Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 32

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 32
Lög Oryrkjabanda- S lags Islands Nafn. 1. gr. Nafn bandalagsins er: Öryrkjabandalag íslands. Heimili þess og vam- arþing er í Reykjavík. Tilgangur. 2. gr. Tilgangur bandalagsins er: A. að koma fram fyrir hönd öryrkja gagnvart op- inberum aðilum í hvers- kyns hagsmunamálum. B. að starfrækja upp- lýsingastofu fyrir öryrkja. C. að hafa samstarfvið eða eiga aðild að fyrir- tækjum sem stuðla að vel- ferð öryrkja. D. að koma á samstarfi við félagasamtök erlendis, er vinna á líkum gmnd- velli og hagnýta reynslu þeirra í þágu banda- lagsins. E. Að vinna að öðrum sameiginlegum málefnum öryrkja. Aðild. 3. gr. í bandalagið geta gengið félagasamtök, sem starfa á landsgmndvelli og hafa það sem aðalverkefni að vinna að málefnum tiltekinna öryrkjahópa. Þau félög, sem áttu aðild að Öryrkjabandalagi íslands á aðalfundi 1989 skulu halda réttindum sínum. Hvert félag innan bandalagsins er algjörlega sjálfstætt um sín innri mál. Inntökubeiðni skal senda stjóm bandalags- ins, sem síðan leggur beiðnina fyrir fulltrúaráð þess til afgreiðslu. í lögum félaganna, sem að banda- laginu standa, skal taka skýrt fram tilgang þeirra og hverjir njóti þar rétt- inda. Félögunum ber að senda bandalaginu skýrslu árlega, ásamt endurskoðuðum reikn- ingum. Fulltrúaráðsfundur. 4. gr. A. Aðalfundur banda- lagsins fer með æðstu völd í málefnum þess. Á aðal- fundi eiga rétt til setu full- trúar tilnefndir af hverju aðildarfélagi bandalags- ins og mynda þeir full- trúaráð. B. Aðalfund skal halda í október ár hvert og skal hann boðaður bréflega með minnst fimm v i k n a fyrirvara. Fundarstað og tíma skal tilgreina í fund- arboði. C. Tillögur um laga- breytingar, sem óskað er eftir að ræddar verði, skulu vera skriflegar og komnar í hendur stjóm- arinnar þremur vikum fyrir fundinn. Framkomn- ar tillögur og skýrsla stjómar skulu sendar að- ildarfélögum í síðasta lagi fjórtán dögum fyrir aðalfund. D. Áður en fundarstörf hefjast, skulu fulltrúar leggja fram umboð frá fé- lagi sínu til samþykktar. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála. Lagabreytingar þurfa þó 2/3 hluta greiddra atkvæða til að hljóta samþykki. E. Á fundinum gefur stjómin skýrslu um störf sín og leggur fram endurskoðaða reikninga til samþykktar. F. Fulltrúaráðsfund skal boða, telji stjórnin nauðsyn bera til og einnig, ef tvö félög innan banda- lagsins óska þess, enda tilkynni þau ákveðið umræðuefni. Fundur í fulltrúaráði er löglegur, hafi hann verið boðaður bréflega með minnst 7 sólarhringa fyrirvara. 32 FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.