Bændablaðið - 20.02.2020, Síða 6

Bændablaðið - 20.02.2020, Síða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. febrúar 20206 Þessa dagana stendur yfir grasrótarspjall Bændasamtakanna í samstarfi við búnaðarsambönd víðs vegar um landið. Að baki eru fundir á Vesturlandi, í Eyjafirði og í Suður-Þingeyjarsýslu þar sem bændur hafa komið saman til skrafs og ráðagerða. Markmiðið er fyrst og fremst að setjast niður saman í litlum hópum og ræða hvað eina sem tengist landbúnaði og það sem brennur á fólki. Þetta hafa verið vel sóttir viðburðir og góðar samræður sem hafa skapast. Það er afar ánægjulegt að fá tækifæri til að hitta bændur og ræða málin. Mig langar að nota tækifærið og þakka þeim sem hafa gefið sér tíma og um leið að hvetja þá sem hafa áhuga á að vera með svona grasrótarspjall að vera í sambandi við okkur hjá BÍ. Þegar blaðið kemur út er líklega búið að halda 10 spjallfundi í samstarfi við þrjú búnaðarsambönd og fleiri eru í farvatn­ inu. Stefnt er að því að bjóða upp á fundi sem víðast um landið þótt það náist ekki allt fyrir Búnaðarþing sem verður sett 2. mars. Félagskerfið er mönnum ofarlega í huga eins og gefur að skilja en tillaga um verulega breytingu á því liggur fyrir þinginu. Gera má ráð fyrir miklum umræðum um hvaða skref bændur vilji taka með það fyrir augum að efla hagsmunagæsluna. Umhverfismálin eru að sjálfsögðu rædd sem er eitt af stóru málunum og gríðarlega mikilvægt fyrir landbúnaðinn að taka metnaðarfullar ákvarðanir til framtíðar litið. Landbúnaðarstefna er líka rædd en það eru flestir sammála um mikilvægi þess að fara í heildstæða stefnumótun greinarinnar. Umhverfisstefna landbúnaðarins Tillaga umhverfisnefndar um umhverfisstefnu landbúnaðarins liggur fyrir þinginu en hún er hugsuð sem leiðarljós fyrir bændur, búgreinar og landbúnaðinn í heild í umhverfismálum. Þar setur landbúnaðurinn sér metnaðarfull markmið um sjálfbæra nýtingu lands og annarra auðlinda. En einnig að bændur verði leiðandi í umræðunni um umhverfismál og hvernig landbúnaðurinn geti tekist á við loftslagsvána á sínum vettvangi. Lengi hefur verið rætt um mikilvægi þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, bæta nýtingu og auka kolefnisbindingu. Búgreinarnar eru margar búnar að láta vinna skýrslur um stöðu greinarinnar og reiknivélar eru í mörgum tilfellum til. Nú erum við komin að þeim tímamótum að vilja og þurfa að láta verkin tala því það er ekki eftir neinu að bíða. Stefnumótun er nauðsyn Stefnumótun í landbúnaði er nauðsynleg til framtíðar litið. Hana þarf að vinna í nánu samstarfi við stjórnvöld og með aðkomu hagaðila til að fá sem breiðasta sýn. Við þurfum líka að ná um hana sem mestri sátt. Endurskoðunarnefnd búvörusamninga fékk KPMG til að vinna sviðsmyndagreiningu í landbúnaði til að greina stöðu landbúnaðarins. Í framhaldi af þeirri vinnu lögðu þeir til aðgerðir í ljósi sviðsmynda en þar kemur skýrt fram mikilvægi þess að farið verði í stefnumörkunarvinnu. Það þarf að skilgreina nánar hlutverk landbúnaðarins í þjóðfélaginu og jafnframt hvaða leiðir verði farnar til að sinna því hlutverki. Einnig er fjallað um mikilvægi menntunar fyrir bændur framtíðarinnar og að landbúnaðarnám verði eflt sem og nýsköpun og vöruþróun í takti við breytta tíma. Þessi vinna leggur góðan grunn að stefnumótuninni. Einföldun félagskerfis bænda Tillaga félagskerfisnefndar til Búnaðarþings leggur til miklar breytingar á félagskerfinu. Þar er félagskerfisuppbygging Dana höfð til fyrirmyndar. Nefndin hefur kynnt hugmyndir sínar fyrir stjórnum aðildarfélaga og félagsmönnum hjá þeim aðildarfélögum sem þess óskuðu. Þetta er skiljanlega talsvert að setja sig inn í og við viljum endilega hvetja þá sem vilja frekari upplýsingar að hafa samband við nefndina. Einnig er fjallað um málið í hlaðvarpi sem áhugamenn um landbúnað í Eyjafirði halda úti en þar fer Baldur Helgi Benjamínsson yfir tillögu nefndarinnar. Við stöndum á tímamótum þar sem við þurfum að taka ákvarðanir um hvernig við ætlum að byggja samtök bænda upp til frambúðar. Ekki að það verði ákveðið í eitt skipti fyrir öll heldur tekin skref. Það er síðan eðlilegt að við vegum og metum hvernig til hefur tekist og breytum svo því sem betur má fara. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.900 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 5.450 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Blekkingar, lygar og sú árátta að fara á snið við lög, reglur og niðurstöður dómstóla virðist vera orðin sérstök íþróttagrein í íslenskri pólitík. Íþrótta- grein sem allt venjulegt hugsandi fólk hefur megnustu óbeit á. Er einhver von til þess að þeir sem fara með forræði við stjórn landsins hverju sinni, stjórn stofnana ríkisins og stjórn fyrirtækja í almannaeigu sem hafa orðið uppvís að því brjóta settar reglur, fari að haga sér af auðmýkt sem þjónar fólksins í stað þess að líta á fólkið sem óvini? Er einhver von til þess að þetta sama fólk hætti að fara á snið við lög sem það hefur jafnvel samið sjálft, reglur sem settar eru þegnum landsins til að fara eftir og niðurstöðu dómstóla í ágreiningsmálum? Ef svarið er nei, þá hlýtur að vera kominn tími til að þjóðin íhugi það alvarlega að efna til allsherjar hreingerningar. Skella öllum skítugu tuskunum í þvottavélina ásamt sterkasta þvottaefni sem til er og setja á suðu. Þessi ljóta árátta að ganga eins nærri þegnunum og mögulegt er og reyna eins mikið á þolrif almennings og frekast er unnt, er með öllu óþolandi. Samt horfum við upp á þetta í hverju málinu á fætur öðru. Hér er skriðið fyrir erlendu reglugerðar­ valdi og innleiddar reglur eins og t.d. varðandi innflutning á hráu kjöti, en þegnunum neitað um upplýsingar til að fylgjast með framkvæmdinni. Hér eru innleiddar reglur sem hafa það í för með sér að opinber fyrirtæki geta selt syndaaflausnir vegna hreinnar raforku úr landi til þess eins að græða á því að blekkja neytendur í erlendum ríkjum. Hér fer sú stofnun sem á að tryggja eldri borgurum og öryrkjum lágmarks framfærslu á svig við lög og reglur. Stofnunin fær á sig dóm, en leyfir sér samt í skjóli stjórnvalda að halda áfram að brjóta á þessum verst settu skjólstæðingum íslenska velferðarkerfisins. Hér horfa alþingsmenn, margir hverjir, fram hjá því að Tryggingastofnun sé með regluverki gert að refsa öryrkjum og öldruðum árum saman fyrir það eitt að afla sér tekna eða eiga varasjóði sem það hefur sannarlega unnið sér inn. Hér gerir kerfið grímulausa atlögu að lífeyrissjóðseignum óbreyttra borgara og hefur stundað þar skefjalausa eignaupptöku árum og áratugum saman í formi skerðinga á réttindum borgaranna. Hér eru eldri borgarar neyddir til að fara í málsókn gegn ríkinu sem þeir hafa unnið fyrir alla sína ævi, í tilraun til að verja þann rétt sem þetta fólk hefur unnið sér inn af miklu harðfylgi. Hér voru lagðir á skattar í sér stök um skilgreindum tilgangi til innviða upp­ byggingar sem ætlað er að verja mannslíf, en peningarnir notaðir í eitthvað allt annað. Hér eru lagðir á skattar sem hafa haft þann tilgang að byggja upp samgöngukerfi landsmanna, en peningarnir að stórum hluta notaðir í allt annað árum og áratugum saman. Hér var farið út í stórkostlegar skipu­ lags breytingar á heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir viðvaranir um að þær myndu leiða til fjársveltis í stórum hluta kerfisins. Svo horfa menn á óskapnaðinn brenna og skipa almenningi að henda endalaust meiri peningum á bálið. Hér höfum við allt til að tryggja bestu lífskjör í veröldinni en hömumst samt við (vonandi fyrir misskilning eða hugsunarleysi) að gera þeim sem minnst mega sín, eins erfitt fyrir í samskiptum við kerfið og hugsast getur. – Þarf þetta virkilega að vera svona? /HKr. Grasrótarspjall í aðdraganda Búnaðarþings Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 ÍSLAND ER LAND ÞITT Njarðvíkurskriður er sæbrött fjallshlíð milli Borgarfjarðar eystra og Njarðvíkur. Þar var löngum hættuleg leið, meðal annars vegna grjóthruns, en þó fjölfarin. Bílvegur var fyrst ruddur um Njarðvíkurskriður árið 1950. Það orð hefur löngum legið á Njarðvíkurskriðum að þar hafi fyrr á tíð orðið fjölmörg alvarleg slys, en ekki eru þó til margar staðfestar frásagnir um slys þar. Sagt var að óvættur sem Naddi hét byggi í skriðunum og sæti þar um ferðamenn og gerði þeim mein. Naddi var sagður halda sig í Naddagili, djúpu gili fast norðan við skriðurnar. Átti hann einkum að vera skeinuhættur þegar farið var um skriðurnar eftir að dimma tók. Mynd / Hörður Kristjánsson Guðrún S. Tryggvadóttir formaður Bændasamtaka Íslands gst@bondi.is Af hverju?

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.