Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Síða 33

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Síða 33
Stjórn og framkvæmdaráð 5. gr. A. Á aðalfundi skal hvert aðildarfélag tilnefna einn fulltrúa sinn í stjórn og einn til vara. Kosning stjórnar gildir til tveggja ára. Úr hópi stjórnarmanna kýs fulltrúaráð formann og varaformann, að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. B. Framkvæmdaráð skal skipað fimm mönn- um. Þar eiga sæti for- maður, varaformaður og gjaldkeri bandalagsins og tveir meðstjórnendur, sem stjórnin kýs úr sínum hópi til eins árs í senn. Einnig skal kjósa íýrsta og annan varamann. Stjórnin getur vísað mál- um til afgreiðslu fram- kvæmdaráðs. Einnig und- irbýr framkvæmdaráð mál milli stjórnarfunda. Rekstur. 6. gr. Rekstur bandalagsins byggist á tekjum frá íslenskri getspá, framlagi frá félögum bandalagsins og opinberum styrkjum. Árlegar greiðslur félag- anna ákveður fulltrúaráð, þær skulu miðaðar við brúttótekjur félaganna, þó aldrei hærri en 1%. Greiðsla árgjaldsins er skilyrði fyrir setu í fulltrúaráðinu. 7. gr. A. Stjórnin sér um hag bandalagsins og annast allan rekstur í samræmi við lög þess og samþykktir fulltrúaráðsins. Allar fjárhagslegar skuld- bindingar skulu sam- þykktar af stjórninni. Þó getur stjórnin heimilað framkvæmdaráði vissar fj'ármálalegar afgreiðslur. B. Framkvæmdaráð ræður framkvæmdastjóra bandalagsins og gerir við hann ráðningarsamning, sem staðfestur skal af stjórn bandalagsins. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri bandalagsins gagnvart stjórn og framkvæmda- ráði. C. Framkvæmdastjóri og formaður ráða starfs- menn bandalagsins og gera við þá ráðningar- samninga sem staðfestir skulu af framkvæmda- ráði. D. í ráðningarsamn- ingum skal nánar kveðið á um starfssvið starfs- manna bandalagsins. 8. gr. Reikningsár banda- lagsins er almanaksárið. Reikningar þess skulu endurskoðaðir af lög- giltum endurskoðendum ásamt tveimur félags- kjörnum skoðunar- mönnum, sem kosnir skulu á aðalfundi full- trúaráðs bandalagsins annað hvert ár. End- urskoðaðir reikningar skulu liggja íýrir eigi síðar en 1. maí ár hvert. Úrsögn úr bandalaginu. 9. gr. Fulltrúaráð getur vikið aðildarfélagi úr Öiyrkja- bandalagi íslands, gegni það ekki þeim skyldum, er því ber samkvæmt lögum og samþykktum eða vinnur gegn hagsmunum bandalagsins og þarf til þess samþykki 2/3 hluta fundarmanna. Vilji félag segja sig úr Öiyrkjabandalagi íslands, skal það gjört eigi síðar en hálfu ári áður en reikn- ingsári bandalagsins lýkur og úrsögnin send stjórninni. Önnur ákvæði. 10. gr. Stjórn bandalagsins er heimilt að setja reglur um nánari framkvæmd ein- stakra lagagreina og skulu þær birtar aðild- arfélögum þess. H-gr. Öryrkjabandalag ís- lands verður einungis lagt niður berist um það tillaga, sem samþykkt er af meirihluta stjórnar. Skal tillaga sú kynnt um leið og næsti fulltrúa- ráðsfundur er boðaður. Tillagan þarf samþykki 2/3 hluta á tveimur fundum fulltrúaráðsins og skulu líða minnst þrír mánuðir og mest sex mánuðir milli funda. Verði bandalagið lagt niður, skulu eignir þess notaðar í þágu öiyrkja á íslandi samkvæmt ákvörðun fundar fulltrúa- ráðs. Lögin samþykkt samhljóða á aðalfundi fulltrúaráðs Öryrkjabandalags íslands 15. október 1989. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 33

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.