Bændablaðið - 20.02.2020, Qupperneq 36

Bændablaðið - 20.02.2020, Qupperneq 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. febrúar 202036 Heildarútflutningur á kindakjöti árið 2019 var 2.866 tonn sem er 19% samdráttur frá árinu áður þegar salan var 3.524 tonn. Heildarverðmæti útflutnings var 1.907 milljónir en var árið 2018 2.231 milljón. Reiknað eininga- verð útflutnings 2019 er 665 kr/ kg, hækkar milli ára um 5%, var árið 2018 633 kr/kg. Útflutningur á fersku kindakjöti árið 2019 var aðeins 61 tonn saman- borið við 323 tonn árið áður. Munar hér mestu um að Whole Foods- verslunarkeðjan í Bandaríkjunum hættu innflutningi á íslensku lamba- kjöti á síðastliðnu ári. Heildarútflutningur af frosnu kindakjöti árið 2019 var 2.805 tonn. Dregst saman um 400 tonn frá árinu áður. Á sama tíma eykst heildarútflutningsverðmæti á frosnu kindakjöti úr 1.820 milljónum árið 2018 í 1.847 milljónir árið 2019. Einingarverð á frosnu kindakjöti hækkar þannig um 16% milli ára, fer úr 569 kr/kg árið 2018 í 659 kr/ kg árið 2019. Frosið kindakjöt er 98% af öllum útflutningi árið 2019. Útflutningi á frosnu kindakjöti má skipta í þrjá meginflokka. Lambakjöt, sem telur um 1.399 tonn (49% af heildar útflutningi), kjöt af fullorðnu sem telur um 720 tonn (25%) og annað fryst kindakjöt með beini og annað fryst úrbeinað lamba- og kindakjöt, sem telur 686 tonn (24%). Í síðasta flokknum er fyrst og fremst um að ræða slög. Reiknað einingaverð á frosnu lambakjöti hækkar um 16,3% milli ára, fer úr 669 kr/kg árið 2018 í 779 kr/kg árið 2019. Árið 2019 voru flutt út 428 tonn af lambakjöti í heilum og hálfum skrokkum fyrir um 318 milljónir. Reiknað meðalverð ársins er 745 kr/kg, það er 55% hækkun milli ára þar sem einingaverð ársins 2018 var 481 kr/kg. Afkoma af útflutningi kindakjöts árið 2019 er talsvert betri en hann var árið á undan. Kemur þar bæði til að verðþróun á mörkuðum er hagstæð sem og gengisáhrif. Þá er ljóst að samhliða minni framleiðslu dregur úr útflutningi. Eftir standa þeir markaðir sem greiða besta verðið. Sú þróun skýrir að hluta til þann viðsnúning sem greinilega er orðinn í útflutningi. Þróun erlendra markaða benda til þess að það verði áfram hækkun á heimsmarkaði á þessu ári. En hins vegar eru nokkuð stórir óvissuþættir sem geta haft veruleg áhrif á endanlega niðurstöðu. Má þar m.a. nefna þróun á kjötmörkuðum í Kína og áhrif af útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. (Tölulegar upplýsingar eru upprunar í útflutningsskýrslum Hagstofu Íslands) Unnsteinn Snorri Snorrason framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda unnsteinn@bondi.is Útflutningur á kindakjöti dróst saman um 19% á síðasta ári Þróun á útflutningsverði á frosnu dilkakjöti í heilum og hálfum skrokkum. Verð í hverjum mánuði reiknað út frá samanlögðu magni og verðmæti 3 mánaða. LESENDABÁS Á þjóðgarður ekki að sameina frekar en sundra? Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að ræða um Miðhálendisþjóðgarð nú en meðan ekki fæst skynsamleg niðurstaða í því máli þá finnst mér rétt að vekja athygli á nokkrum atriðum varðandi það. Undanfarin misseri hafa verið haldnir fjöldi funda á vegum umhverfisráðuneytisins til að kynna málið fyrir heimafólki víðs vegar um landið. Ekki er að heyra að þessir fundir hafi snúið þeirri gagnrýni sem komið hefur fram á málið frá lunga þess fólks sem þá hefur sótt og verr er að það virðist vera lítill áhugi fundarboðenda á að hlusta á athugasemdir heimamanna á þeim svæðum sem snúa að hugsanlegum þjóðgarðshugmyndum. Hefur þetta gert það að verkum að frekar hefur vaxið tortryggni og vantraust á efndir og loforð þeirra sem boða þessar þjóðgarðshugmyndir og er það eitt og sér nægjanlegt til að kominn sé tími á endurmat málsins. Eitt er að stofna þjóðgarð og annað að þjónusta svæði hans og huga að uppbyggingu. Því miður kennir sagan okkur það að ríkisvaldið hefur, í gegnum tíðina, ekki staðið sig sem skyldi á þeim stöðum sem búið er að friðlýsa, jafnvel fyrir áratugum síðan. Mörgum þeim svæðum hefur ekki verið sinnt sem skyldi og eru mörg þeirra mjög illa á sig komin vegna ágangs ferðamanna og ónógrar landvörslu. Þó svo ríkar kröfur hafi komið frá íbúum landsins um slíkt og ekki hefur fengist fjármagn í nauðsynlegar framkvæmdir eða viðhald á þeim. En á sama tíma á að fara að friðlýsa enn meira án þess að gert hafi verið fyllilega grein fyrir því hvernig skuli fjármagna slíkt og á meðan sitja hin fjölmörgu friðlýstu svæði sem utan þjóðgarðs eru enn eftir. Höldum í hestana Það er mín skoðun að skynsamlegra sé nú fyrir stjórnvöld að doka aðeins við með þessar ráðagerðir sínar. Enda er þetta fley á leið upp á sker og ljóst að hægja þarf á. Skoða fyrst hina ýmsu vankanta sem á málinu eru. Því ekki verður þjóðarsátt um þjóðgarð ef skella á skollaeyrum við gagnrýni. Þau mál sem brýnast er að skoða betur í þessu samhengi eru skipulagsvald sveitarfélaga, sem þarf að tryggja að verði óskert algerlega hjá þeim. Fjármögnun verði að fullu tryggð í Miðhálendisþjóðgarð sem og önnur friðlýst svæði á landinu. Sennilega er best að byrja á því að tryggja fjármagn í verkefni utan garðsins svo þau verði ekki hornreka áfram. Tryggja þarf með óyggjandi hætti áframhaldandi beitarrétt bænda án þess að í löggjöfinni séu holur sem eru til þess fallnar að hægt verði að loka ákveðnum svæðum með klækjum. Tryggja verður orkuöflun fyrir komandi áratugi og að hægt verði að leggja nauðsynlegar línur inni á hálendinu. Síðast en ekki síst er æskilegast að sveitarfélög verði sjálfráð um það hvort og hvenær þau þá koma inn með sitt land í þjóðgarðinn. Og veigamest er náttúrlega það að stærstur hluti sveitarfélaga er málið varðar og land eiga að áðurnefndum Miðhálendisþjóðgarði eru áformunum andsnúinn eins og þau eru sett fram í dag. Það eitt og sér er nóg að mínu mati til að stoppa nú við og meta málin upp á nýtt í samráði við þau og íbúa þeirra. Offors og æsingur Einnig, eins og ég hef áður vikið að í grein um málið, má segja að einu sinni enn sé verið að byrja á röngum enda í jafn stóru máli og hér er á ferðinni. Við þurfum að byrja á því að tryggja innviði fyrir íbúa landsins áður en haldið verður lengra. Gerum áætlun um hvernig skal tryggja raforkuöryggi með uppbyggingu flutningskerfis raforku um land allt ásamt fjarskiptatengingum. Hvar við ætlum að virkja til framtíðar til að tryggja okkur endurnýjanlega orkugjafa vegna orkuskipta. Tökum þetta samtal við sveitarfélögin, hvernig þessum málum er best háttað fyrir landið okkar. Þegar þetta liggur fyrir, þá skulum við svo taka til við þjóðgarðamál aftur og byggja hann í kringum þessa framtíðarsýn. Getum við ekki öll verið sammála um það? Jón Björn Hákonarson, ritari Framsóknarflokksins Jón Björn Hákonarson. 0 500 1.000 1.500 2.000 2.500 3.000 3.500 4.000 2017 2018 2019 Út flu tt k in da kj öt , t on n Frosið - Lambakjöt Frosið - Kindakjöt Frosið - Annað (slög) Ferskt Heimild. Hagstofa Íslands 0 200 400 600 800 1000 1200 Jan. Feb. Mar. Apr. Maí Jún. Júl. Ágú. Sep. Okt. Nóv. Des. Út flu tn in gs ve rð , k r/ kg 2017 2018 2019 Þróun á útflutningsverði á frosnu dilkakjöt í heilum og hálfum skrokkum Heimild: Hagstofa Íslands 0 100 200 300 400 500 600 Heilum og hálfum skrokkum Hryggir Læri Frampartur Úrbeinað Út flu tt la m ba kj öt , t on n 2017 2018 2019 Frosið lambakjöt Heimild. Hagstofa Íslands Afkoma af útflutningi kindakjöts árið 2019 er talsvert betri en hann var árið á unda. Kemur þar bæði til að verðþróun á mörkuðum er hagstæð sem og gengisáhrif. Þá er ljóst að samhliða minni framleiðslu dregur úr útflutningi.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.