Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 29
Bemharður Guðmundsson fréttafull- trúi. Auk þess voru skemmtiatriði og söngur, upplestur o.fl. á öllum fund- unum. Haldnir voru fimm stjóm- arfundir á árinu 1988. Fréttabréf á árinu urðu alls fjögur með þýddum greinum og fréttum í umsjón Magnúsar Guðmundssonar. Nokkrir Parkinsonsjúklingar hafa notfært sér dagvistina hjá MS-félaginu í Álandi 13 og notið þjálfunar og dægrastyttingar og líkað mjög vel. Samþykkt var á aðalfundi að sam- tökin sæktu um aðild að Öryrkja- bandalagi Islands. Að loknum aðalfundarstörfum skemmti Kristín Ólafsdóttir með söng, við undirleik Einars Kr. Einarssonar og dr. Eiríkur Öm Arnarson flutti erindi um Álag í nútímaþjóðfélagi. En hvers konar sjúkdómur er Parkinsonveiki? James Parkinson, sem sjúkdóm- urinn er kenndur við, lýsti honum þegar árið 1817. Skilgreining hans er enn í dag fullkomin og frábærlega nákvæm: „Ósjálfráðar, titrandi hreyf- ingar ásamt minnkandi vöðvaafli. Vöðvar væru sumpart ekki virkir... og tilhneiging væri til þess að standa álútur og hlaupa í stað þess að ganga, en vitsmunir og gáfur væri óskaddað“. Hægur og reglubundinn skjálfti, einkum í höndum, er það einkenni sem flestir tengja Parkinsonveiki af því hann liggur í augum uppi. Nafn sjúkdómsins í læknisfræðinni er riðulömun, sem bendir til skjálfta, a.m.k. fyrri hluti orðsins. En töluverður hluti sjúklinga fær ekki skjálfta. Sumir taugasérfræðingartelja erfiðleika í göngu og jafnvægisleysi til aðaleinkenna sjúkdómsins. Læknavísindin skilja ekki enn or- sakir veikinnar og geta ekki boðið upp á lækningu. En framfarir í lækna- vísindum hafa verið stórstígar síðustu áratugina. Og þrátt fyrir allt geta Parkinsonsjúklingar lifað mjög starfsömu lífi. Vitað var að skortur var á svonefndu dópamíni í sortuvef heil- ans hjá Parkinsonsjúklingum, og það kom í ljós að hægt var að endumýja dópamínið í heilanum með efni sem nefnist levodópa eða L-dópa. í mörg- um tilvikum næst undraverðurárangur með þessari lyfagjöf. Bæklunarein- kennin, svo sem stirðleiki, göngu- og jafnvægiserfiðleikar, og stundum skjálfti, minnka verulega, stundum með ólíkindum. Þar sem sumir hafa neikvæða svör- un gagnvart L-dópa og einnig að áhrif L-dópa minnka með árunum hjá þeim sem hafa jákvæða svörun, verður þá að leita annarra leiða jafnframt. Almennt talað geta reglubundnar æfingar, svo sem hæfilegar gönguferðir, sund og sérstakar teygjuæfingar komið að gagni til að halda styrk vöðvanna í horfi. Eitt brýnasta verkefnið sem við blasir hjá Parkinsonsamtökunum á Islandi er að koma upp aðstöðu til þjálfunar og æfinga fyrir Parkinson- sjúklinga. Að vísu hefur MS-félagið boðið meðlimum Parkinsonsamtak- anna dagvist með aðgangi að æfingum, sundi og dægradvöl og hafa nokkrir notfært sér það. MS-félagið er félag þeirra sem þjást af Multiple Sclerosis eða heila- og mænusiggi. Þótt MS-veiki sé ólík Parkinsonveiki eru vandamálin svipuð og því geta sjúklingar með báða þessa sjúkdóma átt samleið í þjálfuninni. En vissulega væri æskilegt að Parkinsonsamtökin gætu komið upp aðstöðu fyrir hópæfingar sjúklinga. Án æfinga er hætt við að allt fari á verri veg. Vöðvar og liðamót stirðna. Blóð- rásin líður fyrir það og getur það haft aðra sjúkdóma í för með sér. Skapast getur tilhneiging til að draga sig í hlé og verða algerlega upp á aðra kominn. Ekki má svo skiljast við þetta málefni að ekki sé getið þess nýjasta sem gerst hefur á sviði Parkinson- lækninga, en það er uppskurður og líffæraflutningur. Er hér um tvenns konar líffæraflutning að ræða, annars vegar á heilavef úr mannfóstrum inn í heila mannsins, hins vegar um til- færslu á nýrnahettuvef hjá sama sjúkl- ingi. Vissulega hafa þessir uppskurðir vakið vonir, einkum meðal yngri sjúklinga, sem þannig gætu hlotið bata. Árangurinn er þó almennt dap- urlegur. I fyrsta lagi voru það fáir sjúklingar sem hlutu nokkra bót eftir uppskurðinn og í öðru lagi fylgdu uppskurðinum slæm eftirköst. Þetta þýðir að ekki verður hægt að beita þessum uppskurði með tilfærslu á nýmahettumergi á næstu árum, og verður varla möguleiki sem reikna má með. Sama er að segja um ígræðslu heilavefs úr fóstrum í heila sjúklinga. En ýmislegt hefur birst unt þessa uppskurði í fjölmiðlum, sem ekki er mikið hægt að byggja á, sem og um ný lyf við Parkinsonveiki sem öðru hverju heyrist í fréttum. En hvað sem segja má um uppskurðina og ný lyf, þá er mikið að gerast í rannsóknum vísindamanna á Parkinsonveiki. T.d. komu um 900 vísindamenn saman í Jerúsalem á sl. sumri til að bera saman bækur sínar um Parkinsonveiki. Fyrir fáum áratugum var Parkinsonsjúklingum vísað út í hom, fyrir þá var ekkert hægt að gera, en nú verður að telja lífslíkur Park- insonsjúklinga jafnmiklar og annarra. Þótt ekki komi fram á næstunni jafn- mikilvægt lyf og L-dópa, sem var Parkinsonsjúklingum það sama og insúlín sykursjúkum, þá er alltaf eitt- hvað að gerast í málefnum Park- insonssjúklinga. Þótt allt hafi ekki borið jafnmikinn árangur - sbr. uppskurðina - þá má vænta árangurs af öllum þeim miklu rannsóknum sem fara fram á eðli og orsökum Parkin- sonsveiki á rannsóknarstofum víða um heim. Áslaug Sigurbjörndóttir. Áslaug er formaður Parkinsonsam- takanna og nýkjörin í stjórn Öryrkjabandalagsins. Frá aðalfundi Ö.B.Í. þar sem aðild Parkinsonsamtakanna var samþykkt. Séra Magnús Guðmundsson fremst á mynd. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 29

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.