Bændablaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 63

Bændablaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 63
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 2020 63 Útbreiðsla lekanda og sárasóttar hefur aukist umtalsvert á Íslandi á síðastliðnum árum. Sambærileg aukning hefur ekki sést í tölum um klamydíu og HIV á síðasta ári. Sam- og eða tvíkynhneigðir íslenskir karlmenn á aldrinum 20 til 44 ára mun vera helsti áhættu- hópurinn fyrir þessar sýkingar og er aukningin í samræmi við faralds- fræði þessara sýkinga í vestrænum löndum. Sambærileg aukning hefur ekki sést í tölum um klamydíu og HIV á þessu ári Til að bregðast við þessu er bent á nýútkomnar Leiðbeiningar sótt- varnalæknis um greiningu og með- ferð lekanda, klamydíu, sárasóttar og HIV sem finna má á vef landlæknis. Leiðbeiningarnar voru unnar í sam- vinnu fjölda innlendra sérfræðinga. Leiðbeiningarnar eru ein af tillögum starfshóps til að stemma stigu við vaxandi útbreiðslu kynsjúkdóma hér á landi. Vaxandi sýklalyfjaónæmi lekandabakteríunnar Á heimasíðu landlæknis segir að til að ná árangri í baráttunni gegn þessum sýkingum sé áríðandi að bregðast rétt við með viðeigandi sýnatöku, réttri sýklalyfjameðferð, sem oft þarf að fylgja eftir til að tryggja árangur meðferðar. Vaxandi sýklalyfjaónæmi lek- andabakteríunnar getur torveldað meðferð, en eina leiðin til að kanna sýklalyfjanæmið er með ræktun, því greining á erfðaefni gefa ekki upplýsingar um sýklalyfjanæmi. Þá þarf einnig að finna þá einstaklinga sem gætu hafa orðið fyrir smiti með góðri rakningu smitleiða. Lekandi Fleiri greindust með lekanda á árinu 2019, borið saman við síðastliðin ár, því þann 30. nóvember höfðu alls 111 einstaklingar greinst með lek- anda sem er töluvert fleiri en árlegur fjöldi á undanförnum árum. Sýkingin greinist mun oftar í körlum en konum. Samkvæmt klínískum tilkynningum frá læknum á þessu ári var 41 karlanna sam- og eða tvíkynhneigður, sex voru gagn- kynhneigðir en upplýsingar um kyn- hneigð vantar fyrir 50 karla. Þegar ríkisfang þeirra sem greindust með lekanda er kannað kemur í ljós að Íslendingar eru í miklum meirihluta sýktra. Þegar aldur þeirra sem grein- ast með lekanda er skoðaður, sést að sýkingin greinist oftast meðal einstaklinga á aldrinum 20 til 44 ára. Sárasótt Alls greindust 36 einstaklingar hér á landi með sárasótt á árinu 2019, frá 1. janúar til 30. nóvember. Þetta er aukning miðað við árið 2018, en nær þó ekki sama fjölda og 2017 en það ár greindust flestir með sárasótt. /VH Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Glerárgata 34b við Hvannavelli • S 461 1092 • asco.is OKKAR ÆR OG KÝR — STARTARAR OG ALTERNATORAR — Emerald ehf WWW.EININGAHUS.IS GSM 698 0330 EMERALD@EMERALD.IS  Innflutt verksmiðjuframleidd eininghús  Yfir 20 ára reynsla  Sérteiknuð hús, fjöldi teikninga  Hagstætt verð og vandað efnisval  Afhent hvert á land sem er 160 fm hús á Egilsstöðum RÁÐSTEFNA VARÐANDI HÚSIN VERÐUR: Icelandair hótel Reykjavík Natura (Flugleiðahótelið) FIMMTUDAGINN 5. MARS 2020 KL 16:00 ALLIR VELKOMNIR LÖGGARÐUR EHF. Almenn lögfræðiþjónusta, erfðaskrár, skipti dánarbúa, gallamál vegna fasteigna, vinnuréttamál og slysamál. Hafðu samband: loggardur.is eða 568-1636. Stofnað 1985 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfða 8. - 110 Reykjavík Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is Mikið úrval varahluta í Ifor Williams og allar aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum LAMBHELDU HLIÐGRINDURNAR Þessar hliðgrindur hafa slegið í gegn um land allt. Lambheldar, léttar og auðveldar í uppsetningu. Breidd 4,20 m, hæð 1,10 m. Möskvastærð 10x15. Verð á grind kr. 24.900 stk. auk vsk. Ef keypt eru 2 til 4 stk., verð kr 22.900 stk. auk vsk. Ef keyptar eru 5 eða fleiri, verð kr. 19.900 stk. auk vsk. Til afhendingar á Hvolsvelli eða í Sundahöfn án aukakostnaðar, en sent hvert á land sem er. Pantanir og upplýsingar í símum 669 1336 og 899 1776. Meira fyrir aurinn Lambheldu hliðgrindurnar Þessar hliðgrindur hafa slegið í gegn um land allt. Lambheldar, léttar og auðveldar í uppsetningu. Breidd 4.20 m, hæð 1.10 m. Möskvastærð 10x15. Verð á grind kr. 24.900 stk. auk vsk. Ef keypt eru 2 til 4 stk., verð kr. 22.900 stk. auk vsk. Ef keyptar eru 5 eða fleiri, verð kr. 19.900 stk. auk vsk. Til afhendingar á Hvolsvelli eða í Sundahöfn án aukakostnaðar en sent hvert á land sem er. Pantanir og upplýsingar í símum 899 1776 og 669 336. Landlæknir: Aukning á lekanda og sárasótt Aukið sýklalyfjaónæmi lekandabakteríunnar, Neisseria gonorrhoeae, getur torveldað meðferð lekanda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.