Bændablaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 1
Magnús Óskarsson, fyrrverandi kennari og tilraunastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands, hefur arfleitt skólann að öllum eignum sínum sem áætlað er að nemi um 200 milljónum króna. Magnús lést 28. desember síðast- liðinn, 93 ára að aldri. Ragnheiður I. Þórarins dóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að gjöfin sé mjög rausnarleg, komi að góðum notum fyrir skólann og að allir starfsmenn skólans séu mjög þakklátir fyrir hana. Arfinum fylgir það skilyrði að hann verði nýttur við skólann að starfsemi sem tengdist starfi Magnúsar. „Kvaðir arfsins fela í sér að fjár- munina skuli nýta til að byggja upp aðstöðu til rannsókna og kennslu á sviði jarðræktarfræða, umhverfis- fræða og landnýtingar. Arfinn má einnig nýta til að efla íþróttaað- stöðu við skólann eða verknáms- aðstöðu á Hvanneyri.“ Magnús varð búfræðikandídat frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1953 og réðist svo til skólans sem kennari og tilraunastjóri eftir framhaldsnám og störf í Danmörku. Hlutverk Magnúsar var, auk kennslu, að koma upp grasagarði og stunda tilraunir og er hann einn af frumherjum í íslenskri tilrauna- og rækt- unarsögu á sviði landbúnaðar. Magnús starfaði við skólann og bjó á Hvanneyri nánast allan sinn starfsferil. /VH 8. tölublað 2020 ▯ Fimmtudagur 23. apríl ▯ Blað nr. 561 ▯ 26. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Erlendir starfsmenn hafa borið uppi störfin í sláturhúsum í sláturtíð en óvíst er að þeir komi vegna COVID-19: Áhyggjur af mönnun sláturhúsanna í haust Sláturleyfishafar hafa þegar hafið undirbúning vegna sláturtíðar á komandi hausti. Stór hluti starfs- manna á hverri sláturtíð kemur frá útlöndum, í stórum stíl frá Póllandi og víðar. Sama fólkið kemur gjarnan ár eftir ár í sömu sláturhúsin, vant fólk sem þekkir vel til verka og heldur afköstum uppi. Alla jafna er gengið frá ráðn- ingum starfsfólks í maí og því telja sláturleyfishafar brýnt að innan tíðar verði ljóst hvort höml- ur verði í gildi varðandi komur fólks til landsins þannig að unnt verði að leita annarra leiða til að manna sláturhúsin. Hópur slátrara frá Nýja-Sjálandi hefur komið til starfa í tveimur sláturhúsum en hefur nú dregið umsóknir til baka, sem sýnir að fólk hefur vaðið fyrir neðan sig þegar að ferðalögum milli landa kemur. SS reiknar með að fólkið fái að koma Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands (SS), segir það láti nærri að um 80% af mönnun sláturtíðar sé erlent verkafólk sem einkum komi frá Póllandi en slátr- arar frá Nýja-Sjálandi. „Að svo komnu máli reiknum við með að í haust verði ekki hindr- anir í að fá þetta fólk til landsins,“ segir hann. „En ef í það stefnir verður aug- ljóslega mikill vandi á höndum hjá öllum sláturleyfishöfum og þá einnig hjá bændum. Eflaust yrði þá sótt um undanþágu eða rýmkun á skilyrðum svo hæg verði að slátra með vönum mannskap.“ KS segir að staðan sé langt frá því að geta talist eðlileg „Við erum að sjálfsögðu farin að huga að sláturtíð og værum það hvort heldur sem er þó allt væri eðli- legt,“ segir Ágúst Andrésson, fram- kvæmdastjóri hjá Kjötiðnaðarsviði KS. Staðan nú sé hins vegar langt frá því að geta talist eðlileg, „og við höfum vissulega áhyggjur af mönnun sláturhúsanna í haust“. Ef til vill meira framboð af innlendu vinnuafli Um 75–80% af starfsfólki í sláturtíð hjá KS hefur verið erlent vinnuafl. Ágúst segir að KKS og SS hafi fengið sérhæft starfsfólk frá Nýja- Sjálandi til starfa og voru alls 21 slátrari tilbúnir að mæta í sláturtíð á komandi hausti. Nánast allir hafi þeir dregið boð sitt til baka. „Það segir okkur að þetta snýst líka um viðhorf fólks til ferðalaga, ekki einungis hvaða reglur muni gilda á Íslandi í haust hvað þetta varðar,“ segir Ágúst. Ráðning á sérhæfðu starfsfólki utan ESB þarf jafnan góðan aðdraganda vegna allra þeirra tilskildu leyfa sem sem krafist er og segir Ágúst að til þess geti komið að beðið verði um undanþágur verði annað komið í lag fyrir haustið. „Ef fer sem horfir verður líka kannski eitthvað meira framboð af vinnuafli hér innanlands, sem vonandi gefur kost á sér í þessi störf.“ Gætum þurft að draga úr afköstum og minnka nýtingu Ágúst segir að sláturhús hafi árum saman verið mönnuð yfir sláturtíð með erlendu vinnuafli og að stórum hluta komi sama fólkið ár eftir ár og kunni því vel til verka. Þannig náist fljótt upp afköst og unnt að veita bændum skjóta og góða þjónustu á þeim tveimur mánuðum sem slátur- tíð jafnan stendur yfir. „Ef þetta næst ekki gætum við þurft að grípa til þess að draga úr afköstum og nýtingu, þ.e. slátra minna hvern dag og sláturtíðin næði þá yfir lengra tímabil. Eins gæti þá komið til þess að við þyrftum að minnka nýtingu á aukaafurðum og leggja megin áhersluna á slátrun og nýtingu aðalafurða með sem ein- földustum hætti,“ segir Ágúst og bætir við að það væru mörg skref aftur á bak fyrir afurðastöðvar eins og KKS á Sauðárkróki og SKVH á Hvammstanga. „Allt eru þetta verkefni eins og hvað annað sem þarf að leysa og ég trúi því að allir munu leggjast á eitt í því,“ segir hann. /MÞÞ – Sjá stöðuna hjá fleiri sláturhúsum á bls. 2 Steinþór Skúlason, forstjóri Slátur- félags Suðurlands. Ágúst Andrésson, framkvæmdastjóri hjá Kjötiðnaðarsviði KS. Guðrún Lárusdóttir í Keldudal í Skagafirði er nú með 10 fullorðnar geitur á bænum auk þess að vera með um 80 fjár og 65 mjólkurkýr í fjósi. Þá hefur þar einnig verið rekin ferðaþjónusta. Hún segir að geitur séu mjög fjörug og skemmtileg dýr, en ekki sé jafn einfalt að stýra því hvenær afkvæmin koma í heiminn eins og gert er varðandi sauðfé. Hafrarnir séu gjarnan að gera sér dælt við huðnurnar síðsumars og þá komi kiðlingarnir í heiminn í janúar eða febrúar. Segir Guðrún að þótt það sé kannski ekki heppilegasti árstíminn í sveitum, þá séu geiturnar mjög sjálfbjarga við burð og þurfi enga aðstoð. Þá sýna þær líka þá tillitssemi að bera bara yfir daginn, en ekki á kvöldin og nóttunni eins og gjarnt er með sauðfé. Mynd / GL Stórgjöf til Landbúnaðarháskóla Íslands: Fékk 200 milljónir í arf frá fyrrum kennara – á m.a. að nýta til rannsókna á jarðræktarsviði Magnús Óskarsson. Bændur óttast óvenju- mikið kal á norðan- verðu Austurlandi 8 24–25 Nýtt kynbótamat í hrossarækt „ÞÚ VEIST hvaðan það kemur“ 30–31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.