Bændablaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 202016 Markaðir fyrir ferskfisk frá Íslandi eru hrundir vegna farsótt- arinnar. Stærstu saltfiskmarkað- irnir í Miðjarðarhafslöndunum eru lamaðir. Markaðir fyrir frystar afurðir hafa hins vegar haldist opnir og flutningar milli landa eru óheftir. Fullkomin óvissa ríkir um þróunina næstu vikur og mánuði. Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin á Íslandi hafa fengið undanþágu til starfa áfram þrátt fyrir fjöldatak­ markanir á vinnustöðum og hafa aðlagað sig að breyttu umhverfi. Mörg minni sjávarútvegsfyrirtæki eru einnig áfram í rekstri og veið­ ar hafa að stærstum hluta haldið áfram þrátt fyrir farsóttina. Útgöngubann „Þegar samkomutakmarkanir og síðar útgöngubann tók gildi í helstu viðskiptalöndum okkar fyrir nokkrum vikum og veitinga­ stöðum, hótelum, mötuneytum og opnum fiskborðum í versl­ unum var lokað stöðvaðist sala á ferskum fiski nánast að öllu leyti,“ segir Friðrik Þór Gunnarsson, hag­ fræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), í samtali við Bændablaðið. „Eftirspurn eftir frystum afurðum af hálfu erlendra smásölukeðja hefur hins vegar haldist áfram og því hafa íslensku fiskvinnslufyrirtækin, sem það geta, ráðstafað hráefninu sem áður fór í ferskfiskframleiðslu í frystingu og í sumum tilvikum aukið saltfiskvinnslu sína. Enn sem komið er hefur aukið framboð á frystum afurðum ekki leitt til verð­ lækkana, hvað sem síðar verður. Það hefur þó sett strik í reikninginn að eftir að Bretar settu á útgöngu­ bann var öllum Fish&chips búðum þar í landi lokað en þær hafa keypt mikið af sjófrystum flökum frá Íslandi. Reynt hefur verið að koma þeirri vöru inn í smásöluverslanir en annars er framleitt í birgðir.“ Ítalía og Spánn illa úti Eins og kunnugt er hafa Ítalía og Spánn farið sérstaklega illa út úr farsóttinni, en þar eru einmitt mikilvægustu saltfiskmarkaðir Íslendinga. Þar á ofan er tímabilið í aðdraganda páskanna helsti sölu­ tíminn á árinu og því hefur orðið mikill samdráttur í saltfisksölu í þessum löndum, að sögn Friðriks. Hins vegar hefur Portúgal ekki orðið eins illa úti í þessum hörmungum og nágrannalandið Spánn og hefur salt­ fisksala þangað haldið áfram þrátt fyrir farsóttina. Bandaríkin voru opin eitthvað lengur en Evrópulöndin, þar sem farsóttin kom þangað seinna, en nú er veiran að breiðast ört út þar vestra og því má búast við svipaðri þróun þar og orðið hefur í Evrópu. Óvæntar útflutningstölur Eins og áður sagði hafa ferskfisk­ markaðir Íslendinga að mestu hrunið vegna farsóttarinnar en ferskar afurðir gefa að jafn­ aði hvað hæst verð fiskafurða. Útflutningsverðmæti ferskfisks nam um 80 milljörðum króna á síðasta ári, eða um 30% af heildar­ verðmæti sjávarafurða. Forvitnilegt er að vita hvaða áhrif farsóttin hefur haft á verð­ mæti útfluttra sjávarafurða í mars­ mánuði, fyrsta mánuðinum sem áhrifa veirunnar gætti. Hagstofa Íslands birti bráðabirgðatölur um það rétt fyrir páska og koma þær óneitanlega nokkuð á óvart, því verðmætið nam 25,5 milljörðum króna og jókst um rúmlega 17% í krónum talið miðað við mars í fyrra, en að teknu tilliti til geng­ isáhrifa var aukningin tæplega 9%, þar sem gengi krónunnar gaf verulega eftir í marsmánuði vegna COVID­19. Að sögn Friðriks ber að hafa í huga í þessu sambandi að útflutn­ ingstölur fyrir tiltekinn mánuð endurspegla ekki að öllu leyti það sem flutt var út í viðkom­ andi mánuði. Þar kemur tvennt til. Annars vegar það að hluti af afurðunum kann að hafa verið fluttur út fyrir alllöngu þótt hann rati ekki inn í gögn Hagstofunnar frá tollayfirvöldum fyrr en síðar. Hins vegar það að fyrri hluta marsmánaðar var eftirspurn góð og verð hátt. Það var ekki fyrr en fyrstu útgöngubönnin erlendis voru sett á um miðjan marsmánuð að áhrifa farsóttarinnar fór að gæta í útflutningi frá Íslandi. Fullkomin óvissa ,,Það er ómögulegt á þessari stundu að áætla það tjón sem hljótast mun af farsóttinni fyrir útflutning sjávarafurða. Það fer allt eftir því hve lengi þetta ástand varir. Ef núverandi ástand verður gengið um garð eftir einn eða tvo mánuði spyr maður sig hvort hægt verði að endurheimta síðar á árinu eitthvað af þeirri eftirspurn sem minnkaði. Um það getur enginn dæmt núna,“ sagði Friðrik Þór Gunnarsson. Sjávarútvegurinn á tímum farsóttarinnar: Miklir óvissutímar fram undan Guðjón Einarsson gudjone3@gmail.com Tré og runnar af ættkvíslun- um Crataegus og Acer eiga sér langa og merkilega sögu og tengjast þjóðtrú. Báðum tegundum fylgdi ákveðin helgi og siðir sem tryggðu gæfu og illt þótti að fella trén. Aftur á móti þótti gott að bera á sér flís eða þyrni af trénu til að auka gæfu sína. Gott þótti að setja grein af þyrni upp í rjáfur í fjósinu til að auka nyt kúnna og þær áttu einnig að venda mannabústaði fyrir vond­ um veðrum og ásókn drauga. Á tímum Rómverja var til siðs að leggja lauf af þyrni í rúm nýfæddra barna til að verja þau fyrir illum öndum. Í Grikklandi til forna var þjóðráð að setja þyrniblóm í barm brúðar áður en hún gekk að eiga mann. Væru laufblöð þyrnis aftur á móti lögð í brúðarsængina ollu þau kynkulda. Í Englandi var þyrnitrjám iðulega plantað við kross­ götur til að fæla burt hið illa og göngumenn gripu eitt og eitt blað af trjánum og tuggðu á langferðum. Tréð fékk af þeim sökum viðurnefnið brauð með smjöri. Sagt er að nornir geti breytt sér í þyrnirunna á hátíðisdegi sínum, 1. maí, og að galdramanninum Merlin sé haldið föngnum í þyrnigerði úr þyrnitrjám. Samkvæmt þjóðtrú gyðinga og kristinna manna var það þyrnir sem Móse sá logandi í eyðimörkinni og þyrnikóróna Krists var sömu gerðar. Í kjölfar kristinnar fóru menn að tengja þyrni við alls kyns ólán og ógæfu. Ef blómstrandi greinar voru bornar inn í hús átti það að valda dauða einhvers í fjöl­ skyldunni og sagt að blómin bæru með sér nálykt plágunnar. Samkvæmt gamalli enskri þjóðtrú þótti gott að planta hlyn við bóndabæinn til að bægja frá álfum sem áttu það til að spilla mjólkinni úr kúnum. Í Sviss sögðu menn aftur á móti að dvergar ættu það til að sitja skellihlæjandi á greinum hlyns­ ins og skemmta sér á meðan mennirnir erfiðuðu við hey­ skap. Í Cornwall­héraði í Englandi gegndi hlynurinn veigamiklu hlutverki í tengslum við maí­ hátíðina og var stundum kallað flaututréð. Fyrsta maí fóru unglingar í hópum út í sveit og heimsóttu bóndabæi þar sem það fékk hressingu. Unglingarnir söfnuðu síðan saman greinum af hlyn og bjuggu til flautur og ýlur. Hópurinn hélt á loft stórum greinum af hlyn og lék á hljóð­ færin um leið og hann hélt aftur heim í þorpið í skrúðgöngu. Í Skotlandi þótti hlynurinn bera af öðrum trjám þegar hengja þurfti menn. Greinar trésins eru sterkar, svigna ekki undan þunga og brotna ekki svo auðveldlega. Og frá Írlandi eru til heimildir um að viðurinn hafi verið notaður til að smíða úr smáhluti eins og leikföng, smjörhnífa, skeiðar og jafnvel húsgögn. Víða í Evrópu var til siðs að lyfta börnum upp á milli greina hlynsins til að tryggja góða heilsu og langlífi. Það að fara í gegnum greinarnar eða gat í stofninum var eins konar mannsdómsvígsla eða táknræn endurfæðing barns inn í heim hinna fullorðnu. Einnig þótti gott að hafa grein af hlyn innan dyra til að bægja frá leðurblök­ um. /VH STEKKUR NYTJAR HAFSINS Trillukarlar uggandi um sinn hag „Ég verð var við að mun færri eru byrjaðir á grásleppu nú en í fyrra á sama tíma. Ég tel að það megi að einhverju leyti rekja til áhrifa farsóttarinnar. Þótt á mörgum þessara útgerðarstaða hafi ekki orðið vart við smit er erfitt að stunda veiðarnar öðruvísi en að hafa samskipti við marga,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda (LS). Grásleppusala til Kína í uppnámi Örn segir að jafnframt hafi það sín áhrif að markaður fyrir gráslepp­ una sjálfa, það er að segja fiskinn án hrogna, sé fyrst og fremst í Kína og vegna farsóttarinnar hafi engin grásleppa verið unnin fyrir nýárs­ hátíðina þar í landi að þessu sinni. Því sé hæpið að Kínverjar kaupi nokkuð af grásleppu af þessari ver­ tíð. Grásleppan sjálf hefur skilað um fjórðungi af heildarverðmæti grá­ sleppuafurða. Þessi rýrnun á tekjum dragi úr áhuga manna á því að stunda veiðarnar. Fyrirsjáanleg röskun á strandveiðum Örn segir fyrirsjáanlegt að faraldurinn muni einnig hafa áhrif á strandveiðarnar í sumar. Núna sé fyrirkomulagið þannig að leyfðar séu veiðar 12 daga í mánuði frá maí til ágúst. „Augljóst er að dagarnir í maí munu ekki nýtast að fullu og því höfum við farið fram á það við sjávarútvegsráðherra að þessir 48 veiðidagar verði ekki bundnir við fjóra mánuði heldur megi nýta þá hvenær sem er á árinu. Þarna spilar einnig inn í, að búast má við verðlækkun á fiski á næstunni vegna farsóttarinnar og því nöturlegt að þvinga menn til að nýta veiðiréttindi sín á tíma þegar ekki er ábati af veiðunum.“ Veiðiskylda verði afnumin LS hefur einnig farið fram á það við sjávarútvegsráðherra að veiðiskylda verði afnumin í ár svo útgerðir sem ekki ná 50% af kvóta sínum missi ekki veiðiréttindi sín til frambúðar. Sömuleiðis að afnumdar verði takmarkanir á flutningi veiðiheimilda milli fiskveiðiára. Þetta er hugsað til þess að menn verði ekki þvingaðir til veiða ef fiskverð hrynur. Loks hefur LS hvatt til þess að hrygningarstoppið verði afnumið eftir páska vegna hins óvenjulega ástands. Ólíkt því sem búast hefði mátt við jókst sala á þorski á íslenskum uppboðsmörkuðum í mars og verð hélst þokkalegt þrátt fyrir að mikilvægir markaðir fyrir ferskfiskafurðir erlendis hefðu að heita má lokast vegna farsóttarinnar. Hver þróunin verður næstu vikur og mánuði er óskrifað blað. Þorskur Magn kr/kg Óslægt 3.421 Tonn 303 Kr/kg 1.037 milljónir 2.695 Tonn 287 Kr/kg 773 milljónir 26,9% 5,6% Slægt 1.533 Tonn 361 Kr/kg 553 milljónir 1.036 Tonn 339 Kr/kg 351 milljónir 48,0% 6,5% Samtals 4.954 Tonn 321 Kr/kg 1.590 milljónir 3.731 Tonn 301 Kr/kg 1.124 milljónir 32,8% 6,5% Sala á íslensku fiskmörkuðunum í marsmánuði 2020 2019 Smábátar í höfn á Hólmavík. Mynd / GE Fiski landað. Tvö tré
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.