Bændablaðið - 23.04.2020, Síða 12

Bændablaðið - 23.04.2020, Síða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 202012 Landstólpi hefur tekið við umboði fyrir heyrúlluvélar og annan vélbúnað frá McHale sem leiðandi og ört vax- andi fyrirtæki á sviði heyvinnsluvéla. Arnar Bjarni Eiríksson hjá Landstólpa segir að McHale sé leiðandi fyr- irtæki á heimsvísu í fram- leiðslu á rúllubaggasamstæðum í dag og að fyrirtækið sé að færa út kvíarnar í framleiðslu slátur-, snún- ings- og rakstrarvélum. „McHale er írskt fyrirtæki sem er stofnað af tveimur bræðrum og bændasonum fyrir um þrjátíu árum.“ Arnar segir að til þessa hafi Jötunn vélar verið með umboð- ið fyrir McHale og að líklega sé búið að flytja inn um 200 rúllubaggavélar og önnur tæki frá þeim. „Við erum afskaplega stolt af því að hafa verið valin sem umboðsað- ili McHale á Íslandi og hlökkum til að takast á við framtíðina með fyr- irtækinu og íslenskum bændum og verktökum. Við munum kynna smávægilegar breytingar í tilefni þessa nú á næstunni og okkur metnaðarmál að þjónusta McHale-eigendur eins vel og kostur er.“ /VH FRÉTTIR Rætt um Sveitarfélagið Suðurland í könnunarviðræðum 5 sveitarfélaga: Nýtt sveitarfélag með 5.300 íbúa myndi ná yfir 16% landsins Sveitarstjórnir Ásahrepps, Mýrdals hrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Skaftár hrepps hafa skipað fimmtán manna verkefnahóp um könnunar viðræður um sameiningu sveitar félaganna. Verkefnið hefur hlotið vinnu- heitið „Sveitarfélagið Suður land“, en markmið þess er að vinna mat á kostum og göllum sameiningar sveitarfélaganna og leggja fyrir sveitarstjórnir til mats á því hvort hefja skuli formlegar viðræður á grundvelli 119. gr. sveitarstjórn- arlaga. „Stöðumat verkefnisins byggir á kortlagningu áherslna og sýnar hverrar sveitarstjórnar og íbúa til þeirra tækifæra og hindrana sem liggja í mögulegri sameiningu sveitarfélaganna. Byggt verður á vinnu starfshópa, niðurstöðum íbúafunda og greiningu ráðgjafa á stefnuskjölum, áætlunum, fjárhags- gögnum og öðrum fyrirliggjandi upplýsingum,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangár- þings eystra, sem fer fyrir verkefna- hópnum. Starfshópar teknir til starfa Myndaðir hafa verið starfshópar um tiltekin málefnasvið sveitar- félaganna. Í þeim hópum starfa lykilhagsmunaaðilar og starfsfólk. Markmið vinnu starfshópanna er að fá fram upplýsingar og sjónar- mið við stöðugreiningu og fyrir mótun framtíðarsýnar, og stuðla að auknum samskiptum milli aðila. Um 60 manns eiga sæti í starfs- hópnum en þeir hafa unnið á fjar- fundum í ljósi aðstæðna í landinu. Íbúafundir í hverju sveitarfélagi Anton Kári segir að haldnir verði íbúafundir í hverju sveitarfélagi til að kynna kosti og galla sam- einingar. „Á þeim verður sjónar- miða íbúa leitað með skipulögðum hætti með þjóðfundarfyrirkomu- lagi. Íbúum verður boðið upp á að fylgjast með fundum gegnum streymi og senda inn ábendingar með rafrænum hætti. Í framhaldi af kynningu stöðumats og fram- tíðarsýnar á íbúafundum er áætlað að leggja viðhorfskönnun fyrir íbúa. Markmið könnunarinnar er að kanna hug íbúa til þess hvort hefja skuli formlegar sameiningar- viðræður sem enda með kosningu,“ segir Anton Kári. Kosið um sameiningu 2021 Gagnaöflun og stöðumat vegna sameiningarinnar fer fram þessar vikurnar og á að vera lokið í maí. Þá fara íbúafundirnir líka fram og er áætlað að sveitarstjórnir taki í júní ákvörðun um hvort hefja skuli form- legar sameiningarviðræður. Verði ákveðið að halda áfram viðræðum er áætlað að sam einingar kosningar fari fram í nóvember 2021. „Ákvörðun um að hefja könnunar- viðræður er tekin í framhaldi af við- ræðum fulltrúa sveitarfélaganna og byggir á farsælu samstarfi þeirra undanfarin ár. Ef íbúar sveitarfélag- anna fallast á sameiningu verður til langstærsta sveitarfélag landsins, sem nær yfir um 16% landsins, með um 5.300 íbúa,“ segir Anton Kári. /MHH Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem fer fyrir sameiningarhópi sveitarfélaganna fimm sem ræða nú um sameiningu. Mynd / Úr einkasafni Þátttakendur frá UMSS á einu landsmóti UMFÍ. UMSS er einn 28 sambandsaðila UMFÍ. Innan UMFÍ eru 18 héraðssambönd, 3 íþróttabandalög og 7 ungmennafélög með beina aðild. Alls eru um 460 félög innan UMFÍ. Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS): Engin kjötveisla á 110 ára afmælinu „Þetta eru skrýtnir tímar. Við ætluðum að hafa veglegt ársþing í apríl, bjóða upp á þriggja rétta veislu með ljúffengu kjöti úr Skagafirði fyrir hátt í 90 manns, þingfulltrúa, gesti og fleiri. Þetta átti að vera stórt þing, það hund- raðasta að viðbættu afmælinu, ætli við gerum nokkuð fyrr en í haust,“ segir Klara Helgadóttir, formaður UMSS. Félagið fagnaði 110 ára af - mæli 17. apríl en það var stofn- að þann dag 1910. Stofnfélög voru Ungmennafélagið Æskan, Staðarhreppi, Ungmennafélagið Framför, Lýtingsstaðahreppi og Ungmennafélagið Fram, Seyluhreppi. Þegar líða tók á öldina fjölgaði aðildarfélögunum og starfsemin efldist á allan hátt. Aðildarfélagin eru nú 10 talsins í Skagafirði. Þetta kemur m.a. fram í tilkynn- ingu frá Ungmennafélagi Íslands. Stefnt var á að halda ársþing UMSS 7. apríl síðastliðinn. Gert var ráð fyrir 69 þingfulltrúum auk gesta, stjórnar og starfsmanna. Leitað hefur verið gamalla mynda frá viðburðum UMSS í gegnum árin til að sýna á þinginu og margt fleira. Samkomubann til að hindra útbreiðslu kórónaveirunnar sem sett var á í mars setti hins vegar strik í reikninginn og var þinginu frestað um óákveðinn tíma. Síðasta þing sem sambandsaðili UMFÍ hélt var hjá UMSB 12. mars síðastliðinn og var þeim sem á eftir komu slegið á frest. Allt íþróttastarf liggur niðri Klara segir lítið í gangi nú enda liggi allt íþróttastarf niðri. Sjálf er hún bóndi að Syðri-Hofdölum í Skagafirði og hefur í nægu að snúast fram að sumarlokum. „Við skoðum þetta síðar, í sveitinni er vorið ekki besti tíminn til að halda þing og varla tími til þess aftur fyrr en í haust,“ segir hún og býst við að þá fari fólk að hugsa sér til hreyfings. Þangað til verði þingið undirbúið og verði það veglegt.“ /MHH Klara Helgadóttir, formaður Ung­ menna sambands Skagafjarðar (UMSS) og bóndi á Syðri­Hofdölum í Skagafirði. Myndir / UMFÍ Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar: Mikilvægt að endurnýja dreifikerfi raforku sem verst fóru út úr veðrinu í desember Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar afar góðri vinnu átakshóps um úrbætur á innviðum og þakkar stjórnvöld- um fyrir skjót og góð viðbrögð í kjölfar fárviðrisins sem gekk yfir Ísland í desember síðast- liðnum. Tillögur til aðgerða sem fram koma á vefsíðunni innvid- ir2020.is séu góðar og mikilvægt að hraða þeim sem kostur er. Fram kemur í bókun frá fundi Byggðarráðs að það vilji þó benda á mikilvægi þess að hraðað verði enn frekar aðgerðum sem felast í jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku og þrífösun því samfara. Mikilvægt er að þeir hlutar dreifi- kerfis raforku í Skagafirði sem verst fóru í veðrinu verði endur- nýjaðir strax á árunum 2020– 2021. Er þar m.a. um að ræða Skagalínu, Reykjastrandarlínu og Glaumbæjarlínu. Lagfæringu á sjóvarnar- görðum verði hraðað Þá þurfi að tryggja að flutningskerfi raforku geti staðið undir hlutverki sínu en mikilvægir þættir byggða- línunnar duttu m.a. út í desember. Eins ítrekar ráðið að lagfæringum á sjóvarnagörðum við Strandveg og Skarðseyri verði hraðað sem nokkur kostur er, að framkvæmdir við nýjan hafnargarð á Sauðárkróki hefjist hið fyrsta og að fjárveiting verði veitt strax á árinu 2020 til kaupa á nýjum hafnsögubát fyrir Skagafjarðarhafnir. Allir þessir þættir lúta að auknu öryggi og við- brögðum til að koma í veg fyrir stórtjón og stöðvun atvinnulífs á og við hafnarsvæðið á Sauðárkróki. Að lokum er áréttað að öll atriði sem lúta að aukinni getu viðbrags- aðila, s.s. heilbrigðisstofnana, sjúkraflutninga og sjúkraflugs, öryggi fjarskiptakerfis o.s.frv. eru mjög brýn og verða að njóta alls forgangs. Byggðarráð fagn- ar þeirri ákvörðun um að setja Alexandersflugvöll aftur inn í grunnnet innanlandsflugs og brýnir fyrir stjórnvöldum að hann fari sem slíkur inn í samgönguáætlun. /MÞÞ Landstólpi með umboð fyrir McHale

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.