Bændablaðið - 20.02.2020, Side 39

Bændablaðið - 20.02.2020, Side 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. febrúar 2020 39 Í síðasta tölublaði Bændablaðsins 2019 hafði ég á orði í texta undir mynd að vonandi sæi ég ekki svona mynd aftur í bráð. Mér varð ekki að ósk minni því um réttum tveim mánuðum síðar kom þetta vonda veður á sjálfan „ástardaginn“. Það sem vakti athygli mína þegar ég fór yfir helstu fréttir eftir óveðrið og meðan á því stóð var hversu fólk fór almennt eftir leiðbeiningum um að vera ekki á ferðinni svo að snjóruðningstæki og björgunaraðilar gætu athafnað sig við snjómokstur og björgunaraðgerðir. Mín vinna felst í að bjarga þeim sem gert hafa mistök og eru í vandræðum og þurfti ég því vinnu minnar vegna að vera á ferðinni. Umferð var nánast engin enda allir vegir út frá Reykjavík lokaðir. Þá sló það mig svolítið hversu margir ferðamenn voru á röltinu með Sæbrautinni og úti á Gróttu, fjúkandi undan veðrinu og skríðandi í skjól við tónleikahúsið Hörpu. Greinilegt að eitthvað hefur vantað upp á upplýsingastreymi til þeirra frá gististöðum og öðrum ferðaþjónustuaðilum. Hjálpsemi nágranna og björgunarsveita er erfitt að meta til fjár Í tvígang þurfti ég að fara í aðstoð þennan morgun. Nánast enginn bíll á ferðinni enda æddi vindurinn víða þennan morgun í Reykjavík á 90 km hraða (þrátt fyrir að hámarkshraði í bænum væri almennt töluvert lægri). Veðurhamurinn var hreint með ólíkindum og margir urðu fyrir foktjóni, en með hjálp góðra nágranna og björgunarsveita var miklu bjargað áður en meira tjón hlaust af. Það er alltaf ánægjulegt að lesa og hlusta á fórnfýsi björgunarsveitar­ fólks þegar fólk og eignir eru í hættu. Þegar veðrinu slotaði var greinilegt að þetta veður var með því verra sem yfir landið hefur komið, í skörpustu vindhviðum fór vindurinn á nálægt 270 kílómetra hraða, sem er hraði sem fæstir hafa nokkurn tíma ferðast á nema inni í flugvélum. Það er ágætis viðmið að vera ekki á ferðinni nema í algjörri neyð sé vindur meiri en 25 metrar á sekúndu, en það er 90 km hraði á klukkustund. Hjálpa þeim sem þurfa hjálp, er svo endurgoldið til baka Erlendir gestir sem lítt þekkja til íslenskrar hefðar um hjálpsemi náungans og starfsemi björgunarsveita á Íslandi undrast þennan náungakærleik og hjálp­ semi, en að sama skapi finnst þeim skipulagið og uppbygging björgunarsveitanna sniðugt „consept“. Vilji maður sjá ósvikinn undrunar svip á andliti útlendings þá útskýrir maður fyrir þeim að öll vinna björgunarsveita sé unnin í sjálfboðastarfi og að fólkið í björgunarsveitunum afli sér mestmegnis tekna af flugeldasölu. Eftir útskýringar um starfsemi björgunarsveita kemur nánast alltaf sama spurningin: „Enginn opinber styrkur og greiðslur?“ Þetta finnst þeim skrítið og maður heldur áfram að útskýra að maður þakkar fyrir sig með því að kaupa flugeldana hjá þeim með einkunnarorðunum: „Sá sem hjálpar mér fær hjálp frá mér og þess vegna kaupi ég flugeldana hjá þeim,“ útskýri ég fyrir útlendingunum. Bráðum kemur betri tíð með ... Ætli flestum finnist ekki nóg komið af óveðri í bili, enda styttist í vorið með degi hverjum. Það má eflaust þakka góðum upplýsingum til almennings að slys hafa verið ótrúlega fá á fólki þótt eignatjón hafi verið nokkuð mikið. Allt þetta óveður skilur eftir dýrmæta reynslu um hvað þarf að varast og hvað þarf að bæta, en fyrir mér fannst mér mest áberandi að sumir erlendir gestir voru illa upplýstir um veður og ófærð. Förum varlega, vörum við hættum ef við vitum af og með stígandi loftvog og hækkandi sól er ég farinn að hlakka til sumarsins. 刀䄀䘀䜀䔀夀䴀䄀刀 䜀爀樀甀爀渀愀爀 ︀甀爀昀愀 愀 欀漀洀愀猀琀  最愀渀最℀ 刀愀昀最攀礀洀愀爀  愀氀氀愀爀 最攀爀椀爀 昀愀爀愀爀琀欀樀愀 匀欀漀爀爀椀 攀栀昀 ∠ 䈀氀搀猀栀昀椀 ㄀㈀ ∠ ㄀㄀  刀瘀欀 ∠ 㔀㜀㜀ⴀ㄀㔀㄀㔀 ∠ 猀欀漀爀爀椀⸀椀猀 ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaði Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Bænda Smáauglýsingar 56-30-300 BRESTA UPPNÁM TERTA UPPI-STAÐA TÁLBEITA NEÐAN VIÐ MÆLTI GMEINLAUS R Æ S K U L A U S RSKISSA I S S A HÓTASKORTUR Ó G N A EÓVISSA F I K E N N D G N N T A K URG SPRIKLSTRENGUR I Ð SETJA STOPPA Í STRIT S T A G A POTTURKUSK L Í T R I VÖRU- MERKIBORGAÐ IINNIHALDGEÐ TIL- FINNING SKRÁ B L A K T HLÓÐIR GANAVÖMB F L A S A LÉLEGUR STRUNSFLÖKT J Á T A GEYMSLU- TURN ÍSHÚÐ S Í L Ó GOLA SNERIL K U L ABEKENNA Ú T FLATBAKA SKINNA- VERKUN P Í T S A AÐGÆTIR LAP H U G A RSTEFNA G A S ASKA RÍKI Í AFRÍKU S Ó T FÝLDUR INNI- LEIKUR S Ú R TVEIR EINS PENINGAR K KELDS-NEYTI A UTANHÚSSÓSKA Ú T I ÞRAUT R A U N TVÍHLJÓÐISTÆKKUÐU A U HNAPPUR L Á T Ú N EINKARANGAN A L L PLANTAFUM J U R TMESSING D R U N G I RÁNDÝRTVEIR Ú L F U R TVEIR EINS ADEYFÐ I N N A N HEIÐUR I S AÐSTOÐ Ó L M I I Ð KK NAFN ÁSKORUN S Á T K U A R L L L A SPYR ÁTT M Y N D : P ER ET Z P A R TE N SK Y ( CC B Y -S A 2 .0 ) H Ö FU N D U R B H • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 123 Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STÝRISENDAR í flestar gerðir dráttarvéla FORÐAST ÝKJA FÍFLAST GJAMMA LEYFI BLÍÐA VEIKJA HRÁOLÍA HANGA ÞJÁLFA RÍKI Í ASÍU UMSLAG VISTAR- VERA MEGN SKEKIN MJÓLK BLAÐUR RÓGUR FENGUR EMBÆTTI KVK NAFN GOÐ VÆTUPÚSSA HÝÐI EYJA Í EVRÓPU MULDUR JÖRÐ GJÓA SÆTI FÍFL-DIRFSKAFARÐA FRÝS PUMPUNREIÐAR-SLAG GLJÁHÚÐ ÞÓKNAST ÓVISSA HREYKJA SKRÁ VEGSAMA MJÓLKUR- AFURÐ FRAMVEGIS ERGI- LEGUR FÓÐURULL ÆPA Í RÖÐ HNEISA STYRKUR ÍMYNDUN PRÍLA ÞAKBRÚN KALLORÐ FERÐ DÆLD AFLSORG HAMS- LEYSI TÓNN HLERIGERÐ DOK M Y N D : JA CK IE ( CC B Y -S A 2 .0 ) H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 124 Í síðasta blaði sagði ég í tvígang og í fyrirsögn að Volkswagen T-Cross væri fjórhjóladrifinn, en svo er ekki, enda óeðlilega lágt verð á bílnum ef svo væri. Klúðrið er mitt alfarið, að hafa ekki prófað bílinn betur né kynnt mér hann betur, aksturinn sem bílnum var ekið kallaði ekki á neitt fjórhjóladrif, en forsagan er sú að þegar ég yfirgaf Heklu með lykilinn í höndunum spurði ég Margeir Kúld sölumann hvort bíll­ inn væri fjórhjóladrifinn. Margeir hefur örugglega svarað mér rétt, en gömul eyru mín ekki heyrt rétt og því fór sem fór og vil ég hér með biðja alla afsökunar á þessum mistökum mínum í von um að þetta rýri ekki mikið trúverðugleika minn í skrifum hér eftir. /HLJ Leiðrétting á klúðri frá gömlum heyrnarskertum manni Ótrúlegt veðurfar aftur og aftur: Íslendingar fóru að mestu eftir ráðleggingum en ekki ferðafólk – hvað klikkaði?

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.