Bændablaðið - 20.02.2020, Qupperneq 7

Bændablaðið - 20.02.2020, Qupperneq 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. febrúar 2020 7 Plast eða annað rusl sést iðulega við þjóð- vegi landsins þar sem það hangir á girðing- um, í trjám eða liggur í skurðum og á víða- vangi. Lesandi Bændablaðsins segir mikið um plastmengun á Kjalarnesi. Lesandi Bændablaðsins sendi blaðinu línu þar sem hann benti á að plastrusl og ekki síst rúlluplast væri áberandi á Kjalarnesi. Hann benti einnig á að erindi vegna plastmengunar­ innar í Kjalarnesi hefði margoft verið sent á Reykjavíkurborg undanfarin ár en að ekkert hafi verið gert í málinu. „Þannig er að mjög mikið er um að heyrúll­ ur, þar sem ekki hefur verið gengið frá lausum plastendum, séu látnar standa úti hér um allt Kjalarnes á veturna og yfirleitt endar það á sama veg, þ.e.a s. plastið fýkur af rúllun­ um og dreifist á stór svæði, festist í trjám og girðingum og er svo mikil lýti og mengun að það er ólýsanlegt. Fullt af fólki í sjálfboða­ vinnu eyðir svo sínum frítíma í að tína þetta upp á vorin. Svo eru fjölmörg dæmi um að hrossum sé gefið úti og er þá plastið ekki einu sinni fjar­ lægt heldur fýkur það sína leið þegar hrossin hafa lokið við heyið. Ég hef sjálfur tilkynnt það mál í nokkur skipti en án árangurs. Núna eftir föstudagsveðrið er ástandið hræði­ legt. Hvert sem litið er er plast. Svæðið sem er venjulega verst er frá Móum og að Grundarhverfi og svo þegar keyrt er niður að Brautarholti er heill hellingur af heyrúllum bæði frá seinasta sumri og eldri sem eru að verða plastlausar. Ég er sjálfur uppalinn í sveit og get staðið við það að það að geyma heyrúllur úti á túni yfir veturinn er í besta falli slóðaskapur. Til hvers eru þessir menn að leggja tíma og pen­ ing í að heyja og þurfa svo að henda rúllunum ár eftir ár þegar plastið er fokið um allt? Það standa gamlar ónýtar rúllur sem augljóslega verða ekki notaðar í þyrpingum við veginn niður að SÁÁ, til móts við Saltvík Esjumegin og hellingur á leið út að Brautarholti sem eiga bara eftir að dreifast enn meir.“ /VH LÍF&STARF Sveinn Ásgeirsson stýrði um árabil þætti sem nefndist „Vel mælt“. Til viðtals hjá Sveini komu margir hag­ yrðingar og skáld þess tíma. Sveinn sendi hinum virku vinstrimönnum, Kristjáni frá Djúpalæk og Rósberg G. Snædal, vísu sem ætluð var til að espa þá félaga til kveðskapar: Magnast himins myrkravöld mjög til allra fanga, starir á oss stjörf og köld Stalíns afturganga. Ekki stóð á viðbrögðum þeirra félaga. Rósberg svaraði að bragði: Austur í Moskvu eigið þér afturgöngur flestar, en á móti ógna mér aðrar nær- og vestar. Og Kristján kvað til svars með þremur vísum: Aldrei myndu augu blíð ykkur lengi skína, fer hér eins og forðum tíð, fjandinn þekkir sína. Aldrei vandur vinum að var sá Kremlar-DÝI, enda niður kappann kvað Krúsi á fylleríi. Að því mætti gjarnan gá, guðir koma, fara, bráðum ykkur brostin á beggja augu stara. Í einum öðrum þætti Sveins Ásgeirssonar „Vel mælt“ orti Einar frá Ósi: Sá er munur mönnum á sem meta ljóð og ríma, að atómskáldið er ennþá á undan sínum tíma. Allt í hófi er einna best, einnig stakan fleyga. Afdrif gætu orðið flest sem ofnautn gullna veiga. Á fundi í Sjálfstæðisfélaginu flutti Knútur Otterstedt rafveitustjóri klukkutíma erindi um rafmagnsmál, sem eðlilega var mjög hlaðið útreikningum og talnaformúlum. Jakob Ó. Pétursson, Árni Böðvarsson og Bjarni frá Gröf sem og Gísli Árnason sátu þennan fund í Sjálfstæðisfélaginu, en höfðu allir verið í fagnaði (Varðarafmæli) kvöldið áður. Undir fyrirlestri Knúts sótti mjög svefn að fundarmönnum, en ekki svo að þeir næðu ekki að yrkja sig frá leiðindunum. Jakob Ó. orti svo: Ákaft svefninn sækir á, sumir eru að falla í dá, enginn loka augum má, yrði Knútur vondur þá. Árni Böðvarsson átti næsta leik: Ef að sækir svefninn á, súptu betur glasi á. Í sjóinn rennur sérhver á, sem að Knútur bendir á. Flutti tölur, ótt bar á, enginn brosti á meðan, en það streymdi okkur hjá ofan garðs og neðan. Þá var komið að Bjarna frá Gröf: Rafurmagns ég ræðu naut, ríkt á Knútur lofið. Eitt er víst að enginn hraut, þótt ýmsir hafi sofið. Gísli Árnason átti næsta innlegg: Hann er að verða húmorslaus, hárið þunnt og gisið. Þegar Bjarni hengir haus hátt er ekki risið. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 244MÆLT AF MUNNI FRAM Lesandi Bændablaðsins sendi blaðinu línu þar sem hann benti á að plastrusl og ekki síst rúlluplast væri áberandi á Kjalarnesi. Miklar veðurskemmdir á Suðurlandi í veðurofsanum 14. febrúar Töluverðar skemmdir urðu í ofsaveðrinu á Suðurlandi sem gekk yfir landið 14. febrúar. Einhverjir hefðu þó getað búist við meira tjóni miðað við hvað spáin var slæm og víða rauðar viðvaranir. Rafmagnsleysi kom sér víða illa í sveitum og þá var mikið um að tré brotnuðu og rúður í gróðurhúsum. Ríkislögreglustjóri hafði lýst yfir óvissu­ stigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs föstudaginn 14. febrúar. Rauð veðurviðvörun var gefin út fyrir stóran hluta Vesturlands, höfuðborgarsvæðið og austur með suðurströnd landsins. Óveðrið hafði víðtæk áhrif á landinu þar sem samgöngur og almennur rekstur fór úr skorðum. Viðvaranir Veðurstofu Íslands og Almanna varna gerðu það að verkum að fólk var viðbúið. Án efa hefur það komið í veg fyrir enn meira tjón en þó varð og hugsanleg slys á fólki. /HKr./MHH Stór og gömul tré rifnuðu upp með rótum í Laugarási í Bláskógabyggð í veðurhamnum, sem lýsir best hvað veðrið var rosalega vont. Mynd / Páll Skúlason. Súrheysturninn á bænum Skíðbakka II í Austur-Landeyjum beyglaðist saman í rokinu og var í kjölfarið togaður niður. Turninn, sem var 21 metri á hæð og 18 tonn að þyngd, hefur verið á Skíðbakka í rúmlega 30 ár. Hann var notaður undir korn og sem fjarskiptamastur hin síðari ár. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson Hlaða á bænum Minna-Hofi á Rangárvöllum splundraðist í veðrinu og gaflinn úr fjárhúsinu fauk úr. Engin kind slasaðist eða meiddist í hamaganginum. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson Tugir rafmagnsstaura brotnuðu og ollu raf- magnsleysi, m.a. í Landeyjunum, undir Eyja- fjöllum, í Mýrdalshreppi og í Skaftárhreppi. Margir staurar brotnuðu austan við Hvolsvöll þar sem þessi mynd var tekin. Mynd / MHH Öllum útköllum og björgunaraðgerðum á Suður landi var stýrt frá almannavarnateymi, sem er með sína aðstöðu í Björgunarmiðstöð- inni á Selfossi. Mynd / MHH

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.