Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Síða 35

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Síða 35
sem reifaðar hafa verið inni í trygginganefndinni svokölluðu og sumar blaðfestar. Eg nefni aðeins umönnunarbæt- umar, sem mikilvægt skref í átt til þeirra megintillagna sem Sjálfsbjörg sér í lagi hefur verið að berjast fyrir vegna „liðsmanna" fatlaðra. Ég nefni líka hversu miklu það er miður, að allar hugmyndir um aðild samtaka fatlaðra að tryggingaráði hafa verið máðar út, því engir eiga þar ríkari og fjölþættari hagsmuna að gæta. Hitt er svo meginatriði, sem öllu ræður um afkomu öryrkja, hvemig lífskjaragrunnurinn sjálfur lítur út, hversu með hann verður farið í meðförum stjómvalda og Alþingis. Hver verður grunnlífeyrir öryrkja í raun, hversu verður hann skertur eftir tekjum, hversu fýsilegt verður fyrir öryrkja að vera sem mest úti á vinnumarkaðinum, en njóta þó þess öryggis sem ákveðnar lágmarksbætur gefa. Svo stopul er vinnugetan oft og alltof tímabundin, að ekki er svo einfalt að segja aðeins: Að sjálfsögðu á öryrkinn og hlýtur sjálfur að vilja vinna sér inn launa- tekjur í stað þess að vera eingöngu í hlutverki bótaþegans. Sem megin- reglu má hafa þetta að viðmiðun, en þó með öruggri baktryggingu. Þó nefnd hafi um langan tíma, í nokkrum lotum, tekizt á við þetta viða- mikla og viðkvæma verkefni, er öllum ljóst að meginlínur þær, er máli skipta, verða lagðar af Alþingi og nkisstjóm. Það er þýðingarmesta verkefni þeirra sem nú fara með völd, að tryggja á „erfiðum tímum“ öryggi þeirra, sem allra minnst bera úr býtum og eiga um leið örðugasta aðstöðuna. Eftir því öðm fremur verða þessi stjómvöld vegin og metin. Misjafnlega eru þeir hópar fatl- aðra, sem í Öryrkjabandalagi Islands eru í stakk búnir til allra félagslegra átaka, jafnt sem almennrar þáttöku í þjóðfélaginu. Einangrunin er æði misjöfn einnig og fer bæði eftir fötlun og aðstæðum. Hér hefur áður verið á það minnst, hversu undramikil einangrun heymar- lausra er og verður engu við það bætt hér. Hjá Félagi heymarlausra er nú haldið uppi öflugu starfi inn á við og mjög vaxandi út á við einnig. Aðeins er á þetta minnzt hér, vegna Fréttabréfs- ins, sem í fyrstu var gefið út á myndsnældu fyrir heymarlausa, en margt efni þess þótti ekki höfða til þessa hóps og voru nú góð ráð dýr. Nú væntir ritstjóri, að lausn sé fundin, frá og með síðasta tölublaði, þar sem Margrét Sigurðardóttir félags- málafulltrúi hefur komist að sam- komulagi um það við ritstjóra, að á myndsnældu hverju sinni verði annars vegar valdir kaflar úr Fréttabréfinu og hins vegar fréttir af félagsstarfinu hjá þeim. Ættu þá allir að geta unað sínum hlut, eftir atvikum vel. H.S. Bréfkorn frá Siglufirði Kæri skólabróðir og félagi! Fregnað hefi ég undir rós að þig langi til að fá bréf og fréttir héðan að norðan. Mér er nú orðið „stirt um stef ‘ sem skáldinu forðum. Langt er síðan á penna haldið hef. En hvað gerir maður ekki fyrir Helga Seljan. Þakka þér fyrir síðast, og nú þegar ég skrifa þetta erum við Siglfirðingar í sjöunda himni, því að okkur finnst við hafa fengið stærsta vinninginn í „Lottóinu". I gær, 27. október, voru lyklar að fyrsta húsi Öryrkjabandalagsins á Norðurlandi vestra afhentir hér á Siglufirði. Húsið sem er á einni hæð, er sann- kölluð bæjarprýði. Það er sérhannað með tilliti til fatlaðra, engirþröskuldar, breiðar dyr, rúmgóð snyrtiaðstaða og í alla staði hentugt að mínu mati. Forsaga þessa máls er í fáum orð- um svona. Þú þekkir af eigin reynslu Helgi minn, hvemig lífið gengur fyrir sig í smábæ úti á landbyggðinni. Allir íbúamir standa saman á stór- um stundum í sorg og gleði. Húsið góða á Siglufirði. Það var sorg í huga bæj arbúa, þegar ung kona fatlaðist mikið fyrir fjórum árum, þegar hún fæddi annað barn sitt. Bönd heimahaganna eru sterk og löngunin til að búa á eigin heimili hér var mikil. Endurhæfingatíminn er langur og strangur, getur tekið mörg ár og reynir mikið á alla fjölskylduna. Nú var úr vöndu að ráða og erfitt um vik með alla þjálfun, því að fjölskyldan bjó á þriðju hæð í húsi á erfiðum stað í fjallinu fyrir ofan bæinn. I samráði við fjölskylduna var leit- að á náðir Hússjóðs Öryrkjabanda- lagsins. Þegar svarið kom, sem var jákvætt, klifraði ég upp í fjallið, datt, reif buxur og hné, en fann engan sárs- auka, gleðin var svo mikil. Og nú er draumurinn orðinn að veruleika, gleði ríkir í bænum okkar og væntingamar miklar hjá fjölskyldunni og okkur hinum yfir húsinu sem opnað var í gær. Nú opnast betra tækifæri til aukinnar þjálfunar og sjálfsbjargar, sem er það mikilvægasta í lífi allra. Nú biðjum við þig, Helgi, fyrir bestu kveðjur og þakkir til allra sem unnu markvisst að þessu verkefni, og sérstaklega sendum við þakklæti stjóm Hússjóðs Öryrkjabandalagsins fyrir skjóta afgreiðslu. Með félagskveðju, Valey Jónasdóttir. Um bréfritarann: Valey er í Svæðisstjórn Norður- lands vestra af hálfu samtakanna, forystukona í Sjálfsbjörgu. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 35

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.