Fréttablaðið - 22.05.2020, Síða 24

Fréttablaðið - 22.05.2020, Síða 24
EIN AF HUGLEIÐING- UM MÍNUM ER VERSL- UNARMENNING SEM HLUTI AF STÆRRA SAMHENGI, ÞAR SEM ÉG VELTI FYRIR MÉR FRAM- LEIÐSLU OG EFNAHAGSLÍFINU. Geirþrúður Finnboga-dóttir Hjörvar sýnir verk sín á sýning-unni Smásala, Retail, í Harbinger á Freyju-götu. Á sýningunni eru skúlptúrar, veggverk og texta- verk. Þar vinnur Geirþrúður með fagurfræði verslunargeirans og skoðar gildi sem felast í framleiðslu- fyrirkomulagi nútímasamfélags í víðara samhengi. „Ein af hugleiðingum mínum er verslunarmenning sem hluti af stærra samhengi, þar sem ég velti fyrir mér framleiðslu og efnahags- lífinu. Smásala er einn angi þess,“ segir Geirþrúður. Spurð hvort hún sé að gagnrýna neysluhyggju segir hún: „Ekki beinlínis, maður verður að fá hluti einhvers staðar frá. Mér finnst til dæmis ekki vera ástæða til að gagn- rýna smásölu sem fer fram í litlum búðum, sem eru venjulega mjög fallegar. Framleiðsluferlið er hins vegar orðið að furðulegu fyrirbæri. Það breyttist mjög á níunda ára- tugnum, þá kom skeið fjármagns- kapítalisma þar sem fjármagns- fyrirtæki fara að taka til sín stærri hluta af heildarframleiðslunni. Það breytir framleiðsluferlinu, farið að framleiða í öðrum löndum og efnis- notkun verður öðruvísi, plastnotk- un eykst, til dæmis. Það er beinlínis vegna þess að það þarf að lækka kostnaðinn við framleiðslu. Maður fer að sjá minna af handgerðum hlutum sem gerðir eru af alúð.“ Skúlptúrarnir á sýningunni eru innblásnir af hlutum sem seldir eru í búðum og búðarútstillingum. „Ég teikna í þrívídd og læt smiði síðan smíða og saga og til verða verk með iðnaðarútlit,“ segir Geirþrúður. Elsta kvörtunarbréfið Eitt verk á sýningunni er gert úr plexigleri, áli og plastlagðri spóna- plötu. Í plexiglerinu er afar áhuga- verð mynd. „Þetta er mynd af töflu frá tímum Babýloníumanna. Þetta Túlkun á stíl níunda áratugarins Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar sýnir verk sín í Harbinger. Vinnur með fagur- fræði verslunargeirans. Í einu verkanna er elsta kvörtunarbréf viðskiptavinar. Maður verður að fá hluti einhvers staðar frá, segir Geirþrúður. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í þessu verki er að finna elsta kvörtunarbréf sögunnar. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is er elsta kvörtunarbréf viðskiptavin- ar sem fundist hefur, frá árinu u.þ.b. 1750 fyrir Krist. Það er í alveg sama tóni og hjá óánægðum viðskipta- vini í dag. Þessi viðskiptavinur er greinilega mjög reiður.“ Heillandi andrúmsloft Verkin á sýningunni eru áberandi stílhrein. „Ég legg mikið upp úr því í þessu tilviki. Verkin á þessari sýn- ingu eru mín túlkun á stíl níunda áratugarins, en þá var ríkjandi and- rúmsloft sem ég heillaðist af þegar ég var að vinna að hugmyndunum sem liggja að baki verkunum,“ segir Geirþrúður. Sýningin stendur til 30. maí, opið er frá 14-17 fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Þjóðleikhúsið auglýsti á dög-unum eftir nýjum leikritum fyrir börn. Um 150 umsóknir bárust. Leikhúsið festi sér tvö verk, annars vegar leikrit eftir nýjan höf- und, Gunnar Eiríksson, sem sýnt verður strax á næsta leikári, og hins vegar verk eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur, sem verður þróað áfram innan leikhússins. Nokkur fleiri leikverk voru valin til nánari skoðunar og þróunar innan leik- hússins. Kaf bátur er fyrsta leikrit Gunn- ars, en hann hefur starfað sem leik- ari í leikhúsi, kvikmyndum og sjón- varpi í Noregi á liðnum árum, auk þess sem hann hefur samið tónlist fyrir leikhús. Verkið gerist um borð í kaf báti, en þetta er ansi óvenju- legur kaf bátur, fullur af skrýtnum og skemmtilegum uppfinningum, sem siglir um höfin í ókominni framtíð, með litla stelpu og föður hennar innanborðs. Á ferð með þeim er einnig áll, sem sér þeim fyrir rafmagni, auk þess sem fleiri litríkar persónur koma óvænt við sögu. Hugmynd Kristínar Rögnu Gunn- arsdóttur, að fjölskyldusöngleik byggðum á sagnaheimi hennar um Úlf og Eddu, þótti einnig einstak- lega hrífandi, og ákveðið var að hefja strax vinnu við að þróa verkið fyrir Stóra sviðið. Kristín Ragna Gunnarsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir bækur, myndskreyt- ingar og barnasýningar byggðar á norrænum goðsögnum og hlotið margs konar verðlaun. Þjóðleikhúsið valdi Gunnar og Kristínu Kristín Ragna Gunnarsdóttir. Það er fátt sem jafnast á við að ferðast um á bíl sem er tilbúinn að takast á við vetur konung. Bílabúð Benna gefur þér kost á að njóta vetrarins til fulls í fjórhjóladrifnum Tivoli sportjeppa. Hann fæst nú á ævintýrlega góðum kjörum. + Ríkulegur staðalbúnaður + Góð yfirsýn yfir umhverfið + Frábærir aksturseiginleikar + Fjórhjóladrif með læsingu + Gott aðgengi + 1,5 tonna dráttargeta Verð frá: 3.990.000 kr. sjálfskiptur B irt m eð fyrirvara um verð- og m yndabrengl. Fimm ára ábyrgð GENGIÐ FRYSTUM ÓBR EYT T VE RÐ Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2020 Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Bílaríki, Akureyri Glerárgötu 36 Sími: 461 3636benni.is 2 2 . M A Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R20 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.