Bændablaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 17
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 2020 17 „Ef marsmánuður er skoðaður sýnist okkur að fiskeldið hafi nokkurn veginn haldið sjó í þess­ um hremm ingum. Útflutnings­ verð mæti laxaafurða frá Íslandi í mars nam um 2,8 milljörðum króna sem er nálægt 25% aukn­ ing frá sama mánuði í fyrra. Það er auðvitað mjög ánægjulegt, en ég held samt að hægt sé að full­ yrða að ef áhrifa farsóttarinnar hefði ekki gætt hefði aukningin orðið ennþá meiri,“ segir Einar K. Guðfinnsson, sem vinnur að fiskeldismálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS. Með harðfylgi „Það hefur útheimt mikið harð- fylgi og útsjónarsemi að koma fiskinum út á markaðina og yfir- stíga þær hindranir sem mætt hafa mönnum þar, en þó má segja að þetta hafi í meginatriðum gengið upp. Neikvæðu tíðindin eru hins vegar þau að verðið á laxinum hefur lækkað talsvert mikið á þessum eina mánuði. Að vísu ber þess að geta að markaðsverð á laxi var sögulega séð mjög hátt mánuðina á undan. Oftast hefur verðið haft tilhneigingu til að lækka eftir jólin en það hélst hátt lengur í ár en áður, sem sýnir að þegar til lengri tíma er litið er eftirspurn eftir laxaafurðum sterk og góð og helst í hendur við þá fram- leiðslu sem verið hefur. Það segir sig hins vegar sjálft að lokun veitinga- húsa og annarra matsölustaða hefur mikil áhrif á söluna og sömuleiðis er ljóst að kaupmáttur í helstu mark- aðslöndunum hefur minnkað mikið og algjörlega óljóst hvenær úr rætist. Það eru því miklir óvissutímar fram undan,“ segir Einar. Áætlanir um eldi óbreyttar Að sögn Einars hefur sá lax sem áður fór til veitingahúsa verið seldur inn á aðra markaði í Evrópu þar sem hann er unninn í annars konar afurðir. Fram kom í máli hans að fiskeldisfyrirtækin hérlendis myndu ekki breyta sínum áætlunum um framleiðslumagn á árinu þrátt fyrir þetta ástand. Þegar komið væri fram á þennan árstíma væri jafnan minna í eldiskvíunum en á öðrum tímum árs og svo hefðu framleiðendur þann kost að ala fiskinn lengur en ella ef erfitt væri að koma honum á markað á hefðbundnum tíma. En þetta væru auðvitað ráðstafanir til skemmri tíma. Áætlað hafði verið að eldisfram- leiðslan yrði 30–32 þúsund tonn á þessu ári samanborið við um 25 þús- und tonn í fyrra. Sú áætlun hefur ekki verið endurskoðuð. Áætlað verðmæti laxaafurða í ár var 25 milljarðar króna á móti 19 millj- örðum á síðasta ári. SMIÐJUVEGI 7 200 KÓPAVOGUR SÍMI 54 54 300 ISPAN.IS ER KOMINN TÍMI Á NÝTT GLER ? VIÐ SÉRSMÍÐUM GLER EFTIR ÞÍNUM ÞÖRFUM • EINANGRUNARGLER • SÓLVARNARGLER • HLJÓÐVARNARGLER • ÖRYGGISGLER • HAMRAÐ GLER • HERT GLER • LAKKAÐ GLER • SPEGLAR Fiskeldið hefur haldið sjó Fiskeldiskvíar í Reyðarfirði. Mynd / EKG Hafrannsóknastofnun leggur til að heildaraflamark hrognkelsis á fiskveiðiárinu 2019/2020 verði 4.646 tonn. Hafrannsóknastofnun leggur jafnframt til að upphafsaflamark fiskveiðiársins 2020/2021 verði 1.459 tonn. Aflinn góður en fáir bátar að veiðum. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um endanlegt heildaraflamark fyrir hrognkelsi fiskveiðiárið 2019/2020 byggir á stofnvísitölu úr stofn- mælingu botnfiska í mars 2020. Niðurstöður mælinga liggja nú fyrir og reyndist vísitalan vera 7,2 sem er hækkun frá fyrra ári (6,2). Stofnvísitala hrognkelsis hefur sveiflast mikið milli ára sem endur- speglar að hluta til óvissu í mæl- ingunum. Vegna þessa vegur stofn- vísitala sama árs 70% á móti 30% vægi vísitölu fyrra árs við útreikning ráðlagðs hámarksafla. Vertíðin fer vel af stað Samkvæmt því sem segir á vefsíðu Landssambands smábátaeigenda hefur grásleppuvertíðin farið vel af stað. Veiði á hvern bát er helmingi meiri en á sama tíma í fyrra og afli hverrar veiðiferðar einnig nokkuð betri. Það veldur hins vegar miklum vonbrigðum hversu fækkað hefur bátum sem stunda veiðarnar, 38% færri eru nú á veiðum en á sama tíma í fyrra, aðeins 67 bátar búnir að leggja en 103 í fyrra. Margar ástæður liggja að baki fækkuninni. Flestir segja allan kostnað við veiðarnar hafa stórauk- ist á undanförnum árum og hæpið að verð sem nú er í boði skili hagn- aði af veiðunum. Önnur skýring er óvenjuslæmt veður, sem nánast hefur staðið linnulaust frá því í lok nóv- ember. Þriðja skýringin sem menn nefna er COVID-19. Samskipti við veiðarnar verða ekki umflúin og því aukin hætta á smiti. /VH Hafrannsóknastofnun: Grásleppuaflamark verði 4.646 tonn Samkvæmt því sem segir á vefsíðu Landssambands smábátaeigenda hefur grásleppuvertíðin farið vel af stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.