Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Page 30

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Page 30
Sigrún Bára Friðfinnsdóttir: MINNINGA- BROT Ung kona kom á skrifstofuna mína. Titrandi á beinum, með dapurlegt augnaráð. Meðferðis hafði hún stóran taupoka og stóra möppu með teikningum. Líf hennar hefur ekki verið neinn dans á rósum síðustu árin. Eilíf barátta við sjúkdóminn. Sjúkdóminn, sem ásamt fordómum, rænir fólk sjálfsvirðingu sinni, torveldar lífsbaráttuna, gerir erfitt um vik að líta glaðbeittur í spegilinn á morgnana og segja góðan daginn við sjálfan sig. Lyfjanotkun sem oftast fylgir sjúkdómi þessum, gerir það að verkum að á morgnana er fólk fullt af doða eftir svefnlyf næturinnar og dagurinn rennur oft í eina samfellu. Óhemju viljakraft ásamt hvatningu þarf oft til að gera hversdagsleg verk. Langa stund sátum við og horfðum hvor á aðra. Hummuðum ofurlítið og nikkuðum stöku sinnum. Báðar í þungum þönkum. Loksins fór hún að tala. Rödd hennar var þrungin örvæntingu: Það er ekkert hægt að gera í málunum. Ég er allstaðar útskúfuð Ég passa hvergi inn í. Ég er ekki „normal“. Flesta daga er ég svo uppdópuð, að ég á erfitt að sjá hlutina í rökréttu samhengi. Kannski er ekkert í rökréttu samhengi. Hvemig get ég vitað það? Dópaður geðsjúklingurinn. Fátt gat ég sagt henni til huggunar og ekki leystum við lífsgátuna í snarheitum. Hefði ég þó svo gjaman viljað eiga eina allsherjarlausn á öllum hennar vanda. Svona nokkurs konar HÓKUS PÓKUS. Eftir drykklanga stund hristum við af okkur dapurleikann sem sest hafði að okkur. Dreif hún upp á borð möppuna sína og sýndi mér innihaldið. Fjöldann allan af teikningum og málverkum af öllum stærðum og gerðum. Akváðum við að málverkasýning skyldi opnuð í húsakynnum GEÐHJÁLPAR næstkomandi þriðjudag. Ein mynda hennar gaf okkur tilefni til nokkurra vangaveltna um þessar ljóðlínur Einars Ben. „Svo oft leyndist strengur í brjósti sem brast við biturt andsvar gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast sem aldrei verður tekið til baka“. I dag var ég við jarðarför hennar. Með hjartað fullt af trega og hugann við ýmis minningabrot sem þetta. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Jólahugleiöing Jóns Þorleifssonar Jólamarkaöur mikilvirkur fer yfir land eins og fellibylur. Rífur peninga úr rýrum sjóöum og safnar saman í sorphauga stóra. Meðan sæla fátæktar er sæt þeim ríku, sem jólaávaxta í óhófi njóta úr gróöurhúsi gróðahyggjunnar, sem hitað er upp meö helgum dómum frjálsu framtaki til fjár og dýröar. Höfundur er aldurhniginn verkamaður í Reykjavík. lólaþankar Bernskujólin blíð bera yl í sál. En sú unaðstíð alltfékk lífog mál. Tendruð Ijós við Ijós Ijúf er minning sú. Hátíð hal og drós helg í bæn og trú. Ennþá unaðfinn ennþá verður bjart. Heiður hugur minn hverfur myrkrið svart. Opnast undrasýn óskin tær og hlý: Gömlu gullin mín gefðu mér á ný. Z 30 FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.