Bændablaðið - 20.02.2020, Page 1

Bændablaðið - 20.02.2020, Page 1
4. tölublað 2020 ▯ Fimmtudagur 20. febrúar ▯ Blað nr. 557 ▯ 26. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Landssambandi kúabænda torveldað að fylgjast með innflutningi á hráu kjöti sem heimilaður var um áramót: Tollgæslustjóri hafnar beiðni um aðgang að upplýsingum um innflutning á ófrosnu kjöti – Eftirlit sagt fara hægt af stað hjá MAST en leitað verði eftir upplýsingum hjá tollinum Landssamband kúabænda (LK) hefur verið að reyna að fylgjast með breytingum á innflutningi vegna afnáms frystiskyldu á kjötafurðir samkvæmt lögum sem tóku gildi núna um áramótin. Þrátt fyrir margítrekaðar til­ raunir hefur þessum hagsmuna­ aðila reynst ókleift að fá upp­ lýsingar hjá eftirlitsaðilum auk þess sem embætti Tollstjóra neitar að veita slíkar upplýsingar. Samkvæmt gögnum sem Bændablaðið hefur undir höndum virðist ómögulegt að fá þessar upplýsingar sem næst rauntíma frá opinberum aðilum og virðist opinbert eftirlit með þessum inn­ flutningi algjörlega háð upplýsinga­ gjöf innflytjenda sjálfra. Er hags­ muna aðilum einungis boðið upp á samantekt innflutningstalna frá Hagstofu Íslands, sem verða orðnar nærri tveggja mánaða gamlar þegar þær birtast. Umdeildur innflutningur Forsaga málsins er að gerðar voru breytingar á lögum þar sem fallist er á að farið verði að regluverki Evrópusambandsins varðandi við­ skipti m.a. með hráar kjötvörur og egg á milli aðildarlandanna. Þar með var afnumin sú vörn gegn innflutningi sjúkdóma sem talin var felast í frystiskyldu á kjöti. Vísindamenn vöruðu við þessum gjörningi og í könnunum kom í ljós að meirihluti Íslendinga var þeim sammála. Í frétt í Bændablaðinu þann 9. janúar sl. kom fram að Matvæla­ stofnun er ekki lengur með inn­ flutningseftirlit á vörum eins og kjöti og eggjum þar sem þessar vörur eru nú í frjálsu flæði ef þær koma frá EES­löndum. Þar segir einnig að samkvæmt reglum um innflutn ing á fersku kjöti bera innflytjendur því sjálfir ábyrgð á að reglum um salmonellu og kampýlóbakter sé fullnægt með vottun um að svo sé. Vottanirnar eru svo á ábyrgð fram leiðenda og dreifingaraðila erlendis. Eftirlit sagt fara hægt af stað Höskuldur Sæmundsson, starfs­ maður LK, hefur sent margítrekaðar fyrirspurnir til stofnana ríkisins sem fara eiga með þetta mál. Hagstofa Íslands birtir ekki tölur um innflutt matvæli í janúar fyrr en um mánaðamótin febrúar/mars. Matvælastofnun (MAST) svaraði því til að stofnunin muni í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgjast með markaðssetningu á kjöti og vera með sérstakt verkefni fyrstu mánuði ársins við skjalaskoðun og sýnatökur. Í svari MAST til fulltrúa LK segir m.a.: „Þetta virðist hins vegar hafa farið hægt af stað. Eftirlitið mun fylgjast með hjá dreifingaraðilum og einnig verður leitað upplýsinga hjá tolli. Þeir sem hyggjast flytja kjöt til landsins hafa einnig verið duglegir við að afla upplýsinga um kröfur og þá hafa verið haldnir kynningarfundir fyrir hagsmunaaðila. Það er lítið meira að segja á þessu stigi málsins.“ Í frétt Morgunblaðsins 17. febrúar kemur fram að Ekran hafi flutt inn 600 kg af nautakjöti frá Dan mörku sem sett hafi verið í sölu í verslunum Nettó. Bæði MAST og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi tekið sýni af þeirri vöru. Tollgæslustjóri efast um rétt LK Höskuldur leitaði til embættis Toll stjóra og óskaði vikulegs að­ gengis, eða sem næst rauntíma, að upplýsingum um innflutning á nautakjöti er varðaði 28 tiltekna tollflokka. Tollgæslustjóri svaraði fyrir­ spurninni 17. febrúar síðastliðinn. Þar er dreginn í efa réttur fyrir­ spyrjanda til að fá umbeðin gögn og þar er það ekki talin skylda stjórnvalda að veita almenningi aðgang að þeim gögnum. Þar segir m.a.: „Stjórnvöldum er hins vegar hvorki skylt að útbúa ný skjöl né taka saman tölulegar upplýsingar úr skjölum sínum á grundvelli ákvæðisins, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að með orðalaginu „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja hjá stjórnvöldum á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.“ Umbeðin gögn ekki sögð fyrirliggjandi hjá embættinu „Embættið hefur yfirfarið ofan­ greinda beiðni og leiddi skoðun í ljós að umbeðin gögn eru ekki fyrirliggjandi hjá embættinu. Um er að ræða gögn sem óskað er eftir að veitt yrðu vikulega, sem næst rauntíma innflutnings á tilgreindum vörum. Með vísan til áðurgreinds ákvæðis upplýsingalaga, þá leggja lögin ekki þá skyldu á stjórnvald að útbúa ný gögn, en ljóst er að embættið þyrfti að gera það ef veita ætti aðgang að umbeðnum upplýsingum.“ Tollgæslustjóri hafnar beiðni LK um aðgang að upplýsingum Embætti Tollstjóra tekur síðan af öll tvímæli og neitar fulltrúa Land ssambands kúabænda um að fá upplýsingar um innflutning á ófrosnu kjöti. Þar segir: „Með vísan til þessa þá hafnar Tollgæslustjóri beiðni um aðgang að upplýsingum um innflutning á ófrosnu kjöti. Þá skal geta þess að Hagstofa hefur að geyma allar tölfræðilegar upplýsingar um innflutning og hefur það hlutverk að miðla tölfræðilegum upplýsingum til almennings, fyrirtækja, stofnana og stjórnvalda sbr. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 163/2007 um Hagstofu Íslands og opinbera skýrslugerð.“ Athyglisvert er að daginn eftir neitun tollstjóraembættisins, barst LK svar frá atvinnuvega­ og nýsköpunarráðuneytinu. Þar er vísað í sömu tölur frá tollinum og LK hafði óskað eftir og tollurinn sagðist ekki hafa undir höndum. Þar kemur fram að flutt hafi verið inn 680 kg af ófrystum hrygg­ sneiðum, nautalundum og nauta­ hryggvöðvum. /HKr. Umhverfisstefna fyrir íslenskan landbúnað er í mótun 8 16 Íslenskir fiskimenn í norska fiskveiðistjórnunarkerfinu Rekur glæsihótel ásamt stórfjölskyldunni á uppeldisslóðum Ara fróða 24–25 Íslenska kokkalandsliðið gerði góða ferð til Stuttgart á Ólympíuleikana í matreiðslu með íslenskt hráefni og náði að vinna gull í tveimur flokkum og þriðja sæti í heildarstigagjöf á leikunum. – Sjá nánar á blaðsíðu 2. og með gullverðlaun í tveimur flokkum Mynd / Kokkalandsliðið – Snorri Victor Gylfason

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.