Bændablaðið - 20.02.2020, Síða 34

Bændablaðið - 20.02.2020, Síða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. febrúar 202034 Þó svo að flestir kúabændur líti á burð sem upphaf mjaltaskeiðs, má færa góð rök fyrir því að í raun hefjist nýtt mjaltaskeið með geldstöðunni. Á þessu tímabili er júgurvefurinn undirbúinn undir komandi framleiðslutímabil og hér þarf ótal margt að ganga upp, svo vel eigi að vera. Það mætti bera saman upphaf mjólkurframleiðsluferilsins við prentun Bændablaðsins, en þegar komið er að prentuninni sjálfri ligg- ur að baki mikil vinna við greina- skrif, uppsetningu og annað sem þarf svo blaðið standi undir nafni. Sama á við um mjólkurframleiðsl- una en þegar hún hefst hefur júg- urvefurinn og kýrin sjálf staðið að undirbúningi í margar vikur. Svo allt gangi vel upp, þarf að undirbúa málið vel og koma framleiðsluferl- inu í réttan farveg. Þetta gildir ekki einungis um kýr heldur svo sannarlega kvígur líka og því betur sem bændur hlúa að kvígunum og kúnum síðustu vikurnar fyrir burð, því meiri eru líkurnar á því að gripirnir verði hraustir og skili auk þess góðum afurðum. Kvígum þarf að sinna Of víða eru kvígurnar látnar vera út af fyrir sig allt fram að burði og margir sem líta ekki á tímabilið með kvígurnar síðustu 6 vikurnar fyrir burð með sama hætti og geldar kýr, en þær hafa í raun sömu þarfir og því á að með- höndla þær eins og geldar kýr. Það er þó vandmeðfarið að sinna þeim vel því reynslan sýnir að best er að hafa þær ekki með kúnum vegna vandamála með virðingarröðina og t.d. á stærri búum, þar sem hægt er að hafa kvígurnar í sér hópi á fyrsta mjaltaskeiði, þá skila þær mun meiri afurðum en séu þær hafðar saman við hóp eldri kúa. Þetta skýrist af eineltistilburð- um sem sjást hjá eldri kúm, sem oft hefur þau áhrif að kvígur éta hreinlega minna og hvílast minna en hinar sem eldri eru. Til þess að geta útbúið almennilegt skipulag fyrir kvígurnar síðustu vikurn- ar fyrir burð þá segir sig sjálft að nauðsynlegt er að hafa vitneskju um daginn sem þær festa fang sem er lítið mál séu þær sæddar en getur verið vandasamara, en vissulega hægt líka, sé þarfanaut notað. Að gelda upp Hér áður fyrr voru kýr oftast geldar upp þegar lítið var í þeim en í dag er mun algengara að gelda þarf kýr upp sem eru enn í töluverðri fram- leiðslu og jafnvel í tug lítra fram- leiðslu á dag. Fyrst ætti alltaf að senda sýni í PCR greiningu áður en kýrin fer í geldstöðu, svo hægt sé að meðhöndla mögulega sýkingu í geldstöðunni með réttum lyfjum. Oft eru kýrnar þá settar á létt fóður, svo framleiðslan minnki og séu kýrnar hraustar þola þær vel að hætt sé að mjólka þær bratt, jafnvel þó þær séu í mikilli nyt. Skýringin felst í því að mjólkurframleiðslan er hormónatengd og þegar hætt er að mjólka kúna, bregst líkaminn hratt við. Það getur þó verið kostur að létta á mjólkurþrýstingnum eftir 1–2 daga ef sérstök ástæða þykir til þess. Í þessum hluta geldstöðunnar eru kýrnar viðkvæmar fyrir júgurbólgu og við mælum oftast með því að þær séu spenadýfðar í a.m.k. eina viku eftir upphaf geldstöðunnar, til að gefa þeim meðbyr að takast á við umhverfisbakteríur. Það gerir líka það að verkum að það verður fylgst sérlega vel með kúnum þessa fyrstu viku, sem einmitt er mikilvægt ef upp koma vandamál. Í upphafi geld- stöðunnar myndast keratín-tappinn í spenagöngunum en hann gegnir því hlutverki að loka spenanum á meðan geldstaðan stendur yfir. Það er misjafnt hvað þessir tappar myndast hratt og því er spenadýfan góður kostur á meðan þetta gerist. Gefa þeim pláss Eitt af því sem við sjáum of víða í heiminum er að það rými sem kvígum, sem komnar eru undir burð, og geldum kúm er ætlað er alls ekki nógu gott. Í raun ætti að nýta bestu aðstöðuna einmitt fyrir geldar kýr og kvígur en þeirra þarfir eru nokkuð einfaldar: þær vilja hreint rými, mjúkt og þurrt, hafa aðgengi að góðu vatni og fóðri auk þess að hafa næði og rými til að hvílast. Tilfellið er hins vegar að oft eru nýtt einhvers konar afgangsrými fyrir þessa gripi og mjög oft er rýmið takmarkað, en eins og hér að framan segir er það einkar óheppilegt vegna virðingarraðarinnar. Þar sem fæstir eru með það stóra hjörð að hægt sé að hafa kvígur og geldar kýr hvorar í sínum hópnum svo vel eigi að vera, þarf meira rými en ella svo óþarfa árekstrar milli kvíga og eldri gripa séu lágmarkaðir. Þá þarf einnig að vera gott pláss við fóðurganginn þar sem átgetan fellur síðustu þrjár vikurnar í geldstöðunni. Því er afar mikilvægt einmitt á þessu tímabili að tryggja kvígum og kúm gott rými og næði svo þær geti étið það sem við ætlumst til að þær geri. Þær eru líka á þessu tímabili orðnar miklar um sig og þurfa því rúmgóða legubása. Oft of feitar Annað vandamál sem sést víða er ólag á fóðrun kvíganna þegar líður á seinni hluta meðgöngunnar og kúnna á síðari hluta mjaltaskeiðs. Á þessu tímabili eykst oft fitusöfnunin og séu t.d. kýrnar þegar orðnar feitar í upphafi geldstöðunnar, er orðið of seint að bregðast við. Þá er svo sem hægt að halda í horfinu en í raun of seint að draga úr holdastigi þeirra. Þegar komið er að þessum tímapunkti ætti holdastigið að vera um 3,00–3,25 og ekki hærra en 3,50 en ef kvígur eða kýr holdastigast allt of hátt getur það leitt til allskonar vandamála þegar komið er að burði og eftir burðinn. Þetta er vandamál sem við sjáum á kúabúum um allan heim og skýrist auðvitað af gríðarlega breyttri fóðurþörf Á FAGLEGUM NÓTUM Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Nú þegar líða fer að vori eru margir byrjaðir að hlakka til betri tíma eftir rysjóttan vetur og þá sérstaklega við garðyrkjunemar sem sjáum sumarið í hillingum. En þó eru líka blendnar tilfinningar í gangi, við erum nefnilega mörg sem klárum námið okkar í vor og útskrifumst. Við staðarnemar við Garð- yrkjuskólann sem byrjuðum í námi haustið 2018 og erum að útskrifast í vor kveðjum skólann með trega. Þessi tími á Reykjum er búinn að vera æðislegur. Námið er ótrúlega gefandi og skemmtilegt og vilja kennarar og starfsfólk skólans allt fyrir mann gera. Auk þess er andrúmsloftið í skólanum svo nærandi, enda erum við umvafin plöntum alla daga. Fjölbreytt nám Námsbrautirnar eru margvís- legar og fjölbreyttar en flestir læra sama grunninn. Á ylræktarbraut er kennt allt um gróðurhús og ræktun í þeim, hvort sem það er grænmeti, pottaplöntur eða afskorin blóm. Lífræna brautin veitir mikla innsýn í lífræna framleiðslu, hvernig skuli staðið að henni og hvaða reglum ber að fylgja en þar eru mikil sóknarfæri. Garð- og skógarplöntubraut kennir allt um framleiðslu plantna og almenna garðyrkjufræði. Á blómaskreytingabraut er kennt hvernig eigi að hugsa um afskorin blóm og greinar og búa til skreytingar fyrir öll tilefni, eins og jarðarfarir, fermingar og brúðkaup. Á skógræktarbrautinni er kennt allt um skógrækt, vistfræði, umhverfisfræði og þess háttar. Skrúðgarðyrkjubrautin kennir hellulögn, viðhald lóða, útplöntun og fleira og er það lögfest iðngrein sem lýkur með sveinsprófi. Fjölbreytt félagslíf Félagslífið er fjölbreytt og kynnast bæði staðarnemar og fjarnemar. Eitt stærsta félagsstarfið er þegar nemendur fá þann heiður að sjá um skipulagningu sumardagsins fyrsta en þá er mikil hátíð á Reykjum þar sem almenningi er boðið að kynnast starfinu þar. Allur ágóði dagsins fer í utanlandsferð nemenda að hausti og er það meiri háttar ferðalag sem við getum heilshugar mælt með. Allt sem við höfum lært í skólanum er afar gagnlegt og hefði okkur ekki órað fyrir því hvað við myndum læra mikið á stuttum tíma. Fjölbreytt tækifæri Atvinnutækifærin eru mörg að námi loknu og hlökkum við til framtíðarinnar á vinnumarkaði. Það að vinna við garðyrkju heldur manni ávallt ferskum því umhverfið er svo skapandi og fjölbreytt frá degi til dags. Við viljum nýta tækifærið og þakka samnemendum og kennurum fyrir dásamlegan tíma og bjóða nýja nemendur velkomna í skólann í vor. Þið eigið svo sannarlega góða tíma í vændum. Nemendur Garðyrkjuskólans GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM Skemmtilegt starfsnám við Garðyrkjuskólann Ingólfur Guðnason fagbrautarstjóri ásamt nemendum. Myndir / Nemendur garðyrkjuskólans. Jón Kristófer og nemendur í tilraunahúsinu. Guðríður Helgadóttir við kennslu. Því betur sem bændur hlúa að kvígunum og kúnum síðustu vikurnar fyrir burð, því meiri eru líkurnar á því að gripirnir verði hraustir og skili auk þess góðum afurðum. Mynd / HKr. Geldstaðan er upphaf mjaltaskeiðsins Því er afar mikilvægt einmitt á þessu tímabili að tryggja kvígum og kúm gott rými og næði svo þær geti étið það sem við ætlumst til að þær geri.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.