rétti sínum. Eitt er að finna réttindunum orð, annað að finna þeim réttan farveg í framkvæmd. Velti að lokum upp spurningunni um sérlög eða ekki. Fella sem mest inn í almenn lög, en viðbót- arlög þó var niðurstaðan. Sverrir Bergmann ræddi um frum- rétt okkar til lífsins, hversu heilbrigð- isþjónustan hefði reynzt fötluðum og ætti að reynast. Grunngildi allrar sið- fræði er lífsrétturinn. Rakti hann sögu heilbrigðisréttinda, s.s. heilsugæzlu og trygginga - erlendis sem hérlendis, allt yfir til stofnskráratriða Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar. Réttindi fatlaðra fyrst og síðast tengd félagslega þættinum, en mjög nátengd heilbrigðiskerfi okk- ar. Almenn heilsugæzla og fyrirbyggj- andi aðgerðirvarðamiklufyrirfatlaða, en ekki skyldi vanmeta lækningameð- ferðina sjálfa. Fatlaðir njóta hins sama og aðrir innan heilbrigðiskerfisins, eiga að vera þar á sama báti og aðrir varðandi allt. Samtök fatlaðra hafa lagt 12 FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.