Bændablaðið - 20.02.2020, Síða 21

Bændablaðið - 20.02.2020, Síða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. febrúar 2020 21 Daimler AG, móðurfélag Mer­ cedes Benz, mun hætta þróun gas knúinna trukka og þess í stað snúa sér að raf­ og vetnisknún­ um bílum. Markmið Daimler er að ökutækjaframleiðsla fyrir­ tækisins verði með kolefnis hlut­ lausum aflvélum á helstu mörk­ uðum fyrirtækja sam steyp unnar fyrir 2039. Mercedes Benz vinnur nú að þróun rafknúinna stórra trukka eins og eActros, sem áætlað er að hefja framleiðslu á 2022, samkvæmt frétt Bloomberg undir lok síðasta árs. Ætlar Benz þar greinilega ekki að sitja eftir í samkeppninni um rafbíla en rafbílaframleiðandinn Tesla hafði áður gefið það út að það hyggist setja á markað trukk í takmörkuðu upplagi á árinu 2020. Vetnisknúnir bílar í lok næsta áratugar Yfirmaður trukkaframleiðslu Mercedes Benz, Martin Daum, sagði á ráðstefnu í Berlín í október að það þjónaði engum tilgangi að eyða peningum í eitthvað sem þjónaði ekki langtímamarkmiðum fyrirtækisins. Þar nefndi hann sér- staklega þróun gasknúinna bíla sem keyrðu á jarðgasi. Hann sagði þó ekkert um notkun á lífrænu gasi sem m.a. er framleitt í landbúnaði, en að grunni til er um sömu vél- tækni að ræða. Með notkun á lífgasi (Bio-gasi) er nefnilega líka verið að framkvæma hlutleysi í losun gróð- urhúsalofttegunda, þar sem gasi sem annars færi út í andrúmsloftið er brennt í vélunum. Sagði Daum að vetnisknúin öku- tæki ættu að vera orðin fram bærileg í lok komandi áratugar. Er þessi vegferð þegar hafin hjá Daimler en Benz setti í gang fjöldaframleiðslu á rafknúnum borgarrútum á árinu 2018. Þá var sýnd á Tokyo Motor Show í Japan frumgerð af Fuso trukk sem knúinn er vetnisknúnum efnarafal, en Fuso er vörumerki sem Benz á í Asíu. Misvísandi yfirlýsingar en veðjað á vetnið Reyndar er þetta ekki í fyrsta skipti sem menn taka snarsnúninga í opinberri umræðu um þróun afl- véla. Virðast yfirlýsingarnar tals- vert hafa sveiflast í takt við þann áheyrendahóp sem menn eru að tala við hverju sinni og hvað fólk vill heyra. Um tíma voru menn búnir að leggja vetnishugmyndir að mestu á hilluna, en nú hefur rykið greini- lega verið dustað aftur af gömlu hugmyndunum. Þá virðist ljóst að bílaframleiðendur telja rafknúna stóra bíla einungis vera tímabund- inn möguleika á meðan beðið verði eftir að vetnistæknin verði nógu góð. Ástæðan er sá tími sem fer í að hlaða risastóra rafgeyma í bílunum. Vetnisbílar eru líka rafmagnsbílar Segja má að það sé rökrétt hjá Benz að veðja á þessa tvo kosti samhliða, því mótorar og drifbún- aður er nánast sá sami í báðum til- vikum. Í rafbílunum eru það bara rafhlöður sem geyma raforkuna sem til þarf, en í vetnisbílunum er raf- magnið fyrir mótorana framleitt með vetnisknúnum efnarafal. Reyndar hafa bílaframleiðendur líka verið að þróa sprengihreyfla sem ganga fyrir vetni sem gæti verið þriðji kosturinn. Íslendingar í góðum málum Ef þetta gengur eftir er ljóst að Íslendingar munu verða þar í góðum málum hvað varðar orku á ökutæki og skip. Þá gildir einu hvort um er að ræða rafknúin og/eða vetnisknúin farartæki. Fram kemur í frétt Bloomberg að yfirlýsingar ráðamanna Benz séu m.a. taldar stafa af því að fyrirtækja- samsteypan hafi ekki verið að standa sig í samkeppninni um framleiðslu hagkvæmra trukka eins og frá Volvo og fleiri framleiðendum. Martin Daum segir einfaldlega að ef menn ætli að framleiða ökutæki sem gefi ekki frá sér neinn mengandi útblástur þá sé bara um tvo orkugjafa að ræða, rafmagn og vetni. /HKr. byko.is YLEININGAR ERU LÉTTAR STÁL- KLÆDDAR SAMLOKUEININGAR SEM FÁST MEÐ ÞÉTTIFRAUÐS- EÐA STEINULLARKJARNA. Einingarnar eru sterkar og burðarmiklar og fást með mismunandi yfirborði og litum að eigin vali. Helstu kostir þess að nota samloku- einingar er auðveld og fljót uppsetning, auðveld þrif, mikil burðargeta, mikið einangrunargildi og er ódýr kostur ef miðað er við hefðbundnar lausnir. Yleiningar henta vel fyrir eldri gripahús þar sem skipta þarf út þak- og eða veggjaklæðningum. BALEX yleiningar eru framleiddar undir ströngu eftirliti samkvæmt viðurkenndum evrópskum stöðlum. Hafðu samband: bondi@byko.is YLEININGAR október síðastliðnum sem nefndur er „HDC-6 Neptune hydrogen fuel cell truck“. Áætlar Hundai að slíkir bílar geti verið komnir á göturnar í Bandaríkjunum 2024. Eins keypti vélaframleiðandinn Cummins í júlí á síðasta ári orkusellufyrirtækið Hydronics fyrir 290 milljónir dollara svo eitthvað sé nefnt. Toyota hyggst framleiða vetni úr kúamykju Toyota hyggst opna áhugavert fyr- irtæki á athafnasvæði Long Beach- hafnar út frá sjónarhóli bænda. Þar er um að ræða „endurvinnslufyr- irtæki“ sem á að framleiða vetni úr kúamykju. Vetnið á svo að nýta til að knýja vetnistrukka sem framleiddir verða í samvinnu við trukkaframleiðandann Kenworth. Á heimasíðu Kenworth Truck Company í Las Vegas í Nevada var greint frá samstarfi fyrirtæk- isins og Toyota þann 8. janúar síðastliðinn. Þar segir að sam- vinnan snúist um hönnun á 10 mengunarlausum Kenworth T680 trukkum sem knúnir verða með vetnisefnarafal frá Toyota. Þetta sé hluti af 41 milljónar dollara samningi um verkefnið „Zero and Near­Zero Emissions Freight Facilities (ZANZEFF)“. Hefur þetta verkefni hlotið viðurkenn- ingu California Air Resources Board (CARB), með stuðningi Port of Los Angeles. Þá segir að þetta sé hluti af enn stærra 82 milljóna dollara verkefni sem snýst um að vetnisvæða drátt- arvélar og koma upp innviðum fyrir vetnisafgreiðslustöðvar og flutninga á vetni í samvinnu við höfnina í Los Angeles þegar á þessu ári. Kenworth T680 trukkarnir eiga að vera í akstri á Los Angeles svæðinu og inn í land til borga eins og Ontario og San Bernardino „Þetta er frábært samvinnu- tækifæri fyrir Keng Toyota við rannsóknir og þróun á mengunar- lausri tækni sem mun spila stórt hlutverk í flutningum fram- tíðarinnar,“ segir Mike Dozier, forstjóri og stjórnarformaður PACCAR tæknifyrirtækisins, sem er móðurfélag trukkaframleiðend- anna Kenworth, DAF og Peterbilt. Gagntekin frá barnæsku Trevor Milton hefur verið gagntek- inn af hreyfiafli hluta síðan hann var 6 ára í lestarferð sem pabbi hans skipulagði. Hann fór í framhalds- skóla í Utah en gafst upp eftir sex mánuði. Í ferð með mormónum til Brasilíu fór hann að hugsa um þessi mál í víðara samhengi, einkum út frá umhverfisfræðilegum sjónarmiðum. Árið 2010 stofnaði hann fyrirtækið Hybrid Systems í Salt Lake City til að hanna metangaseldsneytiskerfi fyrir trukka. Hann seldi það fyrir- tæki til Worthington árið 2014 og gekk til liðs við Mark Russel, fyrrum læriföður sinn í Worthington trukka- verksmiðjunum, og stofnuðu þeir Nikola Motor. Hraðari breytingar í vetnisþróun en búist var við Breytingarnar eru að verða að veruleika segir Forbes og sennilega mun hraðar en framleiðendur dísil- trukka hafa búist við. Þá bendir blaðið á að Evrópusambandið hafi verið að herða mengunarreglur sem gætu leitt til banns á dísilbílum fyrir árið 2030. Kalifornía sé með svipuð áform. Þá segir að Milton telji sig nú hafa þriggja til fimm ára forskot á keppinautana til að vera kominn með trukka án mengandi útblásturs tímanlega til að mæta hertum kröfum. Vetnisknúnar járnbrautir Fjölmargir framleiðendur aflvéla í stærri farartæki virðast hafa tekið stefnuna á þróun vetnisknúinna efnarafala og rafmótora í drif- búnað. Hafa þegar verið teknar í notkun vetnisknúnar járnbraut- arlestir í Þýskalandi og fleiri slíkar eru á teikniborðinu, m.a. í Bandaríkjunum og Sviss. Þá virðast margir trukkaframleiðendur vera að feta sig inn á þessa braut. Framleiðendur einkabíla fylgdu í fótspor Elan Musk, framleiðanda Tesla, við að markaðssetja rafbíla búna endurhlaðanlegum Lithium- Ion rafhlöðum. Fljótlega varð ljóst að rafhlöður væru bæði of dýrar, of þungar og seinlegar í endurhleðslu til að geta hentað vel í þung og mikil atvinnutæki. Lausnin virð- ist þar vera að nota efnarafala sem umbreytir vetni í raforku. Áætlað er að taka fyrstu meng- unar lausu járnbrautarlestina í Bandaríkjunum í gagnið 2024. Það er samkvæmt verkefni sem kallað er ýmist „Hydrail“ eða „Redlands Passenger Rail Project“ og mun lestin verða staðsett á leiðum í Suður-Kaliforníu. Þar ráðgera samgönguyfirvöld í San Bernardino að fá FLIRT H2 lest frá svissneska framleiðandanum Stadler. Í byrjun verða tveir vagnar í þessari vetn- islest og verður vetnisgeymum komið fyrir á þaki vagnanna líkt og gert var í vetnisknúnu tilrauna- strætisvögnunum í Reykjavík. Þessir vagnar eiga að ganga á 9 mílna (um 15 km) löngu spori á milli San Bernardino og Redlands. Samkvæmt heimildum SBCTA (San Bernardino County Transportation Authority) mun verk efnið kosta 23,5 milljónir dollara. Franska fyrirtækjasam- steypan Alstrom er þegar með vetnisknúna Coradia iLint lest í gangi í Þýskalandi. Ráðgert er að koma í notkun fleiri slíkum lest- um í Frakklandi. Þá er horft á notkun lestarvagna frá Stadler í Bretlandi. Kínverjar tóku sína fyrstu vetnisknúnu járnbrautarlest í gagnið 2015, en þar veðja yfirvöld á aukna notkun vetnislesta. Vetnistrukkurinn HDC-6 Neptune sem Hyundai kynnti í Bandaríkjunum undir lok síðasta árs. Hann á að koma á göturnar þar í landi 2024. Rafknúinn eActros frá Mercedes Benz. Trukkaframleiðendur undir mikilli pressu um að draga úr losun CO2: Mercedes Benz býst við að vetni verði eldsneyti framtíðarinnar –Þróun gasknúinna trukka verður hætt en áhersla lögð á raf- og vetnisbíla Vetnisknúinn BMW. Vetnisknúinn Mercedes Benz.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.