Bændablaðið - 20.02.2020, Page 11

Bændablaðið - 20.02.2020, Page 11
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. febrúar 2020 11 Heildarlosun gróðurhúsa­ lofttegunda frá Akureyrarbæ árið 2018 nam tæplega 156 þúsund tonnum. Langstærstur hluti, eða ríflega helmingur losunar, kemur frá samgöngum. Þetta kemur fram í skýrslu um losunarbókhald Akureyrarbæjar fyrir árið 2018 vegna aðildar sveitarfélagsins að átakinu Global Covenant of Mayors (GCoM) og greint er frá á vef bæjarins. Akureyrarbær er í hópi um 10 þúsund sveitarfélaga frá 139 löndum sem vilja vera í forystu í loftslagsmálum. Með átakinu hafa sveitarfélögin lýst yfir vilja til að bregðast ákveðið við lofts- lagsbreytingum, draga úr losun, birta tölulegar upplýsingar um frammistöðu í loftslagsmálum og setja markmið um enn betri árangur. Auk Akureyrarbæjar eiga tvö íslensk sveitarfélög aðild að GCoM, Reykjavíkurborg og Hveragerði. Akureyri hefur skuld- bundið sig til að gera árlega grein fyrir kolefnisspori sveitarfélagsins og þarf að uppfylla ýmsar kröfur, meðal annars um aðgerðaáætlun í loftslagmálum, segir enn fremur á vef bæjarins. 55% losunar vegna samgangna Stefán Gíslason, sérfræðingur hjá Umhverfisráðgjöf Íslands, kynnti skýrslu fyrir árið 2018 á síðasta fundi umhverfis- og mannvirkja- ráðs Akureyrarbæjar. Skýrslan inni- heldur fyrsta heildstæða losunar- bókhald sveitarfélagsins, þar sem gerð er grein fyrir losun gróður- húsalofttegunda vegna allra athafna á svæðinu. Losun gróðurhúsaloft- tegunda frá Akureyri nam 155.856 tonnum. Þar af má rekja um 55% til orkunotkunar í samgöngum og eru vegasamgöngur langstærsti einstaki liðurinn í losun svæðisins. Mikið gert til að draga úr losun Önnur atriði sem vega þungt í los- unarbókhaldinu eru orkunotkun í iðnaði, urðun úrgangs og land- notkun. Ekki er hægt að segja til um hvort losun hafi aukist eða minnkað milli ára því þetta er fyrsta fullmót- aða loftslagsbókhaldið. Í skýrslunni er fjallað um leiðir til að draga úr losun og er talið að stærstu tæki- færin liggi í að draga úr losun frá samgöngum. „Þegar hefur mikið verið gert til að draga úr þessari losun, svo sem með því að gera metan aðgengilegt sem eldsneyti á farartæki, setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla, bjóða upp á gjaldfrjálsar almenningssam- göngur á Akureyri og svo framveg- is. Ástæða virðist til að gera sérs- taka áætlun um enn frekari aðgerðir á þessu sviði,“ segir í skýrslunni. /MÞÞ 88 %In niheldur 88% v at n Gulrótin er mikið fyrir augað. Hún inniheldur mikið af beta-karótíni, sannkallað undraefni sem meðal annars viðheldur góðri sjón. Öflugur sjónauki islenskt.is Akureyri: Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda tæplega 156 þúsund tonn Flóahreppur er rauðlitaða svæðið á myndinni. Flóahreppur segir nei við Árborg Sveitarstjórn Flóahrepps hefur hafnað beiðni Sveitarfélagsins Árborgar um ósk um tilfærslu á sveitarfélagamörkum sveitar­ félaganna. Í erindi frá Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra í Árborg, er farið þess á leit við sveitar- stjórn Flóahrepps að eignarlönd Árborgar austan við Selfoss falli undir Sveitarfélagið Árborg og skipulagsvald þess. Þarna er m.a. um að ræða land úr jörðinni Laugardælum. Samþykkt var með öllum fimm atkvæðum sveitarstjórn- ar Flóahrepps að segja nei við erindi Árborgar. /MHH Sundlaug Stokkseyrar: Einn á vakt Hverfaráð Stokkseyrar undrar sig á því að það sé aðeins einn starfsmaður á vakt í sundlauginni á staðnum, sem Sveitarfélagið Árborg rekur. Upp hafa komið atvik þar sem starfsmaður hefur orðið að sinna veikindum gesta og því ekki getað sinnt öðrum verkefnum á meðan. Annað atvik varð þegar starfsmaður laugarinnar rann til og slasaði sig, lá ósjálfbjarga og þá var enginn til að taka við starfinu. „Já, þetta er í lagi og gert í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands sem er okkar eftirlits- aðili. Svona litlar sundlaugar mega vera með einn á vakt þegar gestir eru ekki fleiri. Þegar stærri hópar koma þá er kallaður út starfsmaður og yfir sumartímann eru alltaf tveir á vakt,“ segir Bragi Bjarnason, deildarstjóri frístunda- og menningardeildar Árborgar, aðspurður um málið. /MHH

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.