Bændablaðið - 20.02.2020, Síða 42

Bændablaðið - 20.02.2020, Síða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. febrúar 202042 LESENDABÁS Efldar almannavarnir – aukið öryggi Sum okkar muna, á árum kalda stríðsins, Almannavarnir ríkisins sem nefnd er gekkst fyrir viðvör- unarflautuprófunum tvisvar til þrisvar á ári og safnaði teppum og varnargrímum, svo eitthvað sé nefnt. Meginframfarir í skipulagi almannavarna, sem tóku brátt að snúast fyrst og fremst um náttúru- vá, fólust í Samhæfingarstöðinni (2003) í Reykjavík og sérlögum um almannavarnir 2008. Umræður um skipurit/stjórnun leiddu til þess að stjórnunarábyrgð lögreglu við aðgerðir í héraði krist- allaðist í embætti ríkislögreglustjóra (í umboði dómsmálaráðherra), með ríkislögreglustjóra sem meginstjórn- anda. Þar hefur verið skipt um mann til einhvers tíma sem ræðst af niður- stöðum úr yfirferð á skipulagi lög- gæslumála. Nú er unnt að meta reynsluna af framkvæmd og gæðum laganna um almannavarnir, að rúmum áratug liðnum. Ég hef fylgst, sem jarðvísindamaður og fjallamaður, afskiptasamur af umhverfismálum, með þróun Almannavarna í yfir 40 ár. Samhæfing, m.a. í björgunar- og aðstoðarstörfum (og gott hlutverk lögreglu í héraði) hefur þróast alllangt í rétta átt, líkt og samstarfið við sérfræðinga á mörgum sviðum. Fleira má nefna. Engu að síður blasir við að mörgum verkefnum, t.d. viðbragðsáætlunum, áhættumati, eflingu viðbragðsaðila og þjálfun og menntun, hefur ekki verið nægilega sinnt. Einnig blasir við að skipta þarf litlum hluta björgunarliðsins úr sjálfboðamennsku yfir í launuð störf til þess að sinna sumum útköllum og létta á sjálfboðaliðum. Þeir verða þó ávallt megin hryggjarstykkið í fjölda útkalla. Verkefnum fjölgar vegna þess að náttúruvá eykst með loftslagsbreytingum og fjölda ferðamanna. Samtímis er hafin endurskoðun allra kerfa síma- og talstöðvasambands, raforkunnar og tölvusamskipta. Nýleg fárviðri og órói við Grindavík ýta undir það. Þjóðaröryggi snýst um matvæla-, fjarskipta- , net- og orkuöryggi, svo sumt sé nefnt, ekki síður en stríð og frið. Breytinga er þörf Stórviðri, snjóflóð, skriðuföll og sjávarflóð á land verða væntan- lega bæði öflugari og algengari en undanfarna marga áratugi. Einnig veður að taka tillit til þess hlutlæga mats á hættu af öflugum eldgosum, eldgosum nærri byggð og stórum jarðskjálftum, í öllum tilvikum miðað við endurkomutíma, sem vísindin leggja okkur til. Aðeins dæmin Öræfajökull, Katla, Bárðarbunga, Reykjanesskagi og Tjörnesbrotabeltið á Norðausturlandi eru til marks um það. Aðlögun að loftslags breyt- ingum krefst líka traustrar starf semi Almannavarna og viðbragðsaðila. Inn í rammann tengjast svo beinar rannsóknir á náttúruvá, vöktun hennar, rekstur og myndun samhæfðra sjóða, svo sem Hamfarasjóðs og Þjóðarsjóðs úr sjóðum sem eru fyrir, ásamt með hagnaði af t.d. orkusölu. Þarna, alls staðar, eru brýn verk að vinna. Ég hef hvatt til þess að unnið verði af meira afli við endurskoðun á almannavörnum landsins en hingað til. Markmiðið á að vera að auka öryggi okkar allra með því að tryggja enn betri samhæfingu, meira fé til þátta sem efla skilvirkni, þekkingu, forvarnir og áætlanir. Mikilvægt er að Almannavarnir verði sjálfstæð stofnun og viðbragðsaðilar, allt frá lögreglu og Landhelgisgæslu til heilbrigðiskerfisins og björg- unar sveita, virki sem sam- hæfð eining. Einnig er brýnt að haldið verði áfram að þróa og styrkja starfshætti og skipulag Samhæfingarmiðstöðvarinnar og miðstöðva á landsbyggðinni. Loks verður að kanna vel og meta gagnsemi þess að færa almannavarnir landsins undir forsætisráðuneytið. Verkefni almannavarna eru flókin. Þau heyra undir flest ráðuneyti og þörf er á miðlægri og heildrænni stýringu. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er þingmaður VG í Suðurkjördæmi Á FAGLEGUM NÓTUM Einn einstaklingur– eitt atkvæði Í nýrri þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra er lagt til að sveitarfélög með færri en þúsund íbúa verði þvinguð til sameiningar við önnur sveitarfélög árið 2026 og að sameiningin verði lögbundin. En það felur í sér að íbúar fái ekki að kjósa um sameininguna. Þings- ályktunartillagan er stefnu mótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019–2033 og kemur þar fram að áhersla er lögð á gott og víðtækt samráð um land allt. Sveitarfélög eru sjálfstæð stjórn- völd sem er stjórnað af lýðræðis- lega kjörnum sveitar stjórnum í umboði íbúa sveitarfélagsins. Sjálf- stjórnarréttur sveitarfélaga er tryggður í 78. gr. stjórnarskrárinnar þar sem segir að sveitarfélög skuli sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða. Þessi réttur sveitarfélaga hefur verið verndaður í stjórnarskrá allt frá 1874 þegar Íslendingar fengu sína fyrstu stjórnarskrá. Það má ekki gleymast í allri umræðunni að sveitarfélög eru einn af helstu hornsteinum lýðræðislegs stjórnarfars þar sem sveitarfélögin eru handhafar framkvæmdarvaldsins. Sveitarfélögin fara með staðbundna stjórnsýslu og gegna mikilvægu lýðræðislegu hlutverki. Sveitarfélög eru það stjórnvald sem stendur íbúum þess næst. Sjálfstjórn sveitarfélaga felur í sér rétt íbúa til að kjósa þá sem fara með stjórn sveitarfélagsins í almennum og lýðræðislegum kosningum. Sjálfstjórn sveitar- félaga byggist fyrst og fremst á þeirri lýðræðislegu hugsun að það sé réttur fólksins í landinu að geta haft bein áhrif á nærumhverfi sitt. Mótun nútímalýðræðisins á sér langa sögu og snerust helstu átökin í þessari mótun um kröfu almennings um réttinn til þátttöku sem endaði á þann veg að grundvallarreglan einn einstaklingur – eitt atkvæði festist í sessi. Á þessari grundvallarreglu byggist undirstaða alls lýðræðis sem helgast af jafnréttisfyrirkomulagi sem viðurkennir rétt allra manna til áhrifa og að menn fái sem mestu ráðið í sínu nánasta umhverfi fram yfir þá íbúa sem búa víðs fjarri þeim í öðrum landshluta. Hvers konar samráð felst í þeirri ákvörðun að sveitarfélög með færri en þúsund íbúa verði lögþvinguð til sameiningar árið 2026 og það með þeim hætti að lýðræðislegur atkvæðisréttur íbúa sé virtur að vettugi? Er það virkilega stefna ríkisstjórnarinnar í stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga að brjóta niður lýðræðið í landinu? Árið er 2020 og baráttan fyrir lýðræði heldur áfram. Heiðbrá Ólafsdóttir Höfundur er lögfræðingur, kúabóndi og situr í stjórn Miðflokksins í Rangárþingi. Heiðbrá Ólafsdóttir. Holuhraun í septemberbyrjun 2014. Mynd / ATG Ari Trausti Guðmundsson. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 KÚPLINGAR í flestar gerðir dráttarvéla Er þitt bú öruggur og góður vinnustaður? Er brunahætta á þínum bæ? á hverju ári verða því miður alvarlegir brunar á sveitabæjum. Bæði fólk og búfénaður er í mikilli hættu þegar eldur blossar upp. Með réttum viðbrögðum og undirbúningi má koma í veg fyrir tjón og slys af völdum bruna. PO RT h ön nu n Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is Bænda 5. mars

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.