Bændablaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 202030 SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA80ÁRA „ÞÚ VEIST hvaðan það kemur“ Hinn 13. janúar árið 1940 komu nokkrir garðyrkjumenn saman til hádegisverðarfundar á Hótel Borg. Tilgangur fundarins var að ræða sölu- og markaðsmál garð- yrkjunnar. Sölufélag garðyrkju- manna tók formlega til starfa 1. maí sama ár og fagnar 80 ára afmæli sínu á þessu ári. Sölufélag garðyrkjumanna eru fyrstu samtökin sem garðyrkjumenn stofna hér á landi og var tilgangur­ inn með stofnun þeirra að annast sölu og dreifingu grænmetis og ávaxta sem félagsmenn framleiða og um leið að efla gæði framleiðsl­ unnar. Félagið varð fljótlega og er enn sterkur málsvari garðyrkju­ stéttarinnar þegar kemur að hags­ munum hennar og auknum gæðum íslenskrar matvælaframleiðslu. Saga Sölufélags garðyrkjumanna er samofin sögu garðyrkjunnar á Íslandi og vöxtur þess í takt við þróun matjurtaræktunar í landinu. Öflugt félag í sókn Gunnlaugur Karlsson, framkvæmda­ stjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir að þrátt fyrir að starfsemi félagsins hafi breyst talsvert frá stofnun felist hún enn í grunninn í því að félagsmenn leggja inn uppskeru sína og félagið sjái um að koma vörunni ferskri og á sem bestan og ódýrastan hátt til neytenda og skila sem mestu af heildsöluverði hennar til framleiðenda. „Líkt og í upphafi er SFG öflugt og framsækið fyrirtæki sem hefur að markmiði að fullnýta allar afurðir og starfa í anda sjálfbærni og umhverfisverndar.“ Stofnendur Sölufélags garð­ yrkjumanna voru fjórtán talsins og í fyrstu stjórn félagsins voru Jón Hannesson, Deildartungu, formað­ ur, L. Bo Eskov, Blómvangi, Ólafur Gunnlaugsson, Laugabóli, Kjartan Gíslason, Mosfelli og Unnsteinn Ólafsson, Reykjum, og fyrsti framkvæmdastjóri þess Ólafur G. Einarsson. Miklar vonir bundnar við SFG Framleiðsla á grænmeti var ung starfsgrein á Íslandi árið 1940 og enn í mótun. Þegar Sölufélag garðyrkjumanna tók til starfs þótti flokkun á grænmeti í talsverðum ólestri og kom fram í fjölmiðlum að úrbóta væri þörf. Einnig kom fram að miklar vonir væru bundnar við stofnun félagsins og úrbætur í meðferð grænmetis samfara því. Háleit markmið Markmið stofnanda Sölufélagsins voru háleit og í viðtali við Kjartan Gíslason varaformann í október 1940 kemur fram að félagið verði í framtíðinni sölumiðstöð ávaxta, sem í gróðurhúsum eru ræktaðir, grænmetis og fleira. Í sömu grein segir: „Tilgangurinn með félags­ stofnuninni er meðal annars sá, að draga úr milliliðakostnaði þeim, sem lagst hefur á þessa markaðs­ vörur, og verða báðum aðilum til hagsbóta, Neytendum og fram­ leiðendum. Vekur það fyrir félags­ mönnum, að afgreiðsla mála verði svo góð, að allir framleiðendur sameinist um félagsskapinn áður en langt um líður.“ Kjartan segir einnig; „Verða vörurnar því aðeins látnar af hendi stranglega flokkaðar og kaup­ mönnum og neytendum því óhætt að treysta, að gæði þeirra séu þau, sem sögð eru.“ Skikkan á flokkun Framan af gekk misvel að fá græn­ metisræktendur innan vébanda SFG til að virða og fara eftir reglum sem samþykktar voru á fundi félagsins í apríl 1940. Árið 1957 var samþykkt að flokkun afurðanna yrði á hönd­ um Sölufélags garðyrkjumanna en ekki framleiðanda og komið á fót flokkunarstöð fyrir grænmeti og flokkun á grænmeti komast í fastar skorður. Í dag sjá framleiðendur sjálfir um flokkun og pökkun afurðanna og leggja metnað sinn í að tryggja gæðin. Fjölgun félagsmanna Eitt fyrsta verk félagsmanna eftir stofnun SFG var að auka fjölda félagsmanna sinna og flytja inn rekstrarvörur fyrir sína félags­ menn. Fyrstu árin fjölgaði félags­ mönnum hratt. Árið 1942 bættust 18 framleiðendur við og árið 1944 eru þeir 54. Fyrstu árin var markaðssetn­ ing á vegum SFG mest á Stór­ Reykjavíkursvæðinu og orsakað­ Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Garðyrkjubændurnir Sigrún Pálsdóttir og Þröstur Jónsson að taka upp hvítkál á góðum sumardegi. Húsbygging SFG við Skógarhlíð var formlega tekin í notkun 1956. Einar Hallgrímsson í Garði og Helga dóttir hans að planta út káli. Myndin er tekin á sjöunda áratugnum. Ein af fyrstu auglýsingum Sölufélags garðyrkjumanna. Framsókn: bændablað - samvinnublað. 13. tölublað, 8. árgangur 1940. Verslun SFG í nýju húsnæði í Skógarhlíðinni. Starfsmenn SFG við vinnu á lager í nýjum húsakynnum við Skógarhlíð síðla á 6. áratugnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.