Bændablaðið - 23.04.2020, Síða 63

Bændablaðið - 23.04.2020, Síða 63
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 2020 63 Útbreiðsla lekanda og sárasóttar hefur aukist umtalsvert á Íslandi á síðastliðnum árum. Sambærileg aukning hefur ekki sést í tölum um klamydíu og HIV á síðasta ári. Sam- og eða tvíkynhneigðir íslenskir karlmenn á aldrinum 20 til 44 ára mun vera helsti áhættu- hópurinn fyrir þessar sýkingar og er aukningin í samræmi við faralds- fræði þessara sýkinga í vestrænum löndum. Sambærileg aukning hefur ekki sést í tölum um klamydíu og HIV á þessu ári Til að bregðast við þessu er bent á nýútkomnar Leiðbeiningar sótt- varnalæknis um greiningu og með- ferð lekanda, klamydíu, sárasóttar og HIV sem finna má á vef landlæknis. Leiðbeiningarnar voru unnar í sam- vinnu fjölda innlendra sérfræðinga. Leiðbeiningarnar eru ein af tillögum starfshóps til að stemma stigu við vaxandi útbreiðslu kynsjúkdóma hér á landi. Vaxandi sýklalyfjaónæmi lekandabakteríunnar Á heimasíðu landlæknis segir að til að ná árangri í baráttunni gegn þessum sýkingum sé áríðandi að bregðast rétt við með viðeigandi sýnatöku, réttri sýklalyfjameðferð, sem oft þarf að fylgja eftir til að tryggja árangur meðferðar. Vaxandi sýklalyfjaónæmi lek- andabakteríunnar getur torveldað meðferð, en eina leiðin til að kanna sýklalyfjanæmið er með ræktun, því greining á erfðaefni gefa ekki upplýsingar um sýklalyfjanæmi. Þá þarf einnig að finna þá einstaklinga sem gætu hafa orðið fyrir smiti með góðri rakningu smitleiða. Lekandi Fleiri greindust með lekanda á árinu 2019, borið saman við síðastliðin ár, því þann 30. nóvember höfðu alls 111 einstaklingar greinst með lek- anda sem er töluvert fleiri en árlegur fjöldi á undanförnum árum. Sýkingin greinist mun oftar í körlum en konum. Samkvæmt klínískum tilkynningum frá læknum á þessu ári var 41 karlanna sam- og eða tvíkynhneigður, sex voru gagn- kynhneigðir en upplýsingar um kyn- hneigð vantar fyrir 50 karla. Þegar ríkisfang þeirra sem greindust með lekanda er kannað kemur í ljós að Íslendingar eru í miklum meirihluta sýktra. Þegar aldur þeirra sem grein- ast með lekanda er skoðaður, sést að sýkingin greinist oftast meðal einstaklinga á aldrinum 20 til 44 ára. Sárasótt Alls greindust 36 einstaklingar hér á landi með sárasótt á árinu 2019, frá 1. janúar til 30. nóvember. Þetta er aukning miðað við árið 2018, en nær þó ekki sama fjölda og 2017 en það ár greindust flestir með sárasótt. /VH Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Glerárgata 34b við Hvannavelli • S 461 1092 • asco.is OKKAR ÆR OG KÝR — STARTARAR OG ALTERNATORAR — Emerald ehf WWW.EININGAHUS.IS GSM 698 0330 EMERALD@EMERALD.IS  Innflutt verksmiðjuframleidd eininghús  Yfir 20 ára reynsla  Sérteiknuð hús, fjöldi teikninga  Hagstætt verð og vandað efnisval  Afhent hvert á land sem er 160 fm hús á Egilsstöðum RÁÐSTEFNA VARÐANDI HÚSIN VERÐUR: Icelandair hótel Reykjavík Natura (Flugleiðahótelið) FIMMTUDAGINN 5. MARS 2020 KL 16:00 ALLIR VELKOMNIR LÖGGARÐUR EHF. Almenn lögfræðiþjónusta, erfðaskrár, skipti dánarbúa, gallamál vegna fasteigna, vinnuréttamál og slysamál. Hafðu samband: loggardur.is eða 568-1636. Stofnað 1985 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfða 8. - 110 Reykjavík Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is Mikið úrval varahluta í Ifor Williams og allar aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum LAMBHELDU HLIÐGRINDURNAR Þessar hliðgrindur hafa slegið í gegn um land allt. Lambheldar, léttar og auðveldar í uppsetningu. Breidd 4,20 m, hæð 1,10 m. Möskvastærð 10x15. Verð á grind kr. 24.900 stk. auk vsk. Ef keypt eru 2 til 4 stk., verð kr 22.900 stk. auk vsk. Ef keyptar eru 5 eða fleiri, verð kr. 19.900 stk. auk vsk. Til afhendingar á Hvolsvelli eða í Sundahöfn án aukakostnaðar, en sent hvert á land sem er. Pantanir og upplýsingar í símum 669 1336 og 899 1776. Meira fyrir aurinn Lambheldu hliðgrindurnar Þessar hliðgrindur hafa slegið í gegn um land allt. Lambheldar, léttar og auðveldar í uppsetningu. Breidd 4.20 m, hæð 1.10 m. Möskvastærð 10x15. Verð á grind kr. 24.900 stk. auk vsk. Ef keypt eru 2 til 4 stk., verð kr. 22.900 stk. auk vsk. Ef keyptar eru 5 eða fleiri, verð kr. 19.900 stk. auk vsk. Til afhendingar á Hvolsvelli eða í Sundahöfn án aukakostnaðar en sent hvert á land sem er. Pantanir og upplýsingar í símum 899 1776 og 669 336. Landlæknir: Aukning á lekanda og sárasótt Aukið sýklalyfjaónæmi lekandabakteríunnar, Neisseria gonorrhoeae, getur torveldað meðferð lekanda.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.