Bændablaðið - 20.02.2020, Page 25

Bændablaðið - 20.02.2020, Page 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. febrúar 2020 25 árum byggðu þau af mikilli elju og þrautseigju upp glæsilega aðstöðu á Geysi. Að sögn Sigríðar höfðu ekki allir sömu trú á því að ferðaþjónusta á Geysi gæti orðið arðbær. „Árið 1987 áttum við bara 150 stóla í 600 manna sal og tvær 60 bolla kaffikönnur,“ rifjar hún upp. „Einhver benti mér á að ég ætti að geta fengið lán fyrir stærri könnu og nokkrum kollum, svo ég lét á það reyna. Bankinn velti þessu lengi fyrir sér en hafnaði svo beiðninni. Þeir höfðu engan áhuga.“ Sigríður leitaði þá til aðila sem seldu þessa hluti og þeir sáu til þess að þessir 600 gestir gætu bæði fengið tíu dropa og tyllt sér á meðan. Már hlaut riddarakrossinn árið 2005 fyrir frumkvæði í uppbyggingu ferðaþjónustu og Sigríður hlaut heiðursverðlaun Félags kvenna í atvinnulífinu árið 2016. „Tengdaforeldrar mínir eru mínar fyrirmyndir í starfi, enda einstak- lega ósérhlífnir dugnaðarforkar sem byggðu upp fyrirtækið með mikilli hugsjón og krafti,“ segir Elín. 100 starfsmenn í dag Í dag er Hótel Geysir rekið af Sigríði Vilhjálmsdóttur ásamt dóttur hennar, Mábil Másdóttur, hótelstýru Hótel Geysis, og af Sigurði og Elínu. Geysissvæðið samanstendur af fjórum veitingastöðum en þeir eru: Geysir Glíma, Geysir veitingahús, Súpa og Kantína. Einnig er hér þrenns konar gisting; Hótel Geysir, Litli Geysir hótel og Geysir smáhýsi. Á staðnum er einnig verslunin Geysir sem og útivistar- og minjagripaverslun sem reknar eru af Jóhanni Guðlaugssyni ásamt Súpu og Kantínu. Á staðnum í heild sinni starfa um 100 starfsmenn. Samkvæmt könnun Ferðamálastofu þá heimsóttu 73,8% ferðamanna Suðurlandið árið 2018 og þar af komu 82% þeirra á Geysi. „Sá fjöldi er að sjálfsögðu ekki allt okkar viðskiptavinir en við þjónustum alla þá sem heimsækja svæðið, til dæmis með bílastæðum, salernum, snjómokstri og söndun,“ segir Elín. Eitt glæsilegasta hótel landsins Þann 1. ágúst 2019 var opnað glæsi- legt hótel á staðnum, Hótel Geysir, en það tengist núverandi þjónustu á svæðinu og gefur því heildstætt út- lit. Áhersla var lögð á að byggingin væri hógvær í umhverfi sínu og endurspeglast það í formi hennar og landslagsmótun en byggingin er formuð þannig að hún skyggi sem minnst á náttúruperlur svæðisins. Hótelið er þrjár hæðir auk kjallara. Í herbergjaálmunni eru 77 herbergi, þar af 6 svítur. Öll herbergin eru með fallegu útsýni yfir sveitina. Aðalanddyri hótelsins og móttaka eru á 2. hæð með tvöfaldri lofthæð. Gluggafletir eru stórir og háir og ramma inn stórglæsilegt útsýnið yfir hverasvæðið. Sveitarómantíkin svífur yfir vötnum Elín segir að nýja hótelið bjóði upp á marga möguleika, stór ráðstefnu- salur, fullt af misstórum herbergjum, gott aðgengi fyrir fatlaða, nokkrar svítur og þrjár hæðir af veitinga- stöðum og fjóra bari. En hver er markhópur hótelsins? „Það eru gestir sem vilja njóta alls hins besta í gistingu og mat í dásam- legri náttúru. Við erum með einstaka fagmenn í eldhúsinu okkar og yfir- matreiðslumeistari okkar, Bjarki Hilmarsson, sér til þess að gestir eigi ógleymanlega kvöldstund í mat og drykk. Frá opnun hafa Íslendingar tekið okkur einstaklega vel og verið í hópi okkar stærstu viðskiptavina, sem hefur veitt okkur mikla ánægju. Við erum að hefja uppbyggingu á fjórum ráðstefnusölum og munu ráð- stefnugestir vonandi verða tíðir gestir þar sem við komum til með að bjóða upp á úrvals aðstöðu fyrir ráðstefnur. Annars bjóðum við upp á eitthvað fyrir alla á svæðinu, hvort sem það eru stærri hópar eða pör sem vilja koma í sveitarómantík.“ Eitt flottasta eldhús landsins Eldhúsið í nýja hótelinu er mjög stórt og glæsilegt og er örugglega eitt af flottustu ef ekki flottasta eldhús landsins. „Já, það er rétt. Bjarki Hilmars son, yfirmatreiðslu meistari okkar, hefur starfað hjá okkur í 27 ár og hannaði eldhúsið í heild sinni og valdi allan tækjabúnað, það er einstaklega glæsi- legt og vel útbúið. Það var sérstaklega hugað að því að aðstaða fyrir starfs- menn væri sem allra best og ég myndi telja að frábær vinnuaðstaða byggi grunninn að þeim dásamlega mat sem er búinn til í eldhúsinu okkar. Við leggjum áherslu á að nota afurðir beint frá bónda og bjóðum upp á það allra ferskasta hráefni sem til er og því tekur matseðillinn breytingum eftir árstíðum,“ segir Elín. Umhverfismálin í brennidepli – Leggur fjölskyldan á Geysi ofur­ áherslu á umhverfismál í allri starf­ semi sinni? „Já, það gerum við svo sannar- lega, enda er megin aðdráttarafl Íslands hrein og ósnortin náttúra og er Hótel Geysir í nálægð við eina helstu perlu Íslands. Við höfum til- einkað okkur sjálfbæra stefnu þar sem við viljum sameina sjónarmið náttúrunnar og þarfir gesta okkar. Við leggjum áherslu á að vernda náttúruauðlindir með ábyrgri nýt- ingu orku, vatns og efna um leið og við tryggjum gestum okkar fyrsta flokks þjónustu í samræmi við væntingar þeirra. Hótel Geysir er starfrækt og upphitað eingöngu með grænni og endurnýjanlegri orku. Allt rafmagn sem notað er á hótelinu er framleitt af vatnsafls- virkjunum sem er græn orka,“ segir Elín stolt á svip og bætir við: „Við flokkum, vigtum og sendum til endurvinnslu allt sorp og annað sem fellur til eins og kostur er. Við notum vottaðar sápur og hreinsiefni og förum sparlega með efni. Við tryggjum að starfsfólk hafi góða þekkingu og beiti viðurkenndum aðferðum í umhverfisstarfi hótelsins og fylgjumst með nýjungum í umhverfismálum. Við bjóðum ekki upp á einnota vörur sé þess kostur og við tryggjum að flokkun á sorpi sé aðgengileg, bæði fyrir starfsmenn og gesti. Innkaupastefna okkar mælir fyrir um að kaupa lífrænt vottaðar vörur ásamt vörur úr nærumhverfi okkar, sé þess kostur. Við stundum viðskipti í heimabyggð eftir fremsta megni og styrkjum góð málefni í heimabyggð.“ Geysir spa og brugghús næst á dagskrá Elín segir að það sé ýmislegt fram undan á Geysissvæðinu, fjölskyldan sé ekki hægt að framkvæma þótt nýja hótelið sé risið. „Nei, nei, næsti áfangi okkar í uppbyggingu á svæðinu er að fara að huga að því að gera heilsulind, Geysir spa, þar sem gestir okkar geta notið þess að fara í heitan pott, gufu og stundað líkamsrækt, enda ekki annað hægt á þessum íþróttagrunni sem við búum í. Einnig erum við byrjuð að huga að upplýsingamiðstöð fyrir ferða- menn sem og að endurbyggja Geysisstofuna sem er safn um náttúru Íslands og hverasvæðið þá sérstaklega og síðast en ekki síst þá stefnum við á að gera brugghús þar sem framleitt verður Geysir brennivín.“ Börnin með í vinnunni – Elín er að lokum spurð hvað henni þyki skemmtilegast við að reka ferðaþjónustu á Geysissvæðinu og hvað það sé að gefa fjölskyldunni? „Það skemmtilegasta er að geta hlúð að föðurarfleifð mannsins míns og að leggja sig fram um að gera það með sóma. Hér er okkar heimili líka, við störfum hér og ölum upp börnin okkar, þannig þetta er svo miklu meira er fyrir- tæki í okkar augum. Einnig er dásamlegt að geta starfað með fjölskyldunni þar sem við höfum öll sama markmið og drif. Við tökum hiklaust börnin með í vinnuna og kynnum þau fyrir fjöl- breytta starfinu okkar. Eitt það besta finnst mér er að ala upp börnin okkar í þessu góða samfélagi þar sem sveitungar okkar eru einstaklega gott fólk og mikil samheldni er í sveitarfélaginu. Ég er mjög ánægð með skólann og leikskólann og tel það algjör for- réttindi að ala upp börn í sveitinni. Árið 2015 eignuðust við Sigurður dóttur okkar Antoníu Elínu ,sem var mikill fyrirburi, hún kom í heiminn á viku 28 og var 3 merkur. Það hlýjar okkur ennþá um hjartarætur að sveit- ungar okkar hlupu til styrktar vökudeildinni samtals 111 kíló- metra í Reykjavíkurmaraþoninu. Það fannst okkur einstakt og sýndi samheldnina og það hefur heldur betur verið hlúð að henni í okkar góða samfélagi. Ég vil þakka öllu því einstaka starfsfólki sem kom að uppbyggingu Hótel Geysis sem og þess starfsfólks sem bæði hefur starfað hjá okkur og starfar hjá okkur í dag. Við höfum verið einstaklega heppin með frábært samstarfsfólk en árangur okkar er hæfileikaríku starfsfólki að þakka. Mannauðurinn er okkar fyrirtæki einstaklega dýr- mætur,“ segir Elín um leið og henni er þakkað fyrir viðtalið með þéttu handabandi og kossi á kinn. /MHH SELDU HRYSSUR TIL LÍFS Hrossabændur óska eftir hryssum Mega vera þriggja til fimmtán vetra Hækkað verð: Greiðum 35.000 kr. án vsk. fyrir hryssuna Sækjum frítt á Suður-, Vestur- og Norðurland. Upplýsingar: hryssa@isteka.com eða í síma 581-4138. Geymið auglýsinguna! Hryssur eru greiddar eftir reikningi og eftir umskráningu í WorldFeng. Anddyrið (lobbíið) í nýja hótelinu er einstaklega glæsilegt og vekur athygli allra sem þangað koma. Mynd / Eyjólfur Már Thoroddsen Bjarki Hilmarsson matreiðslumaður er allt í öllu þegar kemur að því að útbúa mat fyrir gesti á Geysi. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson. Þarna fá hótelgestir líka innsýn í byggingasöguna á staðnum. Mynd / EMT Höggmynd af Sigurði Greipssyni sem fæddist í Haukadal 1897. Hann var mikill glímukappi og stofnaði íþróttaskólann í Haukadal sem hann rak í 37 ár með eiginkonu sinni. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.