Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Side 23

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Side 23
Árið 1984beindi þáverandi félags- málaráðherra, Alexander Stefánsson t.d. þeim tilmælum til allra stærri sveit- arfélaga, 66 að tölu, að þau stofnuðu ferlinefndir, til þess að fylgjast með nýbyggingum og ná fram breytingum ágömlum byggingum. Fjórtán sveitar- félög hafa orðið við þessum tilmælum. Síðasta nefndin sem var sett á stofn í fyrra var á Suðurnesjum. Engin ferlinefnd er starfandi hjá Reykja- víkurborg, þó samþykkt liggi fyrir um að skipa slíka nefnd. Nokkrar fé- lagsdeildir Sjálfsbjargar hafa eigin ferlinefndir, sem starfa á þeirra vegum eða þá að þær eiga fulltrúa í hinum opinberu ferlinefndum. Samvinnu- nefnd er starfandi á vegum félagsmála- ráðuneytisins um ferlimál fatlaðra og hefur hún unnið gott verk. Þetta er þó engan veginn nóg. Við þurfum að stefna að því að byggingarlöggjöfin nái til allra bygginga samfélagsins. Það skipulag, sem tekur tillit til mis- munandi líkamlegs ástands íbúa, frá vöggu til grafar er eina aðferðin til þess að losna við aðgengisvandamál yfir- leitt. Það er þess vegna ævibústaður- inn, bústaður án allra hindrana, sem á að vera fyrirmynd nýrrar bygginga- reglugerðar. En þetta er því miður ekki lausn sem er í augsýn og við þurfum að einbeita okkur að því að fyrirbyggja, að í sífellu sé verið að brjóta þá reglu- gerð sem þó er í gildi. Allir eiga samkvæmt lögum rétt til skólagöngu, en það dugar skammt, ef ekki er hægt að komast inn í skólann. Flest fatlað fólk verður að semja sig að vissum takmörkunum, en þær eiga eingöngu að vera vegna fötlunar- innar, þær á ekki að þurfa að rekja til ytri aðstæðna, svo sem óhentugs hús- næðis, lélegraatvinnuskilyrða, né ann- arra umferðarerfiðleika. Það liggur ljóst fyrir hvað er framundan hjá okkur varðandi húsnæðismál fatlaðra. Við þurfum að vinna að því með oddi og egg, að krafa okkar um að stjórnvöld gjöri áætlun um lausn húsnæðisvanda og umönn- unar mikið fatlaðs fólks, verði að veruleika.Við þörfnumst löggjafar um félagslegt húsnæði og samfara því, rétt til heimaþjónustu fyrir þá sem þess þurfa. Við viljum byggingarlöggjöf, þar sem tillit er tekið til allra. Akurinn hefur verið plægður und- anfarið, og við ætlum að fá góða upp- skeru. Ólöf Ríkarðsdóttir. STJORN ORYRKJAB ANDALAGS ÍSLANDS Formaður: Amþór Helgason, Blindrafélagið Varaformaður: Ólöf Ríkarðsdóttir, Sjálfsbjörg Ritari: Þórey Ólafsdóttir, LAUF Gjaldkeri: Hafliði Hjartarson, Styrktarfél. vangefinna Aðrir í stjóm: Andrés Kristjánsson, Arinbjörn Kolbeinsson, Áslaug Sigurbjömsdóttir, Elín Pálsdóttir, Elísabet Á. Möller, Garðar P. Jónsson, Hafdís Hannesdóttir, Helga Einarsdóttir, Jóna Sveinsdóttir, Magnús Þorgrímsson, Páll Svavarsson, Heymarhjálp Gigtarfélagið Parkinsonsamtökin B lindravinafélagi ð Geðvemdarfélagið S.Í.B.S. M.S.-félagið Félag aðstandenda alzheimer Foreldra- og styrktarfél. heymardaufra Geðhjálp Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Vilhjálmur Vilhjálmsson, Félag heyrnarlausra Áheymarfulltrúi: Jóhann P. Sveinsson, Fötluð ungmenni á Islandi FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 23

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.