Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Síða 20

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Síða 20
Nú bíður mín eilífðarströndin, því þar eru heimkynni mín. Því sit ég í sól og sumri og stafla þar Ijóðin mín. Með Helga Gunnarssy ni er horfinn enn einn kynlegur kvistur, sem auðgað hefur íslenskt mannlíf og menningu. Helgi naut þess seinni hluta ævi sinnar að vera á meðal fólks sem lét hann njóta sín. Arið 1983 stóðu yfir miklar framkvæmdir að Hamrahlíð 17. Helgi var eitt sinn á leið fram í eldhús sitt og studdist við veggina eins og vani hans var, enda var sjón hans nær horfin og kraftarnir teknir mjög að þverra. Með- al annars drap hann hendi á hurð að nýrri skrifstofu Blindrafélagsins. Hurðin lét undan, Helgi féll inn á skrifstofuna og mjaðmarbrotnaði. Hann var þegar fluttur á sjúkrahús og dvaldist þar síðan. Grein þessari er ætlað að bregða ljósi á þennan sérstæða einstakling, sem fórekki að öllu alfaraleiðir. Dæmi Helga Gunnarssonar er okkur holl áminning, um að lofa einstaklingnum að njóta sérstöðu sinnar í stað þess að verða flatneskju fjölrnennis að bráð. Það var í fullu samræmi við létt- lyndi Helga, að hans var minnst í veglegri erfidrykkju sem systkini hans buðu til, með því að syngja upp- áhaldslag hans „Öxar við ána“ og eitt söngljóða hans: Efég vœri átján ára sveinn, hœ, hœ og hó þá skyldi ég yrkja um þig skvísuljóð, hœ, hœ og hó. Hjartað í mér er eins og Hekluhraun. Þú varst mesta flón að vilja ekki mieg. Efég vœri átján ára sveinn, hœ, hœ og hó! A.H. Anna Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri: Vinnustofa Öryrkja- bandalagsins Það var árið 1976 sem Öryrkja- bandalagið hóf rekstur vinnustofu á 9. hæð í Hátúni 1 Oa. Kom það til af því, að rafeindafyrirtæki hér íbæ, hafði íeitt ár verið með gjaldmælaframleiðslu í því húsnæði og ráðið öryrkja í vinnu. Fyr- irtækið varð svo gjaldþrota og Öryrkjabandalagið yfirtók reksturinn. Var í fyrstu einungis unnið að fram- leiðslu alls konar rafeindatækja og margir tæknimenntaðir menn í vinnu. Smám saman breyttist reksturinn, tæknimönnum fækkaði og öryrkjum fjölgaði með breyttum verkefnum. Verkefnin hjá Örtækni eru aðal- lega hreinsun og viðgerðir á símtækj- um og önnur tilfallandi verkefni fyrir- Landssíma Islands og framleiðsla á tölvuköplum fyrir ýmis fyrirtæki. For- stöðumaður Örtækni er Einar Aðal- steinsson tæknifræðingur. A árinu 1981 var Öryrkjabanda- laginu gefin saumastofa. Forstöðu- maður saumastofu, Guðrún Ólafs- dóttir er í eins árs barnsburðarleyfi og í hennar stað var ráðin Hafdís Valdimarsdóttir. Verkefni saumastofu eru aðallega framleiðsla á alls konar Anna Ingvarsdóttir. sloppum, svuntum og öðrum vinnu- fatnaði fyrir ýmis fyrirtæki og stofn- anir, fermingarkyrtlum o.fl. Á árinu 1988 unnu að einhverju leyti 42 öryrkjar á vinnustofum Öryrkjabandalagsins. Fólkið er ráðið fyrir milligöngu Ráðningarstofu öryrkja hjá Reykjavíkurborg. Reynslutími er 7 mánuðir og byrjunarlaun 80% af lægsta Iðjutaxta, sem er 230.95 á tímann. Fastráðnir starfsmenn fáfull laun, en margirhafa unnið á vinnustofunum árum saman. Nú eru 34 öryrkjar á vinnustofunum, 22 hjá Örtækni og 12 á saumastofunni. Eru þeir flestir í hálfu starfi. Fjármál vinnustofanna eru og hafa alltaf verið erfið. Lög kveða svo á að tap af rekstri skuli greitt. Á fjárlögum hvers árs er ætlað rekstrarfé sem er alltaf miklu minna en farið er fram á. Mismunurinn hefur þó verið greiddur eftir á. Þetta veldur svo auknum rekstrarhalla vegna meiri fjármagns- kostnaðar. Tap á rekstri árið 1988 var kr. 4.749.300. Greiðsla frá ríkissjóði var kr. 3.360.000 og mismunurinn því kr. 1.389.300, sem hefur ekki fengist greiddur, hvað svo sem verður. Rétt er að taka fram að frá því þetta var flutt á aðalfundi Ö.B.Í. hafa komið fram fjáraukalög á Alþingi. Þar er gert ráð fyrir verulegu framlagi upp í það tap, sem hér er greint frá. Er vonandi að fjáraukalögin öðlist gildi fyrir áramót, svo þessi vandi verði að miklu úr sögunni. Anna Ingvarsdótir. 20 FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.