Bændablaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 202024 Unnið hefur verið að þróun kyn- bótamats hrossa að undanförnu. Það er tölvudeild Bændasamtaka Íslands sem hefur haft þetta verkefni á sinni könnu undir stjórn Elsu Albertsdóttur og fékk Þorvald Árnason til liðs við sig nú á haustmánuðum. Búið er að skipuleggja verkefnið út árið og ákveðið að koma fram með ákveðnar breytingar núna og svo endanlega í haust. Þessar nýjungar eru afar spennandi þar sem þær fela í sér auknar upplýs­ ingar til handa ræktendum. Einnig nýtir kynbótamatið sér nú enn meira af upplýsingum um hvern grip og leiðir þar af leiðandi til réttara mats og raunhæfari röðunar á afkvæmahross­ um. Þær endurbætur sem koma fram í nýju kynbótamati, sem hefur verið birt í WorldFeng, eru margvíslegar og verða kynntar í þessum pistli. Þær eru: • Nýtt kynbótamat er byggt á nýjum vægisstuðlum eigin­ leikanna • Kynbótamat fyrir hægt stökk • Mæting til dóms – hlutfall sýndra dætra hefur áhrif á kyn­ bótamat afkvæmahrossa • Endurbót á kynbótamati fyrir skeið • Kynbótamat á aðaleinkunn án skeiðs • Afkvæmaverðlaun – afkvæma­ hross einnig verðlaunuð á grundvelli aðaleinkunnar án skeiðs. • Eins og kunnugt er voru sam­ þykktir, á aðalfundi FEIF nú í vetur, nýir vægisstuðlar eiginleikanna í aðaleinkunn og byggir nýtt kynbótamat á þeim. Nýir vægisstuðlar hafa verið kynntir og greinar og efni þessu tengt þegar aðgengilegt á vef RML, rml.is. Kynbótamat fyrir hægt stökk Í nýju kynbótamati er komið sér­ stakt mat fyrir hægt stökk sem hefur vantað hingað til. Þetta var nauðsyn­ legt að gera, ekki síst vegna þess að nú er búið að skilgreina hægt stökk sem sér eiginleika. Hægt stökk og hægt tölt eru meðhöndluð sem tengdir eiginleikar í nýja kynbóta­ matinu. Það þýðir að notaðar eru upplýsingar um erfða­ og svipfars­ fylgni þessara eiginleika við aðrar eiginleika þegar kynbótamat er reiknað. Hægt tölt hefur hingað til verið meðhöndlað sem stakur eig­ inleiki. Mæting til dóms Búið er að bæta við eiginleika sem heitir mæting til dóms. Þetta er í raun 0/1 eiginleiki sem lýsir því hvort hrossið hafið verið sýnt í kynbóta­ dómi eða ekki. Þá er tekið tillit til allra mögulegra upplýsinga um hvern grip eins og með aðra eigin­ leika; það er hvort hrossið er sýnt sjálft eða ekki og hlutfall sýndra af­ kvæma og skyldra hrossa (foreldra, afar, ömmur o.s.frv.) Þetta er verð­ mæt viðbót þar sem þessi mætingar­ eiginleiki hefur háa erfðafylgni við þá eiginleika sem eru innifaldir í ræktunarmarkmiðinu og eru metnir á kynbótasýningum. Þetta hlutfall sýndra hrossa í frændgarði hvers hests segir því mikið til um kyn­ bótagildi hans og má segja kynfestu HROSS&HESTAMENNSKA Þorvaldur Kristjánsson ábyrgðarmaður í hrossarækt thk@rml.is Nýtt kynbótamat í hrossarækt Gáska frá Álfhólum er dæmi um afkvæmahryssu sem breytist mikið í kyn- bótamatinu. Hún var með 106 stig en er nú með 112 stig í aðaleinkunn og 120 stig í aðaleinkunn án skeiðs. Enda búið að sýna mikið af góðum hrossum undan henni, ekki síst hvað tölt og klárgang varðar og er á leiðinni í heiðursverðlaun fyrir afkvæmi byggt á aðaleinkunn án skeiðs. Mynd / Jens Einarsson AMMANN JARÐVEGSÞJÖPPUR Í MIKLU ÚRVALI GÆÐI SEM ENDAST Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík / 551 5464 / wendel.is Stóðhestar sem eiga 30 eða fleiri dæmd afkvæmi og eru á leiðinni í heiðursverðlaun fyrir afkvæmi (á Íslandi) byggt á kynbótamati á aðaleinkunn og/eða aðaleinkunn án skeiðs Nafn Uppruni Aðaleinkunn Aðaleinkunn án skeiðs Dæmd afkvæmi Skýr Skálakot 128 125 30 Hrannar Flugumýri II 125 122 32 Óskasteinn Íbishól 122 113 45 Kjerúlf Kollaleira 119 123 40 Loki Selfoss 118 127 42 Sveinn-Hervar Þúfa í Landeyjum 110 120 122 Meðal breyting Ódæmd hross -7,7 Hross með fullnaðardóm 0,4 Afkvæmahestar með minnst 30% mætingarhlutfall* -0,7 Afkvæmahestar með 20% mætingarhlutfall* eða lægra -5,3 Afkvæmhryssur með 5 eða fleiri dæmd afkvæmi 3 Afkvæmahryssur með 0% mætingarhlutfall* -7,4 *Mætingarhlutfallið byggir á dætrum, 6 vetra og eldri. Breytingar í kynbótamati á öllum hrossum fæddum 2000 og síðar Þessar breytingar í kynbóta- matinu kalla ekki á breytingar á verðlaunastigum stóðhesta fyrir landsmót. Þau eru nú 118 stig og 15 dæmd afkvæmi til fyrstu verðlauna og 118 stig og 50 dæmd afkvæmi til heiðursverð- launa. Þegar fjöldi og hlutfall hesta úr hverjum árgangi er skoðað frá 1980 má sjá að þetta eru að meðaltali um 3 hestar úr hverjum árgangi sem hafa hlotið fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi (einn til tíu) eða að meðaltali 0.6%. Þetta eru yfirleitt á bilinu 2-4 hestar úr hverjum árgangi, oftast þrír. Nokkrir árgangar skera sig þó úr með fjölda en það eru árgangarnir 1984 og 1999 með fimm hesta og 2007 árgangurinn með tíu hesta. 2007 árgangurinn er raunar alveg sérstæður en 1.3% hestanna úr þeim árgangi hafa hlotið fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi. Þegar fjöldi og hlutfall þeirra hesta sem hafa hlotið heiðursverðlaun fyrir afkvæmi úr hverjum árgangi frá 1980 er skoðað er fjöldinn frá 0 til 4. Að meðaltali rétt rúmlega einn hestur úr hverjum árgangi. Hlutfall heiðursverðlaunahesta úr hverjum árgangi er þannig að meðaltali 0.2%. Fjöldi og hlutfall hesta sem hljóta afkvæmaverðlaun úr hverj­ um árgangi virðist ekki breytast að ráði við þessar breytingar í kynbótamatinu og því hægt að halda sig við 118 stig til fyrstu­ og heiðursverðlauna. Það sama á við hryssur með að lágmarki 116 stig og fimm dæmd afkvæmi. Sú verðmæta breyting verður á verðlaunastigunum að nú verður bæði horft til kynbótamats fyrir aðaleinkunn og einnig til aðal­ einkunnar án skeiðs. Þannig getur t.d. stóðhestur sem er með 118 stig eða meira í aðaleinkunn án skeiðs einnig hlotið afkvæmaverðlaun. Þetta mun auka á fjölbreytileika þeirra dýrmætu hestgerða sem hljóta afkvæmaverðlaun og er afar jákvæð og verðmæt breyting. Hvað varðar afkvæmaverð­ laun stóðhesta er einnig breyting að ekki er lengur krafa að hestur­ inn sé sýndur með afkvæmum á stórmóti (lands­ eða fjórðungs­ móti) til að hljóta verðlaunin. Á aðalfundi FEIF 2018 voru settar alþjóðlegar reglur um hvaða verð­ launastig afkvæmahrossa í öllum löndum FEIF birtast í WorldFeng og var miðað við reglur Íslands um verðlaunastig fyrir afkvæmahross. Hvað stóðhestana varðar eru nú sömu viðmið alls staðar í FEIF löndunum; 118 stig og 15 dæmd afkvæmi til fyrstu verðlauna og 118 stig og 50 dæmd afkvæmi til heiðursverðlauna. Eini munur­ inn var að ekki eru gerðar kröf­ ur erlendis um að stóðhestarnar séu sýndir með afkvæmum á stórmótum til að hljóta verðlaun­ in eins og gert hefur verið hér á landi. Það þótti ekki raunhæft að gera þá kröfu erlendis þar sem afkvæmi hestanna gætu verið í fleiri en einu landi og því afar erfitt að koma afkvæmasýningu við. Sýning afkvæmahesta með afkvæmum á stórmótum er því valkvæð. Þegar stóðhesturinn nær fyrrgreindum verðlauna­ stigum fara upplýsingarnar inn í Worldfeng og eigandinn getur ákveðið sjálfur hvort hann stillir upp hópi afkvæma á Lands­ eða Fjórðungsmótum. Að mæta með hóp á stórmót verður engu að síður skilyrði verðlauna og verður t.d. handhafi Sleipnisbikarsins að mæta með hóp á stórmót. Afkvæmaverðlaun Elsa Albertsdóttir Erfða- og kynbótafræði Fjármála- og tæknisvið elsa@rml.is Skýr frá Skálakoti stendur efstur í kynbótamati á aðaleinkunn með 128 stig af stóðhestum sem eiga 30 til 49 dæmd afkvæmi. Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum er dæmi um hest sem er á leiðinni í heiðursverðlaun fyrir afkvæmi byggt á aðaleinkunn án skeiðs. Sú nýjung eykur á fjölbreytileika þeirra dýrmætu hestgerða sem hljóta af- kvæmaverðlaun. Mynd/Jens Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.