Bændablaðið - 20.02.2020, Side 37

Bændablaðið - 20.02.2020, Side 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. febrúar 2020 37 Kúabúið á Flatey í Hornafirði leitar eftir starfsfólki Á búinu eru að jafnaði 200-220 mjólkandi kýr en heildarfjöldi gripa með kálfum, kvígum og geldum kúm er að jafnaði um 550. Flatey er við þjóðveg 1, í um 40 km fjarlægð vestur af Höfn í Hornafirði, sem er næsti þéttbýliskjarni. Samgöngur til og frá Flatey eru greiðar árið um kring. Í Flatey er stórkostlegt útsýni til fjalla og jökla og stutt í einstakar náttúruperlur. Um framtíðarstörf er að ræða. Starfið felur í sér öll almenn bússtörf, s.s. umhirða kúa, jarðvinnslu, vinnu við heyskap, dagleg umhirða véla og tækja og önnur störf sem tilfalla á búinu. Kostur er að viðkomandi hafi lokið búfræðinámi og eða hafi reynslu af vinnu við kýr. Jafnframt er kostur að viðkomandi hafi færni og áhuga á viðhaldi og umhirðu véla. Laun eru samkvæmt kjarasamningum. Húsnæði í boði. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf frá og með 1. apríl nk. Umsóknum skal skilað til Birgis Freys Ragnarssonar, bústjóra, á netfangið selbakki@sth.is. Birgir veitir nánari upplýsingar um starfið í síma 868 4590. Fræðasetur um forystufé: Kollótt forystufé Áhugi á forystufé hefur aukist á síðustu árum. Bændur nýta sér æ meira hæfileika fjárins til að hjálpa til við rekstur og fjárrag. Almennur áhugi jókst mikið þegar bókin Forystufé eftir Ásgeir frá Gottorp var endurútgefin. Þá má segja að með tilkomu Fræðaseturs um forystufé hafi áhuginn einnig aukist enda eru þar miklar upplýsingar um forystu- fé og nú síðast með skemmtilegri ,,Facebook-síðu“. Í bókinni Forystufé eftir Ásgeir frá Gottorp er safnað saman sögum af afrekum forystufjár í fortíðinni. Við lestur bókarinnar sjá lesendur fjallað um kollótt forystufé. Það var talsvert til af því áður fyrr. Víðast hvar á landinu dó það út við niður- skurð vegna mæðiveiki og riðu. Í Norðausturhólfi þar sem aldrei hefur verið skorið niður hefur alltaf verið talsvert um ræktun forystufjár og er svo enn. Allt forystufé í landinu á rætur sínar að rekja í Norðausturhólf, bæði í gegnum sæðingar og líffé sem þar hefur verið keypt. Á nokkrum bæjum í hólfinu voru til kollóttar for- ystukindur, auðvita ekki hreinkoll- óttar þar sem kollóttir forystuhrútar voru sjaldgæfir. Þó ekki hafi verið notaðir kollóttir forystuhrútar fæddust af og til kollótt forystulömb, aðallega gimbrar auk þess sem aðeins hefur verið um hnýflóttar ær. Það er vitað að á nokkrum bæjum var þessu haldið við eins og á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, Bjarnastöðum í Öxarfirði, Miðfjarðar nesi og Bakka í Bakka- firði og Strandhöfn í Vopnafirði. Um 1990 kom í Gunnarsstaði hyrndur mórauður forystuhrútur frá Bakka í Bakkafirði og var nefndur Liði. Hann var notaður lengi á Gunnarsstöðum og seinna á Bjarnastöðum. Hann var fínhyrndur og hefur því líklega verið arfblendinn. Hann er líklega forfaðir kollóttu forystukindanna á svæðinu í dag. Á síðustu 3–4 árum hefur áhugi á kollóttu forystufé komið upp. Til voru kollóttir forystuhrútar í Miðfjarðarnesi og fóru bændur með sínar forystuær undir þá og nú eru til kollóttir forystuhrútar á nokkrum bæjum á þessu svæði. Þess ber þó að geta að þetta kollótta forystufé er flest með áhættuarfgerð gagnvart riðu og þarf því að huga vel að hvaða ær eru notaðar til undaneldis. Í hólfinu er búið að greina arfgerð gagnvart riðu í stærsta hluta forystufjárins. Mikilvægt er að huga vel að því að útrýma áhættuarfgerð úr forystufjár- stofninum eins og verið er að gera í hinum fjárstofninum. Það tekur einungis 2–3 ættliði ef réttir foreldrar eru notaðir. Allir forystufjáreigendur geta látið greina arfgerð í sínu fé. Spurningar hafa vaknað hvers vegna sé verið að standa í þessari ræktun á kollóttu forystufé. Kollótt forystufé hefur líklega alltaf verið til og er leiðinlegt ef það tapast alveg en vonandi tekst að bjarga því með þeim áhuga sem þessir bændur sýna. Eitthvað hefur verið um það að for- ystufé hafi verið blandað ferhyrndu fé en það er ekki algengt. Ekki eru til sögur af því. Sumir hafa gaman af slíkri ræktun og er öllum frjálst að gera það. Allir verða að fá að hafa sína sérvisku. Mikilvægt er í ræktun á forystufé að það sé skráð í gagnagrunninn Fjárvís. Flest forystufé er skráð þar en eitthvað skortir þó á og eru fjáreigendur beðnir um að skoða hvort sitt fé er þar skráð sem forystufé. Það er auðveld aðgerð fyrir ráðunaut að laga slíkt en það skiptir miklu máli fyrir ræktunarstarf forystufjár að allt fé sé þar skráð, einnig arfblendið. Forystufé er sér stofn með önnur ræktunarmarkmið en hinn fjárstofn- inn í landinu og reiknast því afurðir forystufjár ekki inn í útkomu hvers bónda. Vitað er að sumir bændur hafa haft forystufé utan skráningar í Fjárvís, m.a. til að það komi ekki inn í útreikninga. Þar sem þetta er annar stofn er hann ekki inni í útreikning- um nema fjáreigendur tilgreini ekki forystufé sem slíkt. Daníel Hansen forstöðumaður Fræðaseturs um forystufé. Anna Englund formaður Áhugamannafélags um forystufé. Á FAGLEGUM NÓTUM Forystuhrútarnir Örn og Fálki á Bjarnastöðum í Öxarfirði. Annar er alveg kollóttur en hinn aðeins hnýflóttur, báðir stórir og myndarlegir. Þeir voru notaðir í vetur af nokkrum bændum sem vilja halda við kollótta forystufjárstofninum. Mynd / Halldís Gríma Halldórsdóttir. LANDSBYGGÐIN Norðurland vestra: Sameiningar safna Samtök sveitarfélaga á Norður­ landi vestra hafa gert samning við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Ströndum um gerð fýsileikakönnunar um aukið samstarf og mögulegar sam ein­ ingar safna á Norðurlandi vestra. Um er að ræða verkefni sem hefur vísun í byggðaáætlun 2018–2024 og er fjármagnað af mennta- og menn- ingarmálaráðuneytinu. Markmið verkefnisins er að efla safnastarf í landshlutum. Stefnt er að því að vinnu við verkefnið ljúki í október í haust, að því er fram kemur á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Í lok nóvember í fyrra gerði mennta- og menningar mála- ráðuneytið samninga við fjögur landshlutasamtök sveitarfélaga, þar á meðal SSNV, vegna vinnu við fýsileikakönnun á samstarfi og sameiningu safna. Samkvæmt samningnum var landshlutasam- tökum sveitarfélaga falið að gera fýsileikakönnun um aukið samstarf eða sameiningu safna á sínu svæði í samstarfi og samráði við höfuð- safn og viðurkennt safn með vísan til safnalaga. Árangur af verkefninu verði svo mældur í fjölda safna sem hefja samstarf eða sameinast. /MÞÞ Jón Jónsson hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Ströndum og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, fram­ kvæmdastjóri SSNV, undirrita samn­ ing. Mynd / SSNV

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.