Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Side 19

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Side 19
sínum á framfæri í vísnaþætti í útvarp- inu og mæltist til þess að ég tæki að mér umsjón þessa þáttar. Mér þótti hins vegar örvænt um, að hagyrðingar þeir sem sáu um kvöldvökur útvarpsins, tækju í mál að kynna staflið hans Helga, leitaði því til Hjalta og bað hann að hleypa að stafli hans. Var ritaður formáli að vísunum þar sem leitast var við að rekja upphaf stafls hér á landi og síðan las Erlingur Gíslason leikari, vísurnar. Ýmsir sem þekktu Helga töldu að nú væri verið að hafa gamla manninn að spotti og reynt var með ýmsu móti að koma í veg fyrir útsend- ingu þáttarins. En viðbrögð þeirra sem hlýddu, urðu öll önnur: Menn skemmtu sér konunglega yfir þessum sérkennilegu vísum og Helgi færðist allur í aukana á eftir. Hins vegar treysti hinn ágæti upplesari, Erlingur Gíslason, sér ekki til að flytja vísur Helga með eðlilegum framburði, þ.e. hljóðskriði, og misstu þær því nokkum ljóma. Helgi átti eitt sinn vin, sem tók þátt í glensi hans öðrum fremur, en það er Andrés Gestsson, sem býr að Hamra- hlíð 17, landskunnur hagyrðingur. Þegar Andrés varð sextugur fyrir nokkrum árum, bað Helgi höfund þessa greinarkoms að gera sér mikinn greiða. Hann væri búinn að stafla vísu um Andrés vien sinn og „þú verður að fara upp í pontu og syngja hana tviesvar, syngja hana sko tviesvar", hvað ég og gerði. Vísan er með sínu lagi og hljóðar svo: O blessuð sértu, sumarsól, þú vermir Andrés sextugan. Til hamingju ég óska þér og þakka lieðin ár. Reyndar var fyrsta staflið sem Helgi kenndi mér um þá félagana Andrés og hann og er svona: Hnýta saman háð og spott Andrés og Helgi. Annar erfœddur stuðlalaus, en hinn í sterkum stuðlum. Það gat brugðið til beggja vona þegar Andrés varpaði fram fyrriparti og Helgi var annars vegar. Einhvem tíma voru þeir Helgi og Halldór Davíðsson, hagorður Vestur-Skaft- fellingur að vinna á Blindra- vinnustofunni og bar þar að Andrés. Varpaði hann fram einni hendingu, en endirinn varð með ósköpum: Helgi Gunnarsson. Nú er úti regn og rok, Andrés er á nálum. Dóri gapir ofan í kok, ekki er sjónin falleg. Helgi hafði það fyrir sið að varpa fram stafli í mannfagnaði, þar sem hann var staddur. Þegar Elísabet Krist- insdóttir, eiginkona Andrésar Gests- sonar, varð sextug, kvaddi Helgi sér hljóðs og bjuggust allir við vísu til hennar. Vísuna höfum við enn ekki skilið til fullnustu: Gamla Krafla suðar enn í sínu mikla veldi. Jarðfrœðingar hlusta á undirheimakónginn. Helga var hlýtt til kvenna enda reyndust honum ýmsar vel. Því orti hann á kvennaári: Nú er blessað kvennaár, kominn einmánuður. Öllum konum sendi ég mínar bestu kveðjur. f landhelgisstríðinu við Breta lagði Helgi fram sinn skerf: Það er gott að vieta af lífi á öðrum stjörnum. Þar erfrieður, þar er ró og engin Bretadrottning. Helgi Gunnarsson sagði okkur margar sögur af smalamennsku sinni fyrir austan og ein var sú að einhvem tíma kom hann að Jökulsá á Dal. Þá kallaði Guð til hans og spurði hvort þeir ættu að þreyta kappsund yfir ána. Tók Helgi því vel og kastaði sér til sunds. Þegar hann kom yfir ána hafði hann silung sinn í hvorri hendi og kallaði: Guð, hér stend ég, en hvar ert þú? Svaraði þá Guð: Eg er hérna uppi og þori ekki niður. í smalamennskunni varð Helgi oft fyrir ýmsu hnjaski og óþægindum og kenndi það draugum, þótt hitt sé nær að hann hafi orðið fyrir einhverjum glettum frá sveitungum sínum. En hann kvað svo um smalakofann á Laugavöllum: Eg hefmarga kalda nótt gist á Laugavöllum, barist þar við draugalýð og jafnan unnið siegur. Þegar Gísli Helgason, einn góð- vinur Helga, varð stúdent fyrir mörg- um árum, kvað Helgi: Nú ertu stúdent menntaður, til hamingju þér ég óska. En minn var skóli frost og hríð norður á Smjörvatnsheiði. Hann kvað líka þegar Gfsli var í lögfræði, en þá þótti Helga Gísli fjar- lægjast sig og vera orðinn hrokafullur menntamaður: Þegar blessuð sólin skín yefir Islands byggðir, andar oftast köldufrá hálfum lögfrœðingi. A öllum tímum hafa menn kvartað undan kjörum sínum. Helgi áleit menntamenn hafa farið illa með alda- mótakynslóðina og kenndi þeim um verðbólgubálið. Hann staflaði: Menntafíflin skammta oss ellisultarlaunin. Þessir níðings svíðingar rœna allt og rupla. Ýmsarfleiri vísurmætti tína til sem Helgi staflaði og væri full ástæða til, að kunningjar hans og ættingjar söfnuðu þeim saman. Staflið hefur verið hluti af íslenskri kveðskaparfþrótt um aldir samanber mörg danskvæði fyrri alda og deila má um hvort þau séu ort af meiri list en stafl Helga. Síðast þegar ég heimsótti vin minn, Helga Gunnarsson, sagðist hann ennþá vera að stafla. Einnig sagðist hann vera að rifja upp ýmislegt, sem hann hafði staflað áður. Meðal annars sagði hann mér frá manni nokkrum, sem ég hirði ekki að nafngreina, en sá hafði eitth vað bekkst til við Helga. Hann sagðist þá bara hafa staflað einni á hann og væri hún svo: Þú skalt ekki skiensa mig, hvorki lífs né lieðinn. Fylgi þér sjálfur andskotinn inn yfir landamœrin. En ég vona að Helgi og þessi and- stæðingur hans hittist nú fyrir hinum megin, og hafi sæst, og Helgi geti því sæll kveðið þessa uppáhaldsvísu sína: Sjá nœstu síðu FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 19

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.