Bændablaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 20204 Heilbrigðisráðherra hefur með breytingu á reglugerð veitt Lyfjastofnun undanþáguheim- ild með stoð í lögum um ávana- og fíkniefni sem gerir innflutn- ing, meðferð og vörslu fræja til ræktunar iðnaðarhamps mögu- lega. Hjónin Pálmi Einarsson og Oddný Anna Björnsdóttir, bændur á Gautavík í Berufirði, hófu ræktun á iðnaðarhampi síðastliðið sumar með leyfi frá Matvælastofnun og hafa unnið sleitulaust að því að fá ræktunina gerða löglega hér á landi eftir að Lyfjastofnun sagði hana ólöglega. Ræktun á iðnarhampi fer vaxandi í heiminum og velta tengd honum gríðarleg. Lagaumgerðin skýrari „Við fögnum því að sú vegferð sem við hófum síðastliðið vor sem hafði það markmið að vekja athygli á notagildi hamps og möguleikum hans til að stórauka sjálfbærni á fjölmörgum sviðum hafi skilað ár­ angri,“ segir Oddný. „Með því að rækta sjálf hamp á okkar jörð og greina frá því opinberlega, stuðl­ uðum við að því að lagaumgjörð í kringum iðnaðarhampinn er orðin skýrari. Þessi tímabundna ráðstöfun á að tryggja að þeir sem hafa áhuga á að rækta hamp í sumar eigi að geta flutt inn fræ vandræðalaust, fylgi þeim tilskilin vottorð. Þar sem reglu­ gerðin tók gildi á elleftu stundu er tíminn þó naumur því fræin þurfa að komast ofan í jörð í maí, en á meðan beðið er eftir fræjunum er mikilvægt að byrja að undirbúa jarðveginn.“ Nýjar lausnir „Við viljum nota tækifærið og þakka þeim Svandísi, Þórdísi Kolbrúnu og Kristjáni Þór og þeirra fólki fyrir að láta þetta verða að veruleika og að ætla að gera ráðstafanir til að stuðla að ræktun iðnaðarhamps hér á landi. Samskiptin við þau í þessu ferli hafa verið bæði jákvæð og uppbyggileg. „Um leið vonum við að lær­ dómurinn af þessu máli og öðrum sambærilegum verði sá að stofnanir hætti að siga lögreglunni á frum­ kvöðla sem eru að reyna að stuðla að framþróun í samfélaginu og benda á nýjar lausnir. Þær viðhafi frekar góða stjórnsýsluhætti, fari eftir meðalhófsreglunni og leysi málin á faglegan og lausnamiðað­ an hátt.“ Fullnýting á afurðunum Oddný segir að tilgangur ræktunar­ innar til þessa hafi verið að athuga hvort hún væri möguleg og hvort íslenskur hampur væri nothæfur til iðnframleiðslu. „Við höfum ekki skoðað markaðsmöguleika fyrir hampinn enda markmiðið að full­ nýta okkar framleiðslu sjálf.“ /VH Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra hefur með breytingu á reglugerð nr. 233/2001 veitt Lyfjastofnun undanþáguheimild með stoð í 2. gr. laga um ávana- og fíkniefni sem gerir inn flutning, meðferð og vörslu fræja til rækt- unar iðnaðarhamps mögulega. Heimildin er háð skilyrðum og takmörkunum svo tryggt sé að ekki verði fluttar inn eða ræktaðar plöntur sem innihalda vímuefnið THC í nýtanlegu magni, eða að hámarki 0,2%. Mikill áhugi fyrir ræktun Vaxandi áhugi er fyrir ræktun iðnað­ arhamps hér á landi til að nota í ýmsum iðnaði, t.d. við framleiðslu húsgagna og sem byggingarefni en talið er að iðnaðarhampur geti komið í staðinn fyrir ýmis efni sem ógna umhverfinu, eins og t.d. plasts. Iðnaðarhampur er ein tegund kannabis en planta með því heiti er ýmsum kunn sem vímugjafi. Vímuvaldurinn í kannabis er virka innihaldsefnið THC sem auk þess að valda vímu er ávanabindandi. Iðnaðarhampur, þ.e. þau yrki kanna­ bisplöntunnar sem ræktuð eru til iðnaðarframleiðslu, eru aftur á móti frábrugðin hefðbundnum yrkjum plöntunnar þar sem þau innihalda lítið sem ekkert af THC. Leyft gegn skilyrðum í Svíþjóð og Danmörku Sé litið til regluverks annarra þjóða varðandi ræktun iðnaðarhamps þá er ræktun á tilteknum yrkjum sem innihalda minna en 0,2% af THC heimil að uppfylltum tilteknum skil­ yrðum í Svíþjóð og Danmörku. Svo er aftur á móti ekki í Noregi en þar eru þessi mál til skoðunar um þessar mundir. Fellur undir styrkjakerfi ESB Innan Evrópusambandsins hefur ræktun á iðnaðarhampi verið hluti af styrkjakerfi ESB frá árinu 2000. Reglugerðarbreyting aðeins tímabundin ráðstöfun Svandís Svavarsdóttir heil brigðis ­ ráðherra leggur áherslu á að reglu­ gerðarbreytingin sé tímabundin ráðstöfun: „Ávana­ og fíkniefnalöggjöfin hefur skýr markmið og tilgang sem fellur augljóslega að málefnasvið­ um heil brigðisráðuneytisins. Það gerir sú ræktun sem hér um ræðir hins vegar ekki, að því gefnu að hún stangist ekki á við inntak og markmið þessara sömu laga,“ segir ráðherra. Hún segir því nauðsynlegt að skipa starfshóp til að koma þess­ um málum í farveg, ekki síst til að skýra lagagrundvöllinn og ábyrgð þeirra stofnana sem þurfa að koma að framkvæmdinni þegar kemur að leyfisveitingum og eftirliti með ræktun iðnaðarhamps. Þurfa að vinna saman „Heilbrigðisráðuneytið og atvinnu­ vega­ og nýsköpunar ráðuneytið þurfa að vinna þetta saman ásamt þeim stofnunum ráðuneytanna þar sem nauðsynleg þekking er fyrir hendi,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sem stefnir að því að skipa slíkan starfshóp sem fyrst. Reglugerðin hefur verið send Stjórnartíðindum og tekur gildi við birtingu, eigi síðar en 21. apríl næst­ komandi. /VH FRÉTTIR Látið ekki lamb úr túni sleppa. Í fyrra seldist allt upp! LEIKANDI LÉTTAR FJÁRGRINDUR Liprar og léttar fjárgrindur. Krækt saman án aukahluta, engir teinar eða skrúfur. Breidd 180 cm, hæð 90 cm. Verð kr. 7.900 stk. auk vsk. Ef keyptar eru 10 grindur eða fleiri, verð kr. 6.900 stk. auk vsk. Fyrstu 200 grindurnar á kr. 5.900 stk. auk vsk. Fyrstur kemur, fyrstur fær! Pantanir og upplýsingar í símum 899 1776 og 669 1336. Meira fyrir aurinn Vortilboð á fjárgrindum Liprar og lét tar fjárgrindu r. Krækt sam an án aukah luta, engir te inar eð skrú fur. Breidd 180 c m, hæð 90 c m. Verð kr. 7.90 0 stk. auk vs k. Ef keyptar e ru 10 grindu r eða fleiri, v erð kr. 6.900 stk. auk vsk . Fyrstu 200 g rindurnar á kr. 5.900 stk . auk vsk. Fyrstur kem ur, fyrstur fæ r! Pantanir og upplýsingar í símum 899 1776 og 669 1336. Meira fyrir au rinn Vortilboð á fjárgrindum Liprar og léttar fjárgrindur. Krækt saman án aukahluta. Breidd 180 cm. Hæð 90 cm. Verð kr. 7.900 stk. auk vsk. Ef keyptar eru 10 grindur eða fleiri er verðið kr. 6.900 stk. auk vsk. Pantanir og upplýsingar í símum 669 1336 og 899 1776. Ræktun á iðnaðarhampi er orðin stór atvinnugrein í Kanada og víðar um heim. Ræktun iðnaðarhamps verður heimiluð með skilyrðum – Ráðherra breytir reglugerð sem heimilar Lyfjastofnun að veita undanþágur Gríðarlega aukin eftirspurn á vörum úr iðnaðarhampi: Búist við að veltan á heimsmarkaði aukist um 578% fram til 2025 Virði iðnaðarhamps sem hráefnis á heimsmarkaði á árinu 2019 var áætlaður 4,6 milljarðar dollara. Stöðugur vöxtur er í þessari grein og á síðasta ári áætluðu markaðssérfræðingar að veltan á iðnaðarhampsmarkaði aukist um 578% og verði komin í 26,6 milljarða dollara á árinu 2025. Þótt hamptrefjar sé stærsti hluti framleiðslunnar þá er vaxandi fram­ leiðsla á iðnaðarhampi ekki síður knúin af mikilli eftirspurn eftir CBD­hampolíu og hampfræi sem fæðubótarefni. Hampfræ í morgunverð Samkvæmt frétt af vefsíðu Industrial Hemp Market er í auknum mæli farið að nota hampfræ í morgun­ verðarkorn sem ætlað er til dag­ legrar neyslu. Þá er einnig að stór­ aukast notkun á bæði hampfræi og hampolíu í margháttaða fæðu vegna hás próteininnihalds. Er farið að nota hampfræ m.a. í mjúkdrykki (smoothies), jógúrt og kornstangir. Neysla á slíkum vörum er t.d. orðin mjög mikil í Þýskalandi og Hollandi. Hampur nýttur í vefnað, bíla, húsgögn og byggingar Tvenns konar trefjar eru í hamp ­ jurtinni, langar (bast 2­50 mm) og stuttar (hurds 0,5 mm) sem nýtast í margvís­ lega iðnaðarfram­ leiðslu. Úr hampi er m.a. spunnið band til vefnaðar. Um 70–80% af hamp stilkunum inni­ halda stuttar trefjar sem m.a. eru nýttar í byggingar iðnaði, húsgagna iðnaði, bíla iðnaði og sem undirlegg fyrir húsdýr. Hefur vax­ andi umhverfisvitund vakið mikinn áhuga á að leysa af notkun á plasti með endurvinnanlegum hampi, m.a. í innréttingum bifreiða. Mörg stór hampfyrirtæki Helstu söluaðilar á hampi í heim­ inum eru Hemco í Kanada, Ecofibre í Ástralíu, Hemp Inc í Banda ríkjunum, GenCanna í Banda­ ríkjunum, HempFlax í Hollandi, Konoplex Group í Rússlandi, Hemp Oil Canada, BAFA í Þýskalandi, Hemp Poland, Dun Agro í Hollandi, Colorado Hemp Works í Bandaríkjunum, Canah International í Rúmeníu, South Hemp Tecno á Ítalíu, Plain Industrial Hemp Processing í Kanada og MH Medical Hemp í Þýskalandi. /HKr. Yfirbyggingin á þessum Kestrel sportbíl var smíðuð úr hamptrefjaefni árið 2010. Múrsteinar úr hamptrefjasteypu og jógúrt með hampfræi. Svandís Svavarsdóttir. Markmiðið að fullnýta afurðirnar Oddný Anna Björnsdóttir,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.