Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Page 13

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Page 13
sitt lóð til heilbrigðisþjónustu og betri framkvæmdar hennar, en menntun, tækni og almenn framfaraþróun þarf að haldast í hendur við framtak áhuga- fólks. Þá var erindi Páls Skúlasonar: Siðfræði. Varpaði fram meginspum- ingu: Hefur hver manneskja skilyrðis- lausan rétt til lífsins? A hverju byggist þá sá réttur? Kom með líkingamál af markaðnum og úr heilbrigðisþjónust- unni til að fá marktækan mælikvarða. Fyrri spurningunni svaraði Páll fortakslaust játandi - sjálfsagt mál, en margir em fyrirvaramir, sem við setj- um í veruleikanum. Er rétturinn skil- yrðislaus eða er hann skilorðsbundinn. Fólk kann í dag ekki að meta og virða þennan fortakslausa rétt - jafnvel svo að unnt er að skammta hann einum en neita öðrum um hann. Fór svo yfir hinar ýmsu kenningar sem koma hér inn á: Náttúrukenn- inguna án allra undantekninga, sátt- málakenninguna - gagnkvæmur ávinningur allra, meta og virða rétt, nytjakenninguna, sem gengur þvert á hinar, sem vekur upp spumingar um lífsréttinn - almennt, en ekki fortaks- laust. Páll vísaði þeirri kenningu frá, en kvað hana í raun vera mest í umræðu nú og hún hefði stuðning víða. Ræddi svo verulega um hina erfiðu spurningu um fóstureyðingu. Fóstrið með sama rétt og aðrir og án tillits til ástands. Niðurstaða: Fóstureyðingar eru óréttmætar skv. náttúrukenningunni nema í neyðartilvikum. A móti kemur sjálfsákvörðunarréttur konunnar. Lotning fyrir lífinu í heild skiptir mestu á þroskabraut manneskjunnar til siðferðis. Þá flutti Gísli Helgason deildar- stjóri erindið: Ahrif og réttur sjálfs- ákvörðunar. Það erindi er birt hér annars staðar í blaðinu í heild. Einnig hljóp Sigrún Bára Frið- finnsdóttir í skarðið fyrir Gísla Theodórsson um sama efni. Sigrún Bára ræddi drottnunargimi og sjálfs- elsku mannsins og skipunarþörfina m.a. og sér í lagi gagnvart þeim minni máttar. Tilhneigingin að segja fyrir um framtíð fólks og alla lífsskipan hans, alveg sér í lagi gagnvart geðsjúkum, jafnvel geyma þá á sérbás, helzt utan alfaraleiðar. Sjálfsákvörðunarrétt hins geð- sjúka verður að virða, en til þess þarf virkilega ný og fjölþættari úrræði. Þá kom Dóra S. Bjamason lektor í ræðustól og ræddi fyrst og fremst um reynslu foreldris fatlaðra bama - lífs- mynstur og mótun þess. Gekk út frá eigin reynslu og vitnaði til sonar síns - í innihaldsríkt líf, með gleði og ást - en annmarkar fötlunar og annars vega þungt einnig. Rakti draum mann- eskjunnar í gegnum aldimar, sem falist hefur í kolbítum sagnanna sem fóru út í heim og öll þau ævintýri enduðu vel eins og draumar eiga að gera. Dóra hvarf svo á vit eigin reynsluheims og annarra af að eignast fatlað bam og heillaði alla með næmi og hlýleik og ærinni kunnáttu og þekkingu. Gagn- kvæmur stuðningur foreldra hvert við annað, öllu mikilvægara. Skýrði svo meginmál sitt með glærum - spurn- ingum og svörum um meginatriði. Kom þar inn á lífsgönguna hjá fötluðum einstaklingi, samskipti við aðra, fagfólk, embættismenn, kerfið sjálft. Foreldrar fatlaðra bama gera hvoru tveggja: Gera sem minnst úr fötluninni svo viðkomandi verði sem hlutgengastur í samfélaginu og einnig ýkja þarfir þeirra til að fá sem bezta og öruggasta þjónustu. Stuðningskerfi samfélagsins þarf að vera hvoru tveggja, hjálpandi og hvetjandi, að gefa fjölskyldu hins fatlaða og hinum fatlaða sjálfum, hlutdeild í þeim lífs- gæðum, sem gildi hafa. Blöndun, þ.e. að lifa með fjöl- skyldu sinni eða fósturfjölsky ldu, er sú hugmyndafræði sem Dóra byggir allt á. Stuðningur við fjölskyldumar þarf að vera aðgengilegur, fjölþættur og sveigjanlegur. Höfuðáherzlan skal lögð á hugmyndafræði fjölskyldu- lausnarinnar. Að loknu matarhléi hófst erindi Eggerts Jóhannessonar framkvæmda- stjóra. Að miklu leyti fór Eggert inn á svipað svið og á Selfossfundinum í vor og áður hefur verið greint frá. Kynnti sérstaklega tillögur í mótun Svæðis- stjómar Suðurlands gagnvart sérþörf- um einstaklingsins í íbúðamálum. Rakti reynslusögu þeirra frá upphafi og byggingar þeirra nýjar á Selfossi og Vestmannaeyjum. Þær íbúðir eiga að vera fyrirmynd framtíðar. Lauk hann ræðu sinni á því að leggja til að hús- næðismál fatlaðra ættu að fara inn í hinn félagslega hluta húsnæðiskerfis- ins og undir eftirlit Húsnæðisstofn- unar. Síðara erindið um húsnæðismál flutti Ólöf Ríkarðsdóttir og er það að meginefni birt hér í Fréttabréfinu. Þá var þingheimi skipt í um- ræðuhópa og var þar margt spaklega spjallað. Umræðuhóparnir voru um þessi efni: Réttindagæzla: Umræðustjóri Halldóra Sigurgeirsdóttir. Siðfræði: Ásta B. Þorsteinsdóttir. Sjálfsákvörð- unarréttur: Amþór Helgason. Fjöl- skyldur ungra barna: Dóra S. Bjarnason. Húsnæðismál: Ólöf Ríkarðsdóttir. Umræðustjórar eða ritarar gerðu svo grein fyrir niðurstöðum sinna hópa og kom þar margt athyglisvert fram, sem ekki verður rakið hér, enda fjöl- margt þegar fram komið eða er í erindum birtum hér í Fréttabréfinu. Margt kom einnig fram sem hug- leiðingar, þær sem í hópunum komu Mikil er nú alvaran og einbeitingin. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 13

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.