Bændablaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 202040 Fyrir fáeinum árum hugðist kúabóndi á Norðurlandi endur- nýja fjósið á bæ sínum. Nýjar reglur um aðbúnað nautgripa voru í augsýn og ný tækni gerði kleift að búa með fleiri kýr við betri skilyrði en jafnframt kom- ast af með færri vinnandi hend- ur og minna vinnuálag. Ekki datt bóndanum þó í hug að það yrði skógurinn hans sem skipti sköpum um hversu stórt fjós hann gæti reist. Bóndinn fór á stúfana að kanna möguleika sína og talaði við bankann. Bankinn vildi fá upplýsingar um hitt og þetta sem snerti búreksturinn og eign- ir sem tilheyrðu jörðinni. Bóndi tíundaði stærð jarðarinnar, stærð ræktaðs lands, húsakost, véla- kost og fleira. Bankans megin fór að mótast hugmynd um lána- möguleika bóndans og grunnur að lánshæfismati. Þegar bóndinn hélt að hann hefði tíundað allar sínar eignir mundi hann eftir skóginum sínum. „Já, svo er það skógurinn. Kannski allt í lagi að nefna hann líka. Hann er svona þrjátíu ára gamall og þó nokkrir tugir hektara.“ Bóndanum til mikillar furðu lyftist brúnin á bankamönnum við þessar fréttir. Þeir reiknuðu upp á nýtt og og voru nú tilbúnir að lána talsvert meira en áður. Bóndinn fékk lán fyrir stærra fjósi en áður hafði litið út fyrir. Vegna skógarins er rekstur- inn á þessu norðlenska býli nú hagkvæmari og fjárfesting í mjaltaþjónum og fasteignum verður fljótari að skila sér til baka. Jafnvel þótt enn séu all- mörg ár þar til bóndinn uppsker smíðavið úr skógi sínum er skóg- urinn nú þegar farinn að skapa honum betra lífsviðurværi og betri rekstur. Þetta dæmi er fært í stílinn en á sér raunverulega stoð. Skógur er nefnilega lang- tímafjárfesting. Fáar langtíma- fjárfestingar standa betur af sér efnahagssveiflur en skógur. Og langtímafjárfestingar geta óbeint skilað sér löngu áður en þær fara að gefa af sér beinar tekjur eða söluhagnað. Þær treysta eigna- grunn eigenda sinna. Bændur í Skandinavíu hafa lengi notað skóginn sinn til að jafna sveiflur í búrekstrinum. Þegar timburverð er lágt er dregið úr skógarnytjum og skógurinn lát- inn vaxa áfram þar til timburverð hækkar. Þá er skógur höggvinn og ný tré vaxa upp í staðinn, ýmist með sjálfsáningu eða endur- gróðursetningu. Þannig viðhelst vistkerfi skógarins. Skógurinn minnkar ekki heldur endurnýjast. Skógarhögg í sjálfbærri skóg- rækt er ekki ósvipað náttúruleg- um áföllum í skóginum vegna elda, storma, meindýraplágu eða annarra orsaka. Náttúran sjálf fell- ir skóg og nýr vex upp í staðinn. Maðurinn fellir skóg og nýr vex upp í staðinn. Munurinn er ekki svo mikill þegar vel er staðið að skógræktinni eins og gert er til dæmis í Skandinavíu. Þannig er líka skógrækt á Íslandi skipulögð. Skógrækt er eitt af því sem Íslendingar geta notað til að jafna efnahagssveiflur sínar til fram- tíðar. Bændur sem rækta skóg fá skjól, aukna frjósemi og margt fleira sem gagnast kvikfjárrækt og ræktun nytjaplantna á ýmsan hátt. Til skógræktar er gjarnan tekið það land á bújörðum sem minnst gefur af sér og þannig gengur skógræktin á engan hátt gegn öðrum möguleikum í búskapnum heldur þvert á móti. Ef bóndinn vill hugsa til skemmri tíma með skógræktinni kemur til greina að taka frjósamara land til asparræktar. Slíkan skóg má fella eftir 20–25 ár og selja viðinn. Að því búnu má breyta landinu í tún eða akur ef það þykir henta. Ef það hentar ekki vaxa upp af rótum aspanna nýjar aspir fyrirhafnar- laust og ókeypis. Þær þurfa ekki einu sinni áburð. Það eina sem þarf að gera er að sjá til þess að einungis einn teinungur vaxi upp af hverri rót svo að aftur verði hægt að uppskera eftir 20–25 ár. Ungur bóndi gæti séð tvær slíkar uppskerur á starfsævinni. Hjá sumum sveitarfélögum í landinu gætir nú þess misskiln- ings að verja þurfi landbúnað- arland fyrir skógrækt. Með því að setja skorður við skógrækt er dregið úr möguleikum bænda til að treysta eignagrunn sinn og byggja upp fjölbreyttan rekstur sem nýtur lánstrausts í bönkum og þolir betur efnahagssveiflur og aðra óáran. Samþykkt skipulag sem hindrar skógrækt sem eðli- legan þátt í búskap vinnur bein- línis gegn bændum og stuðlar því að hnignun búskapar. Skógrækt er nú þegar bundin í margvísleg lög og reglugerðir og framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt fæst ekki nema tekið sé tillit til landslags, landgerða, fornminja, náttúruverndar og fleiri þátta. Skógrækt vinnur ekki gegn kjöt- framleiðslu, ræktun nytjaplantna eða öðrum búgreinum. Hún styður við allar aðrar búgreinar. Skógrækt er búgrein sem gerir bóndann ríkari. Pétur Halldórsson Skógræktinni Skógur gerir bóndann ríkari Samþykkt skipulag sem hindrar skógrækt sem eðlilegan þátt í búskap vinnur beinlínis gegn bændum og stuðlar því að hnignun búskapar. LESENDABÁS Er Ísland til sölu? Í Bændablaðinu 19. mars sl. gaf að líta grein eftir Gísla Ásgeirsson undir heitinu „Um viðskipti með bújarðir“. Af lestri greinarinnar má glöggt ráða að höfundi hugn- ast lítt tilburðir þar til bærra stjórnvalda til að reisa einhverjar skorður við uppkaupum og upp- söfnun auðmanna, jafnt innlendra sem erlendra, á íslensku landi. Slíkt þarf í raun ekki að koma á óvart þar sem Gísli hefur verið helsti forgöngumaður breska auð- mannsins Jim Ratcliffe við kaup á tugum hlunnindajarða hér á Norðausturlandi. Hitt fannst mér öllu dapurlegra að hann skuli telja stjórn Bændasamtaka Íslands einn sinn helsta skoðanabróður í þessum efnum, og heldur eymdarleg rós í hnappagat þeirrar stjórnar, sem í heilu lagi mátti taka pokann sinn á síðasta Búnaðarþingi. Sem sagt, engar hömlur megi setja sem afmarkað geti kaup- endahópinn. Það geti í einhverjum tilfellum minkað verðmæti jarða og veðhæfni. En hver er þá staða hinna sem ekki hafa viljað selja sínar hlunn- indajarðir og eru komnir í gíslingu og algjörlega undir hælinn á þessu erlenda auðvaldi? Er ekki búið að verðfella þeirra jarðir? Er þess langt að bíða að einhverjir þeirra gefist upp og hrökklist frá? Hefur stjórn BÍ tekið upp hanskann fyrir þá? Það hefur hins vegar núverandi landbúnaðarráðherra gert með tillögu að breytingum á Lax- og silungsveiðilögum og tek ég ofan fyrir Kristjáni Þór fyrir það. Einnig tek ég ofan fyrir forsætisráðherra, sem gengið hefur fram fyrir skjöldu í því að koma einhverjum böndum á þessi mál. Að selja frumburðarréttinn fyrir baunadisk En grundvallarspurningin hér snýst ekki um einstakar jarðir. Hún snýst um það hvort Ísland sé yfir höfuð til sölu til útlendinga. Hvort mönnum finnist bara allt í lagi að erlendir auðmenn geti sölsað undir sig heilu landsvæðin, einhver ósnortnustu og víðfeðmustu öræfi landsins, fallréttinn í ánum ásamt óþrjótandi ferskvatnsauðlindum að ógleymdri laxveiðiauðlindinni sem hefur verið ein traustasta tekjustoð og lífæð byggðarinnar hér á norð- austurhorninu. Við þá sem telja þetta bara allt í besta lagi vil ég segja. Eigum við þá ekki bara að gera þetta með stæl? Gera þetta eins og alvöru menn og selja alla orkuauðlindina eða alla fiskveiðiauðlindina á einu bretti? Ætli Evrópusambandið, eða jafn- vel Rússar, vildu ekki borga dágóða summu? Þjóðin þyrfti ekkert að vinna, jafnvel í einhverja áratugi. Allir gætu bara legið á meltunni og haft það gott. Við skulum ekkert vera að velta okkur upp úr því hvað svo tæki við. Þegar veislunni lýkur verðum við flest komin undir græna torfu, kannski í erlendri eigu, þ.e.a.s. torf- an yfir okkur, en hvað með það. Markmiðið með öllum þess- um jarðakaupum er að sögn Gísla að vernda Atlantshafslaxinn og stöðva hnignun hans. En vernda hann fyrir hverju? Vernda hann fyrir bændunum? Vernda hann fyrir eignarhaldi allra annarra en þeirra sjálfra á hlunnindajörðunum? Hér í Veiðifélagi Hafralónsár, þar sem hvað harðast hefur verið gengið fram í að ná undir sig eignarhaldi á jörðum að undanförnu og þ.m. atkvæðisrétti í Veiðifélaginu, hafa þessi verndunaráform ekkert verið kynnt þeim sem ennþá lafa þó á sinum eignum. Ekkert verið leit- að álits þeirra eða skoðana. Það eina sem við vitum eru fréttir af einhverjum halelújakynningum á blaðamannafundum sem hinir sjálf- skipuðu verndarar laxins boða til sjálfir. Síðan er stefnan að byggja upp lúxusaðstöðu fyrir hundruð milljóna við hverja á. Er það í þágu friðunar? Ég ætla ekki að halda því fram að Gísli og félagar hafi ekki vilja og getu til að gera góða hluti varðandi verndun Atlantshafslaxins, en hvers vegna er ekki byrjað á því að leita eftir samstarfi og sátt við nærum- hverfi ánna? Ekki hefur staðið á bændum hér hingað til að grípa til þeirra ræktunar- og verndunarað- gerða sem mælt hefur verið með af kunnáttumönnum, enda þarf almennt ekki utanaðkomandi auð- menn til að fræða þá sem búskap stunda um mikilvægi bústofnsins. Ég tel augljóst mál að þessar flugeldasýningar um verndun lax- ins séu ekki síður til að afvegaleiða umræðuna um samþjöppun eignarhalds á hlunnindajörðum og landi, og kaupa sér jákvæðari ímynd. En fyrst og síðast tel ég tilganginn vera að ná undir sig eignarhaldi og umráðum yfir auð- lind sem til framtíðar séð getur verið verðmætari en nokkurn órar fyrir í dag. Landbúnaðarhagfræði Gísla Grátbroslegar finnast mér vanga- veltur Gísla um hagsmuni bænda og hvað það sé nú góður kostur að selja jörðina sína og gerast leigu- liði, hafandi selt frá sér öruggasta árvissa tekjuliðinn og allan veðrétt til uppbyggingar. Og þó Gísli segi þá jákvæða fyrir áframhaldandi landbúnaði á þeirra jörðum getur hann enga tryggingu gefið fyrir því til framtíðar. Enginn getur sagt með vissu hvernig eignarhaldi verður háttað, jafnvel eftir tíu ár, það sýna best nýleg dæmi. Enginn er eilífur. Enginn getur tryggt hvaða viðhorf nýir eigendur munu hafa til land- búnaðar og búsetu á tugum jarða hér á svæðinu. Í full sextíu ár man ég eftir mér starfandi við landbúnað hér. Lengi í forsvari fyrir sveitarfélagið mitt og í margs konar félagsmálavafstri fyrir bændur samhliða búskapnum. Ýmsar plágur hefur þurft að fást við, s.s. hafísvetur, stórfellt kal í túnum og erfið haustáfelli. Á öllu slíku hafa menn sigrast og risið upp aftur sterkari en áður. Þessa síðustu plágu, ásælni erlends auð- jöfurs í tugi hlunnindajarða undir handleiðslu Gísla, tel ég vera þá hættulegustu fyrir landbúnaðinn til lengri tíma litið. Hún mun ekki víkja fyrir hækkandi sól og hagstæðari tíð. Hún sundrar samstöðu manna og er komin til að vera. Jóhannes Sigfússon Gunnarsstöðum Jóhannes Sigfússon. Gunnnarsstaðir í Þistilfirði. –„En grundvallarspurningin hér snýst ekki um einstakar jarðir. Hún snýst um það hvort Ísland sé yfir höfuð til sölu til útlendinga. Hvort mönnum finnist bara allt í lagi að erlendir auðmenn geti sölsað undir sig heilu landsvæðin, einhver ósnortnustu og víðfeðmustu öræfi landsins, fallréttinn í ánum ásamt óþrjótandi ferskvatnsauðlindum að ógleymdri laxveiðiauðlindinni sem hefur verið ein traustasta tekjustoð og lífæð byggðarinnar hér á norðausturhorninu.” Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.