Bændablaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 202012 Landstólpi hefur tekið við umboði fyrir heyrúlluvélar og annan vélbúnað frá McHale sem leiðandi og ört vax- andi fyrirtæki á sviði heyvinnsluvéla. Arnar Bjarni Eiríksson hjá Landstólpa segir að McHale sé leiðandi fyr- irtæki á heimsvísu í fram- leiðslu á rúllubaggasamstæðum í dag og að fyrirtækið sé að færa út kvíarnar í framleiðslu slátur-, snún- ings- og rakstrarvélum. „McHale er írskt fyrirtæki sem er stofnað af tveimur bræðrum og bændasonum fyrir um þrjátíu árum.“ Arnar segir að til þessa hafi Jötunn vélar verið með umboð- ið fyrir McHale og að líklega sé búið að flytja inn um 200 rúllubaggavélar og önnur tæki frá þeim. „Við erum afskaplega stolt af því að hafa verið valin sem umboðsað- ili McHale á Íslandi og hlökkum til að takast á við framtíðina með fyr- irtækinu og íslenskum bændum og verktökum. Við munum kynna smávægilegar breytingar í tilefni þessa nú á næstunni og okkur metnaðarmál að þjónusta McHale-eigendur eins vel og kostur er.“ /VH FRÉTTIR Rætt um Sveitarfélagið Suðurland í könnunarviðræðum 5 sveitarfélaga: Nýtt sveitarfélag með 5.300 íbúa myndi ná yfir 16% landsins Sveitarstjórnir Ásahrepps, Mýrdals hrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Skaftár hrepps hafa skipað fimmtán manna verkefnahóp um könnunar viðræður um sameiningu sveitar félaganna. Verkefnið hefur hlotið vinnu- heitið „Sveitarfélagið Suður land“, en markmið þess er að vinna mat á kostum og göllum sameiningar sveitarfélaganna og leggja fyrir sveitarstjórnir til mats á því hvort hefja skuli formlegar viðræður á grundvelli 119. gr. sveitarstjórn- arlaga. „Stöðumat verkefnisins byggir á kortlagningu áherslna og sýnar hverrar sveitarstjórnar og íbúa til þeirra tækifæra og hindrana sem liggja í mögulegri sameiningu sveitarfélaganna. Byggt verður á vinnu starfshópa, niðurstöðum íbúafunda og greiningu ráðgjafa á stefnuskjölum, áætlunum, fjárhags- gögnum og öðrum fyrirliggjandi upplýsingum,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangár- þings eystra, sem fer fyrir verkefna- hópnum. Starfshópar teknir til starfa Myndaðir hafa verið starfshópar um tiltekin málefnasvið sveitar- félaganna. Í þeim hópum starfa lykilhagsmunaaðilar og starfsfólk. Markmið vinnu starfshópanna er að fá fram upplýsingar og sjónar- mið við stöðugreiningu og fyrir mótun framtíðarsýnar, og stuðla að auknum samskiptum milli aðila. Um 60 manns eiga sæti í starfs- hópnum en þeir hafa unnið á fjar- fundum í ljósi aðstæðna í landinu. Íbúafundir í hverju sveitarfélagi Anton Kári segir að haldnir verði íbúafundir í hverju sveitarfélagi til að kynna kosti og galla sam- einingar. „Á þeim verður sjónar- miða íbúa leitað með skipulögðum hætti með þjóðfundarfyrirkomu- lagi. Íbúum verður boðið upp á að fylgjast með fundum gegnum streymi og senda inn ábendingar með rafrænum hætti. Í framhaldi af kynningu stöðumats og fram- tíðarsýnar á íbúafundum er áætlað að leggja viðhorfskönnun fyrir íbúa. Markmið könnunarinnar er að kanna hug íbúa til þess hvort hefja skuli formlegar sameiningar- viðræður sem enda með kosningu,“ segir Anton Kári. Kosið um sameiningu 2021 Gagnaöflun og stöðumat vegna sameiningarinnar fer fram þessar vikurnar og á að vera lokið í maí. Þá fara íbúafundirnir líka fram og er áætlað að sveitarstjórnir taki í júní ákvörðun um hvort hefja skuli form- legar sameiningarviðræður. Verði ákveðið að halda áfram viðræðum er áætlað að sam einingar kosningar fari fram í nóvember 2021. „Ákvörðun um að hefja könnunar- viðræður er tekin í framhaldi af við- ræðum fulltrúa sveitarfélaganna og byggir á farsælu samstarfi þeirra undanfarin ár. Ef íbúar sveitarfélag- anna fallast á sameiningu verður til langstærsta sveitarfélag landsins, sem nær yfir um 16% landsins, með um 5.300 íbúa,“ segir Anton Kári. /MHH Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem fer fyrir sameiningarhópi sveitarfélaganna fimm sem ræða nú um sameiningu. Mynd / Úr einkasafni Þátttakendur frá UMSS á einu landsmóti UMFÍ. UMSS er einn 28 sambandsaðila UMFÍ. Innan UMFÍ eru 18 héraðssambönd, 3 íþróttabandalög og 7 ungmennafélög með beina aðild. Alls eru um 460 félög innan UMFÍ. Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS): Engin kjötveisla á 110 ára afmælinu „Þetta eru skrýtnir tímar. Við ætluðum að hafa veglegt ársþing í apríl, bjóða upp á þriggja rétta veislu með ljúffengu kjöti úr Skagafirði fyrir hátt í 90 manns, þingfulltrúa, gesti og fleiri. Þetta átti að vera stórt þing, það hund- raðasta að viðbættu afmælinu, ætli við gerum nokkuð fyrr en í haust,“ segir Klara Helgadóttir, formaður UMSS. Félagið fagnaði 110 ára af - mæli 17. apríl en það var stofn- að þann dag 1910. Stofnfélög voru Ungmennafélagið Æskan, Staðarhreppi, Ungmennafélagið Framför, Lýtingsstaðahreppi og Ungmennafélagið Fram, Seyluhreppi. Þegar líða tók á öldina fjölgaði aðildarfélögunum og starfsemin efldist á allan hátt. Aðildarfélagin eru nú 10 talsins í Skagafirði. Þetta kemur m.a. fram í tilkynn- ingu frá Ungmennafélagi Íslands. Stefnt var á að halda ársþing UMSS 7. apríl síðastliðinn. Gert var ráð fyrir 69 þingfulltrúum auk gesta, stjórnar og starfsmanna. Leitað hefur verið gamalla mynda frá viðburðum UMSS í gegnum árin til að sýna á þinginu og margt fleira. Samkomubann til að hindra útbreiðslu kórónaveirunnar sem sett var á í mars setti hins vegar strik í reikninginn og var þinginu frestað um óákveðinn tíma. Síðasta þing sem sambandsaðili UMFÍ hélt var hjá UMSB 12. mars síðastliðinn og var þeim sem á eftir komu slegið á frest. Allt íþróttastarf liggur niðri Klara segir lítið í gangi nú enda liggi allt íþróttastarf niðri. Sjálf er hún bóndi að Syðri-Hofdölum í Skagafirði og hefur í nægu að snúast fram að sumarlokum. „Við skoðum þetta síðar, í sveitinni er vorið ekki besti tíminn til að halda þing og varla tími til þess aftur fyrr en í haust,“ segir hún og býst við að þá fari fólk að hugsa sér til hreyfings. Þangað til verði þingið undirbúið og verði það veglegt.“ /MHH Klara Helgadóttir, formaður Ung­ menna sambands Skagafjarðar (UMSS) og bóndi á Syðri­Hofdölum í Skagafirði. Myndir / UMFÍ Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar: Mikilvægt að endurnýja dreifikerfi raforku sem verst fóru út úr veðrinu í desember Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar afar góðri vinnu átakshóps um úrbætur á innviðum og þakkar stjórnvöld- um fyrir skjót og góð viðbrögð í kjölfar fárviðrisins sem gekk yfir Ísland í desember síðast- liðnum. Tillögur til aðgerða sem fram koma á vefsíðunni innvid- ir2020.is séu góðar og mikilvægt að hraða þeim sem kostur er. Fram kemur í bókun frá fundi Byggðarráðs að það vilji þó benda á mikilvægi þess að hraðað verði enn frekar aðgerðum sem felast í jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku og þrífösun því samfara. Mikilvægt er að þeir hlutar dreifi- kerfis raforku í Skagafirði sem verst fóru í veðrinu verði endur- nýjaðir strax á árunum 2020– 2021. Er þar m.a. um að ræða Skagalínu, Reykjastrandarlínu og Glaumbæjarlínu. Lagfæringu á sjóvarnar- görðum verði hraðað Þá þurfi að tryggja að flutningskerfi raforku geti staðið undir hlutverki sínu en mikilvægir þættir byggða- línunnar duttu m.a. út í desember. Eins ítrekar ráðið að lagfæringum á sjóvarnagörðum við Strandveg og Skarðseyri verði hraðað sem nokkur kostur er, að framkvæmdir við nýjan hafnargarð á Sauðárkróki hefjist hið fyrsta og að fjárveiting verði veitt strax á árinu 2020 til kaupa á nýjum hafnsögubát fyrir Skagafjarðarhafnir. Allir þessir þættir lúta að auknu öryggi og við- brögðum til að koma í veg fyrir stórtjón og stöðvun atvinnulífs á og við hafnarsvæðið á Sauðárkróki. Að lokum er áréttað að öll atriði sem lúta að aukinni getu viðbrags- aðila, s.s. heilbrigðisstofnana, sjúkraflutninga og sjúkraflugs, öryggi fjarskiptakerfis o.s.frv. eru mjög brýn og verða að njóta alls forgangs. Byggðarráð fagn- ar þeirri ákvörðun um að setja Alexandersflugvöll aftur inn í grunnnet innanlandsflugs og brýnir fyrir stjórnvöldum að hann fari sem slíkur inn í samgönguáætlun. /MÞÞ Landstólpi með umboð fyrir McHale
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.