Bændablaðið - 20.02.2020, Qupperneq 38

Bændablaðið - 20.02.2020, Qupperneq 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. febrúar 202038 Með þéttingu byggðar og aukningu ferðamanna hefur stærstu rútum verið bannað að keyra á vissum stöðum í Reykjavík og verða rútufyrirtæki að þjónusta hótelin í miðbæ Reykjavíkur með smærri rútum sem hefur fjölgað mikið. Til að anna sérþörfum þeirra sem nota rútur sem taka færri en 20 farþega hefur RAG Import - Export ( www.rag.is ) sérhæft sig í að flytja inn rútur breyttar eftir óskum viðskiptavina sinna. Frá verksmiðju Benz til Póllands og þaðan til Íslands Ég heimsótti RAG og fékk söguna um innflutning á Benz Sprinter rútunum og tók smá mont-rúnt á einni nýinnfluttri rútu. Í bílnum sem ég prófaði voru sæti fyrir 21 með bílstjóra, hann kemur með fjórhjóladrifi, hátt og lágt drif, sjálfskiptur með 190 hestafla vél og á dekkjum sem eru 35 tommu há. Prufuaksturinn var ekki langur, en nógu langur til að finna helstu aksturseiginleika bílsins á malbiki og á veg- slóða sem var holóttur með snjó, sem var lítil fyrirstaða fyrir háan og breyttan bílinn. Rafn Arnar frá RAG var með mér í bílnum og sagði mér á leiðinni hvernig ferlið á þessum bíl og öðrum fjórhjóladrifnum Sprinter bílum er, áður en þeir koma til lands- ins. Bílarnir eru keyptir með fjór- hjóladrifi án innréttingar af Benz og þaðan fara þeir til Póllands í það sem kallast 35 tommu breyting, hjá fyrirtæki sem heitir Arctic Edition sem sér um innréttingu og breytingu. Þægilegur í akstri og minnir á stóran jeppa Að keyra bílinn er ótrúlega þægi- legt, hann líður áfram, ekki ósvipað og jeppi á stórum dekkjum. Það eina neikvæða sem ég fann að bílnum var hvinurinn frá grófum hjólbörðunum, en samkvæmt hefð- bundinni hávaðamælingu í prufu- akstrinum mældist hávaðinn inni í bílnum nálægt 75db. Hins vegar tel ég að hægt sé að lækka þá tölu með því að míkróskera gróf kubbadekkin sem undir bílnum eru. Þegar ég kom á vegslóðann sem var með eitthvað af ójöfnum fannst mér bíllinn vagga minna en margur bíll við svipaðar aðstæður. Í samanburði við minn gamla 2003 Sprinter hefði hann vaggað meira í þessum ójöfnum sem farið var í. Í þeim litla snjó sem á vegslóðanum var reyndi lítið á fjórhjóladrifið, en ég fann aðeins einu sinni bílinn taka spól og færði hann þá strax aflið yfir á dekk sem hafði betra grip. Þrátt fyrir að bíllinn sé mikið upphækkaður er töluvert mikið pláss til að vinna við bílinn ef maður þarf að setja á hann keðjur. Vel hugsað um þægindi handa farþegum Farþegasætin minna einna helst á rallístóla úr rallíbílum, klædd með Ecco-leðri. Gott er að sitja í þeim og þriggja punkta öryggisbelti í öllum sætum. Einnig USB-tengi til að hlaða síma eða önnur raf- magnstæki. Þar sem tvö sæti eru hlið við hlið er hægt að færa ytra sætið aðeins út í miðjuna til að búa til meira pláss fyrir þá sem sitja hlið við hlið. Í bílnum eru tvö sjónvörp og hátalarakerfið fyrir leiðsögumenn er tvöfalt, annars vegar í gegnum hljóðnema sem er fyrir framan hægra sætið fyrir leiðsögumann, hinsvegar fyrir bílstjórann þannig að hann geti sjálfur séð um fræðslu og sögustundir í gegnum hljóðnema sem tengdur er í gluggapóst vinstra megin fyrir framan bílstjórann. Oft lítið pláss fyrir farangur í svona smárútum Með sæti fyrir 21 er ekki mikið pláss fyrir farangur aftast í bílnum, en með því að taka í burtu þrjú sæti fyrir framan öftustu fjögurra manna sætaröðina er hægt að renna þeirri sætaröð á þann stað sem næstöft ustu sætin voru og þá myndast ágætis pláss fyrir farangur. Ofan á þaki bílsins er útbúnaður til að hita eða kæla loft inni í farþegarýminu (Webasto - Loftkæling upprunaleg Mercedes). Fyrir handfarangur er sérstakur stokkur upp undir þaki bílsins beggja vegna fyrir ofan farþegasætin sem er djúpur og ótrúlega rúmgóður og hentar vel fyrir smærri handfarangur eða bakpoka. Verð, burðargeta og helstu upplýsingar Verðið á bílnum er 14.200.000 fyrir utan vsk. Hann kemur með auka ljósabúnaði sem festur er á grindur og dráttarkúlu sem má draga 3.500 kg kerru með bremsubúnaði. Eldsneytistankurinn er 100 lítra, hámarkshleðsla er 5.500 kg. Undir bílnum eru sér styrkt Cooper-dekk sem mega bera hvert 1.480 kg. Til að mega keyra þennan bíl þarf ökumaðurinn að vera með stærra rútuprófið vegna fjölda farþega. Allar nánari upplýsingar um þennan og sambærilega bíla sem RAG er að selja má nálgast á heimasíðunni www.rag.is. VÉLABÁSINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is til fólksflutninga Vel útbúinn Benz Sprinter til fólksflutninga. Myndir / HLJ Aukaljósin taka sig vel út á krómaðri ljósagrindinni. Sætin góðu og handfarangursstokkurinn. Ytra sætið í fremri bekknum er búið að setja út á þessari mynd. 100 lítra eldsneytistankurinn er festur með þrem járngjörðum í stað tveggja í eldri bílum. Annað af tveim sjónvörpum sem í bílnum er. Það er alltaf svolítið veghljóð sem kemur inn í bíl af svona grófum dekkjum. Farangursrýmið má stækka með því að taka 3 sæti úr og renna aftasta bekknum framar.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.